Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 10:02 Myndin var tekin í afgreiðslu Spalar þegar veglykli var skilað á dögunum og allt gekk samkvæmt áætlun. Spölur Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Um er að ræða endurgreiðslur vegna miða og veglykla sem skila þarf til fyrirtækisins. Gjaldtöku í göngin var hætt í lok september. Eftir þrjár vikur vikur rennur út frestur til að endurheimta inneign sem notendur ganganna eiga inni. Þúsundir eiga inni peninga hjá Speli. Leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu Spalar en lykilatriði er að skrá upplýsingar um kennitölu, símanúmer og bankanúmer rétt á netinu. Sumum notendum virðist reynast erfitt að fylla eyðublaðið rétt út. Dæmi er um að fólk skrifi „man ekki reikningsnúmerið“ í þar til gerðan reit. Eigandi reiknings verður að vera sá sami og skráður er fyrir samningi um áskriftarferðir við Spöl.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer síðustu gjaldskyldu ferðina um göngin þann 28. september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Það þýðir ekkert að senda okkur reikningsnúmer hjá hinum og þessum, sama hve nánir aðstandendur eiga í hlut. Við höfum enga heimild til að borga öðrum en þeim sem sömdu um ferðir/veglykla á sínum tíma,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Spalar. Sumir taka tilkynningu Spalar óstinnt upp. Spyrja Spöl hvort það sé „einhver pirringur í gangi“ og „mjög agressive nálgun“. Spölur gefur lítið fyrir það. Öllu máli skipti að fólk fái peninga sína til baka. „Kæru vinir. Þetta er skemmtileg og upplífgandi umræða í skammdegismyrkrinu - í boði Spalar. Við höfum nálgast málið með fagurgala og hvössum tóni og öllum tóntegundum þar á milli undanfarnar vikur. Kjarni máls er alltaf einn og hinn sami: Þúsundir manna eiga inni helling af peningum hjá Speli og félagið/starfsmenn þess eiga enga ósk heitari en þá að peningarnir lendi hjá eigendum sínum (viðskiptavinirnir verða samt að hafa sjálfir fyrir því að nálgast aurana sína!). Lokadagur til að skila lyklum og afsláttarmiðum er 30. nóvember. Fjármuni sem afgangs kunna að verða, þegar allt verður gert upp í vetur og Spalarfélagin slitið, fær Vegagerðin - á silfurfati! Með öðrum orðum: þeir sem þykjast hafa misst af lestinni, og vakna upp við það í skini jólaljósa á aðventunni að þeir hafi „gleymt sér“ og ekki hirt um að skila veglykli eða afsláttarmiðum, munu örugglega byrsta sig og hafa hátt gagnvart Speli. Það er bara of seint! Um nákvæmlega ÞETTA snýst málið og breytir engu í hvaða tóntegund elskulegir viðskiptavinir okkar fá skilaboðin. VIÐ VILJUM AÐ ÞIÐ FÁIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ EIGIÐ.“ Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. Um er að ræða endurgreiðslur vegna miða og veglykla sem skila þarf til fyrirtækisins. Gjaldtöku í göngin var hætt í lok september. Eftir þrjár vikur vikur rennur út frestur til að endurheimta inneign sem notendur ganganna eiga inni. Þúsundir eiga inni peninga hjá Speli. Leiðbeiningar má nálgast á heimasíðu Spalar en lykilatriði er að skrá upplýsingar um kennitölu, símanúmer og bankanúmer rétt á netinu. Sumum notendum virðist reynast erfitt að fylla eyðublaðið rétt út. Dæmi er um að fólk skrifi „man ekki reikningsnúmerið“ í þar til gerðan reit. Eigandi reiknings verður að vera sá sami og skráður er fyrir samningi um áskriftarferðir við Spöl.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra fer síðustu gjaldskyldu ferðina um göngin þann 28. september. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Það þýðir ekkert að senda okkur reikningsnúmer hjá hinum og þessum, sama hve nánir aðstandendur eiga í hlut. Við höfum enga heimild til að borga öðrum en þeim sem sömdu um ferðir/veglykla á sínum tíma,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Spalar. Sumir taka tilkynningu Spalar óstinnt upp. Spyrja Spöl hvort það sé „einhver pirringur í gangi“ og „mjög agressive nálgun“. Spölur gefur lítið fyrir það. Öllu máli skipti að fólk fái peninga sína til baka. „Kæru vinir. Þetta er skemmtileg og upplífgandi umræða í skammdegismyrkrinu - í boði Spalar. Við höfum nálgast málið með fagurgala og hvössum tóni og öllum tóntegundum þar á milli undanfarnar vikur. Kjarni máls er alltaf einn og hinn sami: Þúsundir manna eiga inni helling af peningum hjá Speli og félagið/starfsmenn þess eiga enga ósk heitari en þá að peningarnir lendi hjá eigendum sínum (viðskiptavinirnir verða samt að hafa sjálfir fyrir því að nálgast aurana sína!). Lokadagur til að skila lyklum og afsláttarmiðum er 30. nóvember. Fjármuni sem afgangs kunna að verða, þegar allt verður gert upp í vetur og Spalarfélagin slitið, fær Vegagerðin - á silfurfati! Með öðrum orðum: þeir sem þykjast hafa misst af lestinni, og vakna upp við það í skini jólaljósa á aðventunni að þeir hafi „gleymt sér“ og ekki hirt um að skila veglykli eða afsláttarmiðum, munu örugglega byrsta sig og hafa hátt gagnvart Speli. Það er bara of seint! Um nákvæmlega ÞETTA snýst málið og breytir engu í hvaða tóntegund elskulegir viðskiptavinir okkar fá skilaboðin. VIÐ VILJUM AÐ ÞIÐ FÁIÐ ÞAÐ SEM ÞIÐ EIGIÐ.“
Hvalfjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Gjaldtöku í göngin hætt í dag Það verður sannarlega söguleg stund þegar gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin verður hætt klukkan 13 í dag 28. september 2018 07:45
36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44
Samkynhneigt par frá Ítalíu fór fyrst endurgjaldslaust í Hvalfjarðargöngin Um þrjátíu og sex milljónir bíla hafa staðið undir að greiða kostnað við gerð ganganna en síðasta afborgun af lánum vegna þeirra var greidd í gær. 28. september 2018 20:05