CJ og Francisco eru komin til Íslands frá London til þess að berja fjölmarga listamenn augum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Hátíðin er haldin í tuttugasta skipti í ár og eru gestir frá öllum heimshornum.
CJ kemur frá Sydeny í Ástralíu en kærastinn hennar, Francisco, er frá Portúgal en þau búa saman í London.
„Ég er spenntust að sjá Ásgeir Trausta og Júníus Meyvant,“ segir CJ. Þetta er önnur Airwaves hátíðinn sem CJ fer á en fjórða heimsókn hennar til Íslands. Francesco kom með henni til þess að sjá hvað væri í boði.
„Ég elti hana bara,“ segir Francesco og brosir.
CJ segir að Iceland Airwaves tónlistarhátíðin sé alveg einstök.
„Ég hef farið á margar tónlistarhátíðir, Coachella og Glastonbury til þess að nefna einhverjar, en Airwaves er alveg einstök því að allur bærinn lifnar við og borgin breytist einhvern veginn,“ segir CJ.
