Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2018 20:38 Jónas og hans menn hafa nú gert sér lítið fyrir og rekið væntanlegan frambjóðanda til stjórnar. Heiðveig María telst hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni á stjórn. „Af þessum sökum og með vísan til 10. greinar laga félagsins tilkynnist þér það hér með að þér er vikið úr Sjómannafélagi Íslands, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“ Svo segir í bréfi sem var sent Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, viðskiptalögfræðingi og sjómanni, og Vísir hefur undir höndum. Bréfið mun hafa borist Heiðveigu nú seinnipartinn í dag. Það er undirritað af Jónasi Garðarssyni formanni fyrir hönd Sjómannafélagsins. Og er þar vísað til fundar trúnaðarmannaráðs.Talin hafa valdið félaginu tjóni Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og jafnframt hefur hún gefið það út að hún ætli að gefa kost á sér í næsta stjórnarkjöri; að hún myndi leiða lista sem lagður verður fram á aðalfundi sem væntanlega verður haldinn í desember. Í bréfinu kemur fram að með bréfi fjögurra félagsmanna sem barst félaginu var þess krafist að stjórn félagsins eða trúnaðarmannaráð myndi víkja Heiðveigu Maríu úr félaginu. Er þar vísað í lagagreinar félagsins, númer 10. nánar tiltekið þar sem segir í b-lið: „Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.“ Vísir hefur greint frá óánægju stjórnar með gagnrýni Heiðveigar Maríu, sem hún reyndar hefur vísað á bug. Hún hefur jafnframt sagt að stjórnin vilji losna við sig með klækjum og fantaskap. Ljóst er að margir í forystu Sjómannafélagsins vilja kenna Heiðveigu um það að samningaviðræður við önnur félög sjómanna sigldu í strand, en þá var gefið út að þeir þyrftu að taka til heima hjá sér áður en hægt væri að fara lengra með viðræðurnar. Mikill meirihluti í trúnaðarráði vildi reka Heiðveigu Í c-lið kemur svo fram að félagsmanni sem vikið hefur verið úr félaginu, hann eigi ekki afturkvæmt í félagið nema inntökubeiðni sé samþykkt á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins þar sem þetta var ákveðið og haldinn var 24. október, var tillagan um að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu samþykkt með atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Af þessum sökum og með vísan til 10. greinar laga félagsins tilkynnist þér það hér með að þér er vikið úr Sjómannafélagi Íslands, með öllum þeim réttindum og skyldum sem því fylgir.“ Svo segir í bréfi sem var sent Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, viðskiptalögfræðingi og sjómanni, og Vísir hefur undir höndum. Bréfið mun hafa borist Heiðveigu nú seinnipartinn í dag. Það er undirritað af Jónasi Garðarssyni formanni fyrir hönd Sjómannafélagsins. Og er þar vísað til fundar trúnaðarmannaráðs.Talin hafa valdið félaginu tjóni Heiðveig María hefur gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og jafnframt hefur hún gefið það út að hún ætli að gefa kost á sér í næsta stjórnarkjöri; að hún myndi leiða lista sem lagður verður fram á aðalfundi sem væntanlega verður haldinn í desember. Í bréfinu kemur fram að með bréfi fjögurra félagsmanna sem barst félaginu var þess krafist að stjórn félagsins eða trúnaðarmannaráð myndi víkja Heiðveigu Maríu úr félaginu. Er þar vísað í lagagreinar félagsins, númer 10. nánar tiltekið þar sem segir í b-lið: „Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Þetta á einnig við um þá sem ekki hlíta lögum þess eftir gefna áminningu.“ Vísir hefur greint frá óánægju stjórnar með gagnrýni Heiðveigar Maríu, sem hún reyndar hefur vísað á bug. Hún hefur jafnframt sagt að stjórnin vilji losna við sig með klækjum og fantaskap. Ljóst er að margir í forystu Sjómannafélagsins vilja kenna Heiðveigu um það að samningaviðræður við önnur félög sjómanna sigldu í strand, en þá var gefið út að þeir þyrftu að taka til heima hjá sér áður en hægt væri að fara lengra með viðræðurnar. Mikill meirihluti í trúnaðarráði vildi reka Heiðveigu Í c-lið kemur svo fram að félagsmanni sem vikið hefur verið úr félaginu, hann eigi ekki afturkvæmt í félagið nema inntökubeiðni sé samþykkt á lögmætum trúnaðarmannaráðsfundi. Á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins þar sem þetta var ákveðið og haldinn var 24. október, var tillagan um að vísa Heiðveigu Maríu úr félaginu samþykkt með atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18 Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09 Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Draga sig úr sameiningarviðræðum vegna alvarlegra ásakana Telja ásakanirnar svo alvarlegar að við þeim verði að bregðast. 17. október 2018 21:18
Segir stjórn Sjómannafélagsins vilja losna við sig með klækjum og fantaskap Heiðveig María segir stjórn SÍ hafa breytt lögum sem komi í veg fyrir framboð hennar. 11. október 2018 18:48
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Stjórn Sjómannafélagsins sakar Heiðveigu Maríu um ærumeiðingar Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar í yfirlýsingu að hafa fengið að sitja undir ýmsum ásökunum af hálfu Heiðveigar Maríu. 17. október 2018 16:09
Segir forystu Sjómannafélagsins samansúrraða Heiðveig María Einarsdóttir ætlar að fara gegn sitjandi forystu í Sjómannafélagi Íslands. 2. október 2018 14:19
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent