Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 16:29 Húsið að Kirkjuvegi úr lofti daginn eftir brunann. Vísir/Egill 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju en Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir konunni. Tveir létust í brunanum.Í úrskurði Landsréttar frá því á þriðjudag, sem birtur var á vef réttarins í dag, kemur fram að lögreglan hafi fengið útkall klukkan 15:53. Þegar lögreglu bar að garði skömmu síðar var mikill eldur í húsinu og reykur. Konan var fyrir utan húsið ásamt húsráðanda og tjáðu þau lögreglu að tveir menn væru á efri hæð hússins. Konan og karlinn voru í annarlegu ástandi og undir miklum áhrifum áfengis auk lyfja og/eða fíkniefna. Karlinn tjáði lögreglu að eigin frumkvæði að hann hefði kveikt í húsinu og konan hafði það að orði sömuleiðis. Voru þau bæði handtekin og færð á lögreglustöð. Sökum ástands var frestað að taka skýrslu af fólkinu.Rannsókn lögreglu á vettvangi hófst ekki fyrr en morguninn eftir. Tvö lík fundust á efri hæðinni um hádegisbil.Vísir/JóiKKveikt í pítsukössum Konan tjáði lögreglu við yfirheyrslu daginn eftir að hún hefði komið að húsinu við Kirkjuveg um klukkan 15:30. Þar hefðu verið fyrir húsráðandi auk tveggja annarra. Hún segir húsráðanda, 53 ára karlmann, hafa verið að kveikja í pítsukössum á stofugólfinu á neðri hæð hússins þegar hana bar að garði. Hún hafi skammað karlinn og hellt bjór yfir kassana til að slökkva eldinn. Í framhaldinu hafi annar gestanna komið niður á neðri hæðina og átt í rifrildi við húsráðanda. Fór hann svo aftur upp á efri hæðina. Húsráðandi hafi brugðist þannig við að leggja eld með kveikjara að gardínum aftan við sófa í stofunni. Kvaðst konan hafa farið í svokallað „blackout“ eftir það og ekki muna eftir því hvað gerðist fyrr en hún var komin út úr húsinu. Þar hafi húsráðandi verið. Karlinn sagði við yfirheyrslu muna eftir því að hafa kveikt eld í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins. Hann myndi atvikið óljóst en skyndilega hafi eldur verið kominn um allt.Konan huldi andlit sitt þegar hún var leidd fyrir dómara daginn eftir brunann.Vísir/JóiKEkki talin hætta á að konan gæti torvaldað rannsókn Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir báðum á þeim forsendum að um afar alvarleg brot væri að ræða sem næmi allt að sex ára fangelsi. Rannsókn væri á frumstigi og margt óljóst en þrátt fyrir það væri rökstuddur grunur um að konan hafi með saknæmum hætti átt þátt í eldsvoðanum sem varð tveimur að bana. Auk þess væri hætta á að konan gæti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum og hafa áhrif á vitni gengi hún laus. Enn væri unnið að því að afla frekari vitna sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Auk þess væri mikil vinna framundan við rannsókn á vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Landsréttur var ósammála og vísaði til þess að konan hefði verið í haldi frá brunanum en ekki verið yfirheyrð síðan daginn eftir. Ekki yrði ráðið af því sem fram hefði komið að konan gæti torveldað rannsókn málsins. Var hún því látin laus úr haldi. Húsráðandi er hins vegar í gæsluvarðhaldi og verður til 29. nóvember að óbreyttu samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju en Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir konunni. Tveir létust í brunanum.Í úrskurði Landsréttar frá því á þriðjudag, sem birtur var á vef réttarins í dag, kemur fram að lögreglan hafi fengið útkall klukkan 15:53. Þegar lögreglu bar að garði skömmu síðar var mikill eldur í húsinu og reykur. Konan var fyrir utan húsið ásamt húsráðanda og tjáðu þau lögreglu að tveir menn væru á efri hæð hússins. Konan og karlinn voru í annarlegu ástandi og undir miklum áhrifum áfengis auk lyfja og/eða fíkniefna. Karlinn tjáði lögreglu að eigin frumkvæði að hann hefði kveikt í húsinu og konan hafði það að orði sömuleiðis. Voru þau bæði handtekin og færð á lögreglustöð. Sökum ástands var frestað að taka skýrslu af fólkinu.Rannsókn lögreglu á vettvangi hófst ekki fyrr en morguninn eftir. Tvö lík fundust á efri hæðinni um hádegisbil.Vísir/JóiKKveikt í pítsukössum Konan tjáði lögreglu við yfirheyrslu daginn eftir að hún hefði komið að húsinu við Kirkjuveg um klukkan 15:30. Þar hefðu verið fyrir húsráðandi auk tveggja annarra. Hún segir húsráðanda, 53 ára karlmann, hafa verið að kveikja í pítsukössum á stofugólfinu á neðri hæð hússins þegar hana bar að garði. Hún hafi skammað karlinn og hellt bjór yfir kassana til að slökkva eldinn. Í framhaldinu hafi annar gestanna komið niður á neðri hæðina og átt í rifrildi við húsráðanda. Fór hann svo aftur upp á efri hæðina. Húsráðandi hafi brugðist þannig við að leggja eld með kveikjara að gardínum aftan við sófa í stofunni. Kvaðst konan hafa farið í svokallað „blackout“ eftir það og ekki muna eftir því hvað gerðist fyrr en hún var komin út úr húsinu. Þar hafi húsráðandi verið. Karlinn sagði við yfirheyrslu muna eftir því að hafa kveikt eld í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins. Hann myndi atvikið óljóst en skyndilega hafi eldur verið kominn um allt.Konan huldi andlit sitt þegar hún var leidd fyrir dómara daginn eftir brunann.Vísir/JóiKEkki talin hætta á að konan gæti torvaldað rannsókn Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir báðum á þeim forsendum að um afar alvarleg brot væri að ræða sem næmi allt að sex ára fangelsi. Rannsókn væri á frumstigi og margt óljóst en þrátt fyrir það væri rökstuddur grunur um að konan hafi með saknæmum hætti átt þátt í eldsvoðanum sem varð tveimur að bana. Auk þess væri hætta á að konan gæti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum og hafa áhrif á vitni gengi hún laus. Enn væri unnið að því að afla frekari vitna sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Auk þess væri mikil vinna framundan við rannsókn á vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Landsréttur var ósammála og vísaði til þess að konan hefði verið í haldi frá brunanum en ekki verið yfirheyrð síðan daginn eftir. Ekki yrði ráðið af því sem fram hefði komið að konan gæti torveldað rannsókn málsins. Var hún því látin laus úr haldi. Húsráðandi er hins vegar í gæsluvarðhaldi og verður til 29. nóvember að óbreyttu samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar.
Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira