Veiðigjöld fækki störfum í Bolungarvík Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2018 08:00 Veiðigjöld hafa sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu meiga stunda krókaveiðar, segir bæjarstjórni á Bolungarvík. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir yfir áhyggjum af áhrifum veiðigjalda á útgerðir í landsfjórðungnum og telur margar litlar og meðalstórar útgerðir í verulegum vandræðum nú þegar. Áhrif aukinna veiðigjalda munu leiða til fækkunar starfa, minni veltu og samdráttar atvinnulífs á svæðinu að hennar mati. „Á síðasta ári greiddu bolvískar útgerðir yfir 300 milljónir króna í veiðigjöld og þrefölduðust þau frá fyrra ári. Þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu mega stunda krókaveiðar, en rekstrargrundvöllur þeirra er annar en útgerða sem stunda til að mynda togveiðar,“ segir í umsögn Bolungarvíkur um nýtt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld. Bæjarstjórn Bolungarvíkur óttast að tugir starfa muni tapast í Bolungarvík á næstu misserum og skorar bæjarstjórn á yfirvöld að veiðigjöld endurspegli afkomu í greininni og tryggi að gjöld leiði ekki til samþjöppunar. Einnig að horft verði sérstaklega til minni og meðalstórra útgerða. Afkoma félaga í botnfiskútgerð og vinnslu á Norðurlandi vestra versnar hlutfallslega meira en á landinu öllu. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte um sjávarútveg í Norðvesturkjördæmi sem gerð var fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Afkoman versnar bæði í útgerð og vinnslu. „Tekjur í sjávarútvegi í Norðvesturkjördæmi drógust saman um 19 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kostnaður lækkaði jafnframt nokkuð en hlutfallsleg EBITDA lækkun var þó umtalsverð, eða 38 prósent. Samanlögð EBITDA þeirra 40 félaga sem skoðuð voru nam 4,6 milljörðum árið 2017,“ segir í skýrslu Deloitte. Á því tímabili sem var til skoðunar þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hefur hækkað töluvert. Birtist í Fréttablaðinu Bolungarvík Sjávarútvegur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir yfir áhyggjum af áhrifum veiðigjalda á útgerðir í landsfjórðungnum og telur margar litlar og meðalstórar útgerðir í verulegum vandræðum nú þegar. Áhrif aukinna veiðigjalda munu leiða til fækkunar starfa, minni veltu og samdráttar atvinnulífs á svæðinu að hennar mati. „Á síðasta ári greiddu bolvískar útgerðir yfir 300 milljónir króna í veiðigjöld og þrefölduðust þau frá fyrra ári. Þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu mega stunda krókaveiðar, en rekstrargrundvöllur þeirra er annar en útgerða sem stunda til að mynda togveiðar,“ segir í umsögn Bolungarvíkur um nýtt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld. Bæjarstjórn Bolungarvíkur óttast að tugir starfa muni tapast í Bolungarvík á næstu misserum og skorar bæjarstjórn á yfirvöld að veiðigjöld endurspegli afkomu í greininni og tryggi að gjöld leiði ekki til samþjöppunar. Einnig að horft verði sérstaklega til minni og meðalstórra útgerða. Afkoma félaga í botnfiskútgerð og vinnslu á Norðurlandi vestra versnar hlutfallslega meira en á landinu öllu. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte um sjávarútveg í Norðvesturkjördæmi sem gerð var fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Afkoman versnar bæði í útgerð og vinnslu. „Tekjur í sjávarútvegi í Norðvesturkjördæmi drógust saman um 19 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kostnaður lækkaði jafnframt nokkuð en hlutfallsleg EBITDA lækkun var þó umtalsverð, eða 38 prósent. Samanlögð EBITDA þeirra 40 félaga sem skoðuð voru nam 4,6 milljörðum árið 2017,“ segir í skýrslu Deloitte. Á því tímabili sem var til skoðunar þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hefur hækkað töluvert.
Birtist í Fréttablaðinu Bolungarvík Sjávarútvegur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira