Nýliðarnir á toppnum, Danielle hetjan gegn Val og framlengt í Hafnarfirði Anton Ingi Leifsson skrifar 31. október 2018 21:01 KR-ingar eru að gera gott mót. fréttablaðið/sigtryggur ari Nýliðar KR í Dominos-deild kvenna halda áfram frábæru gengi sínu en liðið vann sigur á Skallagrím, 65-63, í spennutrylli í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði leikinn vel en gestirnir úr Borgarnesi komu sterkar inn í annan leikinn og staðan var 31-30, gestunum í vil, í hálfleik. Heimastúlkur komu öflugar inn í þriðja leikhlutann og þar náðu þær forskoti sem þær létu aldrei af hendi þrátt fyrir mikla dramatík síðustu sekúndurnar. Orla O'Reilly skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar hjá KR. Næst kom Kiana Johnson með þrettán stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Shequila Joseph stigahæst með 23 en einnig tók hún fimmtán fráköst. Maja Michalska bætti við sautján stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum. KR er á toppi deildarinnar með tíu stig í fyrstu sex leikjunum. Nýliðarnir að gera frábæra hluti en Skallagrímur er í sjöunda sætinu með fjögur stig.Danielle var hetjan á Hlíðarenda.vísir/ernirÞað var einnig mikil spenna í Origo-höllinni þar sem Stjarnan vann afar sterkan útisigur gegn silfurliði síðasta tímabils, 68-67. Valur byrjaði leikinn betur en Stjarnan átti frábæran leikhluta og fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot, 28-31. Áfram var jafnræði með liðunum og er mínúta var eftir af leiknum leiddi Valur með einu stigi, 67-66. Sigurkörfuna skoraði Danielle Rodriguez með sniðskoti er nítján sekúndur voru eftir. Valsstúlkur fengu tvö vítaskot en bæði fóru í súginn. Hetjan Rodriguez skoraði 23 stig auk þess að taka tólf fráköst og gefa þrettán stoðsendingar. Næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með sautján stig en Stjarnan er með átta stig í öðru sætinu. Berþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst Vals með átján stig og næst kom Hallveig Jónsdóttir með fjórtán en Valur er með fjögur stig í sjötta sætinu.Kristen átti frábæran leik í kvöld.vísir/ernirSnæfell er á toppnum ásamt KR eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 83-83 en lokatölur 90-85. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn. Í hálfleik var staðan 41-38 en gestirnir úr Stykkishólmi voru stigi yfir er tæp mínúta var eftir af leiknum. LeLe Hardy stal boltanum er tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum og brotið var á henni. Hún gat því tryggt Haukum sigurinn með að hitta báðum en klúðraði öðru. Staðan því 83-83 og þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir sterkari en heimastúlkur í Haukum skoruðu einungis tvö stig á fimm mínútunum í framlengingunni. Lokatölur 90-85. LeLe Hardy (32 stig og 20 fráköst) og Þóra Kristín Jónsdóttir (26 stig og átta stoðsendingar) báru upp lið Hauka og rúmlega það. Haukar í fimmta sætinu með fjögur stig. Snæfell er ásamt KR á toppi deildarinnar en Kristen McCarthy gerði sér lítið fyrir og skoraði 36 stig, tók átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Angelika Kowalska gerði 18 stig. Dominos-deild kvenna Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Nýliðar KR í Dominos-deild kvenna halda áfram frábæru gengi sínu en liðið vann sigur á Skallagrím, 65-63, í spennutrylli í DHL-höllinni í kvöld. KR byrjaði leikinn vel en gestirnir úr Borgarnesi komu sterkar inn í annan leikinn og staðan var 31-30, gestunum í vil, í hálfleik. Heimastúlkur komu öflugar inn í þriðja leikhlutann og þar náðu þær forskoti sem þær létu aldrei af hendi þrátt fyrir mikla dramatík síðustu sekúndurnar. Orla O'Reilly skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar hjá KR. Næst kom Kiana Johnson með þrettán stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Shequila Joseph stigahæst með 23 en einnig tók hún fimmtán fráköst. Maja Michalska bætti við sautján stigum, níu fráköstum og fimm stoðsendingum. KR er á toppi deildarinnar með tíu stig í fyrstu sex leikjunum. Nýliðarnir að gera frábæra hluti en Skallagrímur er í sjöunda sætinu með fjögur stig.Danielle var hetjan á Hlíðarenda.vísir/ernirÞað var einnig mikil spenna í Origo-höllinni þar sem Stjarnan vann afar sterkan útisigur gegn silfurliði síðasta tímabils, 68-67. Valur byrjaði leikinn betur en Stjarnan átti frábæran leikhluta og fór inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot, 28-31. Áfram var jafnræði með liðunum og er mínúta var eftir af leiknum leiddi Valur með einu stigi, 67-66. Sigurkörfuna skoraði Danielle Rodriguez með sniðskoti er nítján sekúndur voru eftir. Valsstúlkur fengu tvö vítaskot en bæði fóru í súginn. Hetjan Rodriguez skoraði 23 stig auk þess að taka tólf fráköst og gefa þrettán stoðsendingar. Næst kom Bríet Sif Hinriksdóttir með sautján stig en Stjarnan er með átta stig í öðru sætinu. Berþóra Holton Tómasdóttir var stigahæst Vals með átján stig og næst kom Hallveig Jónsdóttir með fjórtán en Valur er með fjögur stig í sjötta sætinu.Kristen átti frábæran leik í kvöld.vísir/ernirSnæfell er á toppnum ásamt KR eftir sigur á Haukum í framlengdum leik í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 83-83 en lokatölur 90-85. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn. Í hálfleik var staðan 41-38 en gestirnir úr Stykkishólmi voru stigi yfir er tæp mínúta var eftir af leiknum. LeLe Hardy stal boltanum er tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum og brotið var á henni. Hún gat því tryggt Haukum sigurinn með að hitta báðum en klúðraði öðru. Staðan því 83-83 og þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir sterkari en heimastúlkur í Haukum skoruðu einungis tvö stig á fimm mínútunum í framlengingunni. Lokatölur 90-85. LeLe Hardy (32 stig og 20 fráköst) og Þóra Kristín Jónsdóttir (26 stig og átta stoðsendingar) báru upp lið Hauka og rúmlega það. Haukar í fimmta sætinu með fjögur stig. Snæfell er ásamt KR á toppi deildarinnar en Kristen McCarthy gerði sér lítið fyrir og skoraði 36 stig, tók átján fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Angelika Kowalska gerði 18 stig.
Dominos-deild kvenna Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira