70 tillögur í atvinnustefnu fyrir Ísland til ársins 2050 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 20:30 Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar. Á málþingi í Hörpu í dag kynntu Samtök iðnaðarins skýrslu um atvinnustefnu sem inniheldur hátt í 70 tillögur að úrbótum til ársins 2050. Tillögurnar miða að úrbótum á sviði menntamála, innviða, nýsköpunar og starfsumhverfis. „Við erum náttúrlega að leggja til aukningu á ríkisútgjöldum hvað varðar innviðauppbyggingu samgönguinnviða og svo framvegis en við erum ekki að öðru leyti að leggja til aukin ríkisútgjöld, þetta eru fullkomlega raunhæf markmið og sem við getum ráðist í innan tveggja ára,“ segir Sigríður Mogensen, sviðstjóri á hugverkasviði hjá SI.Draga verði úr yfirbyggingu ríkisstofnanna Samkvæmt þeirri framtíðarsýn sem lagt er upp með í skýrslunni verður Ísland meðal annars komið í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni og hagkerfið tvöfalt stærra árið 2050 en það er í dag. Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þarf að hefjast handa nú þegar við að efla nýsköpun að sögn Sigríðar. „Huga að mögulega sameiningu ríkisstofnanna til að stuðla að aukinni skilvirkni í þessum málaflokki. Í dag fara um 13 milljarðar króna úr ríkissjóði á ári hverju til stuðnings nýsköpunar á Íslandi og þá má mögulega endurskoða hvert þessir fjármunir eru að fara og frekar að beina þeim í átt að styrkjum til fyrirtækja í stað þess að það mögulega fari of mikil sóun í yfirbyggingu ríkisstofnanna,“ segir Sigríður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ábendingar í skýrslunni vera gagnlegar. „Ég held að það séu góðar ábendingar um að við getum einfaldað stofnanakerfið okkar, mögulega með sameiningum, að boðleiðir séu styttar,“ segir Bjarni. „Með ívilnunum og endurgreiðslum að festa fleiri störf í sessi í landinu, þá mun það skila sér í aukinni verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið allt þannig að það er góð fjárfesting í framtíðinni. Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Ýmsar skattaívilnanir og sameining ríkisstofnanna er meðal þess sem Samtök iðnaðarins leggja til í nýrri atvinnustefnu fyrir Ísland. Fjármálaráðherra segir skattaívilnanir til nýsköpunar- og hugverkastarfsemi vera góða fjárfesting til framtíðar. Á málþingi í Hörpu í dag kynntu Samtök iðnaðarins skýrslu um atvinnustefnu sem inniheldur hátt í 70 tillögur að úrbótum til ársins 2050. Tillögurnar miða að úrbótum á sviði menntamála, innviða, nýsköpunar og starfsumhverfis. „Við erum náttúrlega að leggja til aukningu á ríkisútgjöldum hvað varðar innviðauppbyggingu samgönguinnviða og svo framvegis en við erum ekki að öðru leyti að leggja til aukin ríkisútgjöld, þetta eru fullkomlega raunhæf markmið og sem við getum ráðist í innan tveggja ára,“ segir Sigríður Mogensen, sviðstjóri á hugverkasviði hjá SI.Draga verði úr yfirbyggingu ríkisstofnanna Samkvæmt þeirri framtíðarsýn sem lagt er upp með í skýrslunni verður Ísland meðal annars komið í fremstu röð hvað varðar samkeppnishæfni og hagkerfið tvöfalt stærra árið 2050 en það er í dag. Til að þessi framtíðarsýn geti orðið að veruleika þarf að hefjast handa nú þegar við að efla nýsköpun að sögn Sigríðar. „Huga að mögulega sameiningu ríkisstofnanna til að stuðla að aukinni skilvirkni í þessum málaflokki. Í dag fara um 13 milljarðar króna úr ríkissjóði á ári hverju til stuðnings nýsköpunar á Íslandi og þá má mögulega endurskoða hvert þessir fjármunir eru að fara og frekar að beina þeim í átt að styrkjum til fyrirtækja í stað þess að það mögulega fari of mikil sóun í yfirbyggingu ríkisstofnanna,“ segir Sigríður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ábendingar í skýrslunni vera gagnlegar. „Ég held að það séu góðar ábendingar um að við getum einfaldað stofnanakerfið okkar, mögulega með sameiningum, að boðleiðir séu styttar,“ segir Bjarni. „Með ívilnunum og endurgreiðslum að festa fleiri störf í sessi í landinu, þá mun það skila sér í aukinni verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið allt þannig að það er góð fjárfesting í framtíðinni.
Nýsköpun Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira