Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 16:29 Húsið að Kirkjuvegi úr lofti daginn eftir brunann. Vísir/Egill 45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju en Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir konunni. Tveir létust í brunanum.Í úrskurði Landsréttar frá því á þriðjudag, sem birtur var á vef réttarins í dag, kemur fram að lögreglan hafi fengið útkall klukkan 15:53. Þegar lögreglu bar að garði skömmu síðar var mikill eldur í húsinu og reykur. Konan var fyrir utan húsið ásamt húsráðanda og tjáðu þau lögreglu að tveir menn væru á efri hæð hússins. Konan og karlinn voru í annarlegu ástandi og undir miklum áhrifum áfengis auk lyfja og/eða fíkniefna. Karlinn tjáði lögreglu að eigin frumkvæði að hann hefði kveikt í húsinu og konan hafði það að orði sömuleiðis. Voru þau bæði handtekin og færð á lögreglustöð. Sökum ástands var frestað að taka skýrslu af fólkinu.Rannsókn lögreglu á vettvangi hófst ekki fyrr en morguninn eftir. Tvö lík fundust á efri hæðinni um hádegisbil.Vísir/JóiKKveikt í pítsukössum Konan tjáði lögreglu við yfirheyrslu daginn eftir að hún hefði komið að húsinu við Kirkjuveg um klukkan 15:30. Þar hefðu verið fyrir húsráðandi auk tveggja annarra. Hún segir húsráðanda, 53 ára karlmann, hafa verið að kveikja í pítsukössum á stofugólfinu á neðri hæð hússins þegar hana bar að garði. Hún hafi skammað karlinn og hellt bjór yfir kassana til að slökkva eldinn. Í framhaldinu hafi annar gestanna komið niður á neðri hæðina og átt í rifrildi við húsráðanda. Fór hann svo aftur upp á efri hæðina. Húsráðandi hafi brugðist þannig við að leggja eld með kveikjara að gardínum aftan við sófa í stofunni. Kvaðst konan hafa farið í svokallað „blackout“ eftir það og ekki muna eftir því hvað gerðist fyrr en hún var komin út úr húsinu. Þar hafi húsráðandi verið. Karlinn sagði við yfirheyrslu muna eftir því að hafa kveikt eld í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins. Hann myndi atvikið óljóst en skyndilega hafi eldur verið kominn um allt.Konan huldi andlit sitt þegar hún var leidd fyrir dómara daginn eftir brunann.Vísir/JóiKEkki talin hætta á að konan gæti torvaldað rannsókn Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir báðum á þeim forsendum að um afar alvarleg brot væri að ræða sem næmi allt að sex ára fangelsi. Rannsókn væri á frumstigi og margt óljóst en þrátt fyrir það væri rökstuddur grunur um að konan hafi með saknæmum hætti átt þátt í eldsvoðanum sem varð tveimur að bana. Auk þess væri hætta á að konan gæti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum og hafa áhrif á vitni gengi hún laus. Enn væri unnið að því að afla frekari vitna sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Auk þess væri mikil vinna framundan við rannsókn á vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Landsréttur var ósammála og vísaði til þess að konan hefði verið í haldi frá brunanum en ekki verið yfirheyrð síðan daginn eftir. Ekki yrði ráðið af því sem fram hefði komið að konan gæti torveldað rannsókn málsins. Var hún því látin laus úr haldi. Húsráðandi er hins vegar í gæsluvarðhaldi og verður til 29. nóvember að óbreyttu samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
45 ára gömul kona, sem handtekin vegna brunans á Kirkjuvegi á Selfossi þann 31. október, tjáði lögreglu á vettvangi að húsráðandi hefði kveikt í húsinu. Maðurinn situr í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju en Landsréttur féllst ekki á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir konunni. Tveir létust í brunanum.Í úrskurði Landsréttar frá því á þriðjudag, sem birtur var á vef réttarins í dag, kemur fram að lögreglan hafi fengið útkall klukkan 15:53. Þegar lögreglu bar að garði skömmu síðar var mikill eldur í húsinu og reykur. Konan var fyrir utan húsið ásamt húsráðanda og tjáðu þau lögreglu að tveir menn væru á efri hæð hússins. Konan og karlinn voru í annarlegu ástandi og undir miklum áhrifum áfengis auk lyfja og/eða fíkniefna. Karlinn tjáði lögreglu að eigin frumkvæði að hann hefði kveikt í húsinu og konan hafði það að orði sömuleiðis. Voru þau bæði handtekin og færð á lögreglustöð. Sökum ástands var frestað að taka skýrslu af fólkinu.Rannsókn lögreglu á vettvangi hófst ekki fyrr en morguninn eftir. Tvö lík fundust á efri hæðinni um hádegisbil.Vísir/JóiKKveikt í pítsukössum Konan tjáði lögreglu við yfirheyrslu daginn eftir að hún hefði komið að húsinu við Kirkjuveg um klukkan 15:30. Þar hefðu verið fyrir húsráðandi auk tveggja annarra. Hún segir húsráðanda, 53 ára karlmann, hafa verið að kveikja í pítsukössum á stofugólfinu á neðri hæð hússins þegar hana bar að garði. Hún hafi skammað karlinn og hellt bjór yfir kassana til að slökkva eldinn. Í framhaldinu hafi annar gestanna komið niður á neðri hæðina og átt í rifrildi við húsráðanda. Fór hann svo aftur upp á efri hæðina. Húsráðandi hafi brugðist þannig við að leggja eld með kveikjara að gardínum aftan við sófa í stofunni. Kvaðst konan hafa farið í svokallað „blackout“ eftir það og ekki muna eftir því hvað gerðist fyrr en hún var komin út úr húsinu. Þar hafi húsráðandi verið. Karlinn sagði við yfirheyrslu muna eftir því að hafa kveikt eld í pappakassa í stofu á neðri hæð hússins. Hann myndi atvikið óljóst en skyndilega hafi eldur verið kominn um allt.Konan huldi andlit sitt þegar hún var leidd fyrir dómara daginn eftir brunann.Vísir/JóiKEkki talin hætta á að konan gæti torvaldað rannsókn Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir báðum á þeim forsendum að um afar alvarleg brot væri að ræða sem næmi allt að sex ára fangelsi. Rannsókn væri á frumstigi og margt óljóst en þrátt fyrir það væri rökstuddur grunur um að konan hafi með saknæmum hætti átt þátt í eldsvoðanum sem varð tveimur að bana. Auk þess væri hætta á að konan gæti torveldað rannsókn málsins með því að koma undan sönnunargögnum og hafa áhrif á vitni gengi hún laus. Enn væri unnið að því að afla frekari vitna sem gætu varpað ljósi á atburðarásina. Auk þess væri mikil vinna framundan við rannsókn á vettvangi. Héraðsdómur Suðurlands féllst á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald. Landsréttur var ósammála og vísaði til þess að konan hefði verið í haldi frá brunanum en ekki verið yfirheyrð síðan daginn eftir. Ekki yrði ráðið af því sem fram hefði komið að konan gæti torveldað rannsókn málsins. Var hún því látin laus úr haldi. Húsráðandi er hins vegar í gæsluvarðhaldi og verður til 29. nóvember að óbreyttu samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Fréttastofu er ekki kunnugt um hvort úrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar.
Bruni á Kirkjuvegi Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira