Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að hafnarboltamaðurinn Bryce Harper hafi hafnað 300 milljón dollara samningstilboði frá Washington Nationals á síðasta tímabili.
Samningur Bryce Harper og Washington Nationals rann út eftir þetta tímabil og forráðamenn Nationals vildu endilega festa hann og koma í veg fyrir að hann kæmist út á markaðinn.
Nationals buðu Bryce Harper því um 300 milljón dollara, 36,2 milljarða íslenskra króna, fyrir tíu ára samning. Harper sagði nei og ætlar að sjá hvað annað er í boði.
Bryce Harper rejected the Nationals' 10-year, $300M offer late last season, according to multiple reports.
The deal could have been the second-largest by total value in MLB history.https://t.co/qFZdGbsJEX
— SportsCenter (@SportsCenter) November 7, 2018
Samingurinn hefði verið sá næsthæsti í sögunni en Bryce Harper hélt upp á 26 ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Harper er frábær leikmaður og mun örugglega fá fullt af tilboðum en hvort hann fái annað svona risatilboð á eftir að koma í ljós.
Washington Nationals vill áfram semja við Bryce Harper en hefur tekið risasamninginn af borðinu.