Könnun MMR: Leigjendum fækkar en fjölgar í foreldrahúsum Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2018 10:55 Unga fólkið streymir heim til mömmu og pabba, samkvæmt könnun MMR. VÍSIR/Egill Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 4 prósent síðastliðna 12 mánuði samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var 3.-9. október. Kváðust 14 prósent svarenda búa í leiguhúsnæði, samanborið við 18 prósent árið 2017. Aftur á móti fjölgaði þeim milli ára sem bjuggu í foreldrahúsum og voru nú 13 prósent, samanborið við 10 prósent árið áður. Þá kváðust nú 72 prósent búa í eigin húsnæði en það er tæplega tveggja prósenta aukning frá síðustu mælingu. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að samhliða því sem leigjendum hefur fækkað hafa á undanförnum misserum borist fréttir af kólnun í hagkerfinu og hægari hreyfingum á fasteignamarkaði. Þetta virðist hafa þau áhrif að leigjendur upplifi eftirstandandi leigusamninga sem tryggari. Að minnsta kosti mældist töluverð fjölgun í hópi þeirra sem töldu sig búa við mjög öruggan leigusamning frá því árinu áður, eða aukning um heil 18 prósentustig. Kváðust 48% búa í mjög öruggu leiguhúsnæði nú, samanborið við 30% árið áður. Á sama tíma fækkaði þeim um 14 prósentustig sem kváðust búa í frekar öruggu húsnæði - úr 51% í 37%.Leigjendur sagðir upplifa meira öryggi Af þeim sem sögðust búa í leiguhúsnæði töldu 85% húsnæðið sem þau bjuggu í vera öruggt, sem er svipað hlutfall og í september 2013 þegar hlutfall þeirra sem töldu húsnæði sitt vera öruggt mældist 86%. Hlutfall þeirra sem töldu líklegt að þeir myndu missa húsnæði sitt mældist 15%, þar af 8% sem töldu það mjög líklegt og 7% sem töldu frekar líklegt að þeir misstu húsnæðið. Svarendur á aldrinum 18 - 29 ára reyndust líklegri en aðrir til að búa í leiguhúsnæði. Kváðust 30% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í leiguhúsnæði, samanborið við 3% þeirra 68 ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra á aldrinum 18-29 ára sem býr í leiguhúsnæði minnkað um 13 prósentustig frá árinu 2016, þegar 43% svarenda aldurshópsins kváðust búa í leiguhúsnæði. Jafnframt kváðust nú 45% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í foreldrahúsum, samanborið við 37% í fyrra og 29% árið 2016.Fleiri í foreldrahúsum Hlutfall þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði fór hækkandi í takt við hækkandi laun. Kváðust 82% þeirra með heimilistekjur yfir milljón á mánuði búa í eigin húsnæði, samanborið við 40% þeirra með heimilistekjur undir 250 þúsund krónum. Þegar litið var til stuðnings við stjórnmálaflokka kom í ljós að stuðningsfólk Flokks fólksins og Pírata var líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að búa í leiguhúsnæði, eða 39% stuðningsfólks Flokks fólksins og 23% Pírata. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Þeim Íslendingum sem búa í leiguhúsnæði hefur fækkað um 4 prósent síðastliðna 12 mánuði samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var 3.-9. október. Kváðust 14 prósent svarenda búa í leiguhúsnæði, samanborið við 18 prósent árið 2017. Aftur á móti fjölgaði þeim milli ára sem bjuggu í foreldrahúsum og voru nú 13 prósent, samanborið við 10 prósent árið áður. Þá kváðust nú 72 prósent búa í eigin húsnæði en það er tæplega tveggja prósenta aukning frá síðustu mælingu. Í fréttatilkynningu frá MMR segir að samhliða því sem leigjendum hefur fækkað hafa á undanförnum misserum borist fréttir af kólnun í hagkerfinu og hægari hreyfingum á fasteignamarkaði. Þetta virðist hafa þau áhrif að leigjendur upplifi eftirstandandi leigusamninga sem tryggari. Að minnsta kosti mældist töluverð fjölgun í hópi þeirra sem töldu sig búa við mjög öruggan leigusamning frá því árinu áður, eða aukning um heil 18 prósentustig. Kváðust 48% búa í mjög öruggu leiguhúsnæði nú, samanborið við 30% árið áður. Á sama tíma fækkaði þeim um 14 prósentustig sem kváðust búa í frekar öruggu húsnæði - úr 51% í 37%.Leigjendur sagðir upplifa meira öryggi Af þeim sem sögðust búa í leiguhúsnæði töldu 85% húsnæðið sem þau bjuggu í vera öruggt, sem er svipað hlutfall og í september 2013 þegar hlutfall þeirra sem töldu húsnæði sitt vera öruggt mældist 86%. Hlutfall þeirra sem töldu líklegt að þeir myndu missa húsnæði sitt mældist 15%, þar af 8% sem töldu það mjög líklegt og 7% sem töldu frekar líklegt að þeir misstu húsnæðið. Svarendur á aldrinum 18 - 29 ára reyndust líklegri en aðrir til að búa í leiguhúsnæði. Kváðust 30% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í leiguhúsnæði, samanborið við 3% þeirra 68 ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra á aldrinum 18-29 ára sem býr í leiguhúsnæði minnkað um 13 prósentustig frá árinu 2016, þegar 43% svarenda aldurshópsins kváðust búa í leiguhúsnæði. Jafnframt kváðust nú 45% þeirra á aldrinum 18 - 29 ára búa í foreldrahúsum, samanborið við 37% í fyrra og 29% árið 2016.Fleiri í foreldrahúsum Hlutfall þeirra sem bjuggu í eigin húsnæði fór hækkandi í takt við hækkandi laun. Kváðust 82% þeirra með heimilistekjur yfir milljón á mánuði búa í eigin húsnæði, samanborið við 40% þeirra með heimilistekjur undir 250 þúsund krónum. Þegar litið var til stuðnings við stjórnmálaflokka kom í ljós að stuðningsfólk Flokks fólksins og Pírata var líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að búa í leiguhúsnæði, eða 39% stuðningsfólks Flokks fólksins og 23% Pírata.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira