Sannfærður um velgengni í Japan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. október 2018 07:30 „Ég stjórna nær aldrei flutningi á verkum sem mér líka ekki,“ segir Ashkenazy. Fréttablaðið/Ernir Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin ferðast til Asíu og verða haldnir tónleikar í öllum helstu borgum Japans, m.a. í Tókýó, Kyoto, Sapporo og Hamamatsu. Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan. Stjórnandi í ferðinni er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann segir æ meiri áhuga í Japan á Íslandi. Ashkenazy hefur ótal sinnum komið fram í Japan, sjálfur segist hann ekki hafa tölu á því. „Klassísk tónlist er ekki alls staðar í hávegum höfð en hefur sterkan sess í Japan,“ segir hann og hrósar japönskum áheyrendum.Dásamlegur Þorkell Á efnisskrá hljómsveitarinnar verða píanókonsertar nr. 2 eftir Rakhmanínov og Chopin, og sinfóníur nr. 2 eftir Sibelius og Rakhmanínov og Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörnsson. „Þar sem hljómsveitin kemur frá Íslandi fannst mér mikilvægt að flytja að minnsta kosti eitt verk eftir eitt dásamlegasta tónskáld sem Íslendingar hafa átt,“ segir Ashkenazy. Þegar blaðamaður spyr hvort hann haldi að japanskir áheyrendur muni hrífast af verki Þorkels segist hann vona það og bætir við: „Ef ég væri ekki hrifinn af þessu verki myndi ég ekki stjórna flutningi á því. Ég stjórna nær aldrei flutningi á verkum sem mér líka ekki.“ Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja hvaða verk honum líki ekki og fær svarið: „Ég get ekki svarað því núna, ég myndi þurfa að hugsa mig um í tíu mínútur.“ Hann segist trúa því að góð tónlist geti komist nálægt því að hafa lækningamátt. „Í hugum sumra er tónlist bara skemmtun og fyrir öðrum mikilvæg tilfinningaleg upplifun. Þetta fer eftir fólki en ég held að í sumum tilvikum komist hún nálægt því að hafa lækningamátt.“Snilldar píanóleikur Einleikari á tónleikunum í Japan er japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii (Nobu) sem er einn vinsælasti einleikari þar í landi. Hann er blindur. „Það eru nokkur dæmi um að blint fólk nái að þróa hæfileika sína þannig að það nær snilldartökum á hljóðfæraleik. Nobu er dæmi um það. Við höfum unnið saman áður og hann er kær vinur, ákaflega hlýr og greindur maður. Samvinna er aldrei auðveld en það er mun auðveldara að vinna með honum en mörgum öðrum sem ég gæti nefnt,“ segir Ashkenazy.Frábær hljómsveit Hann segir Sinfóníuhljómsveit Íslands vera frábæra. „Þegar ég kom fyrst til Íslands fyrir fjörutíu árum var þetta lítil hljómsveit með nánast enga reynslu af erlendu samstarfi. Ég naut þess samt mjög að starfa með hljómsveitinni og var snortinn vegna þess hversu vel allt þetta dásamlega fólk á Íslandi tók á móti mér. Mér fannst ég tilheyra Íslandi, konan mín er íslensk og við komum hingað til lands með reglulegu millibili. Svo kom að því að sinfónían var efld og þar lagði ríkisstjórnin sitt af mörkum. Nú er Sinfóníuhljómsveitin í háum gæðaflokki, eins og unnendur klassískrar tónlistar um allan heim vita. Hljómsveitin er mjög vel undirbúin fyrir þessa Japansferð og ég er alveg viss um að henni mun takast vel upp. Japanar vita ekki við hverju er að búast af sinfóníuhljómsveit frá Íslandi en ég er sannfærður um að þeir eiga eftir að verða stórhrifnir.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin ferðast til Asíu og verða haldnir tónleikar í öllum helstu borgum Japans, m.a. í Tókýó, Kyoto, Sapporo og Hamamatsu. Nær uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar í Japan. Stjórnandi í ferðinni er Vladimir Ashkenazy, aðalheiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann segir æ meiri áhuga í Japan á Íslandi. Ashkenazy hefur ótal sinnum komið fram í Japan, sjálfur segist hann ekki hafa tölu á því. „Klassísk tónlist er ekki alls staðar í hávegum höfð en hefur sterkan sess í Japan,“ segir hann og hrósar japönskum áheyrendum.Dásamlegur Þorkell Á efnisskrá hljómsveitarinnar verða píanókonsertar nr. 2 eftir Rakhmanínov og Chopin, og sinfóníur nr. 2 eftir Sibelius og Rakhmanínov og Jökulljóð eftir Þorkel Sigurbjörnsson. „Þar sem hljómsveitin kemur frá Íslandi fannst mér mikilvægt að flytja að minnsta kosti eitt verk eftir eitt dásamlegasta tónskáld sem Íslendingar hafa átt,“ segir Ashkenazy. Þegar blaðamaður spyr hvort hann haldi að japanskir áheyrendur muni hrífast af verki Þorkels segist hann vona það og bætir við: „Ef ég væri ekki hrifinn af þessu verki myndi ég ekki stjórna flutningi á því. Ég stjórna nær aldrei flutningi á verkum sem mér líka ekki.“ Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyrja hvaða verk honum líki ekki og fær svarið: „Ég get ekki svarað því núna, ég myndi þurfa að hugsa mig um í tíu mínútur.“ Hann segist trúa því að góð tónlist geti komist nálægt því að hafa lækningamátt. „Í hugum sumra er tónlist bara skemmtun og fyrir öðrum mikilvæg tilfinningaleg upplifun. Þetta fer eftir fólki en ég held að í sumum tilvikum komist hún nálægt því að hafa lækningamátt.“Snilldar píanóleikur Einleikari á tónleikunum í Japan er japanski píanistinn Nobuyuki Tsujii (Nobu) sem er einn vinsælasti einleikari þar í landi. Hann er blindur. „Það eru nokkur dæmi um að blint fólk nái að þróa hæfileika sína þannig að það nær snilldartökum á hljóðfæraleik. Nobu er dæmi um það. Við höfum unnið saman áður og hann er kær vinur, ákaflega hlýr og greindur maður. Samvinna er aldrei auðveld en það er mun auðveldara að vinna með honum en mörgum öðrum sem ég gæti nefnt,“ segir Ashkenazy.Frábær hljómsveit Hann segir Sinfóníuhljómsveit Íslands vera frábæra. „Þegar ég kom fyrst til Íslands fyrir fjörutíu árum var þetta lítil hljómsveit með nánast enga reynslu af erlendu samstarfi. Ég naut þess samt mjög að starfa með hljómsveitinni og var snortinn vegna þess hversu vel allt þetta dásamlega fólk á Íslandi tók á móti mér. Mér fannst ég tilheyra Íslandi, konan mín er íslensk og við komum hingað til lands með reglulegu millibili. Svo kom að því að sinfónían var efld og þar lagði ríkisstjórnin sitt af mörkum. Nú er Sinfóníuhljómsveitin í háum gæðaflokki, eins og unnendur klassískrar tónlistar um allan heim vita. Hljómsveitin er mjög vel undirbúin fyrir þessa Japansferð og ég er alveg viss um að henni mun takast vel upp. Japanar vita ekki við hverju er að búast af sinfóníuhljómsveit frá Íslandi en ég er sannfærður um að þeir eiga eftir að verða stórhrifnir.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið