Messi lenti illa og virkaði sárþjáður. Barcelona hefur nú staðfest að hann hafi brotið bein í hægri handlegg og segir í tilkynningu frá félaginu að hann verði fjarri góðu gamni næstu þrjár vikurnar.
Það þýðir að Messi mun missa af næstu sex leikjum Barcelona. Þar af er risaleikur um næstu helgi þegar Barcelona fær Real Madrid í heimsókn. Messi mun sömuleiðis missa af báðum leikjunum gegn Inter Milan í Meistaradeild Evrópu.
Barcelona vann leikinn 4-2 og er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
[INJURY NEWS] Tests carried out on the first team player Leo Messi have confirmed that he has a fracture of the radial bone in his right arm. He will be out for approximately three weeks. #FuerzaLeo pic.twitter.com/kpNcspnfqo
— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 20, 2018