Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2018 09:00 Vilborg Arna Gissurardóttir er eitt andlitanna í auglýsingunni. Íslandsstofa kynnir herferðina „Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland að því er segir í tilkynningu. Níu Íslendingar koma fram í myndböndum og veita innsýn í íslenskt samfélag í gegnum sín störf og áhugamál t.d. Eliza Reid, forsetafrú og Vilborg Arna Gissurardóttir, göngugarpur og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur. „Ísland frá A til Ö“ kallast ný herferð Íslandsstofu sem framleidd er undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin nýtir íslenska stafrófið sem leiðarvísi til að kynna land og þjóð. Leiðarvísirinn skiptist í þrennt: „journey“ sem kynnir Ísland sem áfangastað, „taste“ sem kynnir íslenskan mat og drykk, og „living“ sem kynnir íslenskt atvinnulíf og samfélag.Samhliða stafrófunum voru gerð níu myndbönd þar Íslendingar með mismunandi bakgrunn gefa innsýn í íslenskt atvinnulíf og samfélag gegnum sín störf og áhugamál. Eliza Reid, forsetafrú, talar um jafnrétti á Íslandi og af hverju Íslendingar mælast iðulega hátt á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims, göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir gefur ráð um hvernig á að ferðast á ábyrgan hátt um íslenska náttúru, Ólafur Örn Ólafsson, matgæðingur, segir frá drykkjar- og matarmenningu á Íslandi og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur, útskýrir norðurljósin. Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, útskýrir hvernig jarðvarmaorka er nýtt á Íslandi, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, verkfræðingur, fjallar um nýsköpun og upplýsingatækni, Georg Halldórsson, matreiðslumaður og kokkalandsliðsmaður, talar um íslenskt gæðahráefni, Svanur Gísli Þorkelsson, leiðsögumaður og aukaleikari í Game of Thrones, gefur ráð um ferðalög á Íslandi og Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland, talar um ábyrgar fiskveiðar.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.„Það er ánægjulegt að sjá fyrirtæki frá ólíkum sviðum atvinnulífsins vera í samstarfi til að kynna Ísland erlendis undir sameiginlegum hatti. Við byggjum á góðri reynslu frá því við byrjuðum Team Iceland herferðina fyrr á árinu og nýtum slagkraftinn af því til markvissrar markaðssóknar,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. „Ísland frá A til Ö“ herferðin kemur í kjölfarið á „Team Iceland“ herferðinni fyrr á árinu sem sneri að þeirri miklu athygli sem fylgdi þátttöku Íslands á HM karla í knattspyrnu í Rússlandi í júní. Þá var ákveðið að ráðast í sameiginlegt markaðsverkefni fyrir íslenskar útflutningsgreinar og nýta til þess vörumerkið Inspired by Iceland. Þetta samstarf ólíkra greina heldur áfram í herferðinni „Ísland frá A til Ö“ sem fyrst var notað 2017 þegar áhersla var lögð á að kynna fjölbreytileika og aðdráttarafl mismunandi landshluta Íslands. Núna er kastljósinu beint að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti,“ segir Inga Hlín. Markaðsherferðin sé unnin fyrir íslenskt atvinnulíf með það markmið að auka vitund um Ísland í þágu útflutningsgreina og fjárfestinga og sé verkefnið unnið í samstarfi stjórnvalda og fyrirtækja. „Helstu samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Icelandair, Bláa lónið, Landsvirkjun, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins sem eru fulltrúar fjölmargra fyrirtækja. Íslandsstofa heldur utan um framkvæmd markaðsverkefnisins sem er unnið undir merkjum Inspired by Iceland.“ Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að heildarfjármagn Ísland - allt árið verkefnið (Inspired by Iceland) skiptist í tvær herferðir. #TeamIceland annars vegar og A-Ö herferðina hins vegar. „Báðar herferðir eru viðamiklar og fela í sér markaðsstarf á erlendum mörkuðum t.d. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, vef- og samfélagmiðla, auglýsingar, efnisgerð, fréttabréf, viðburði erlendis og fleira. Verkefnið er samstarfsverkefni en helstu aðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Icelandair, Bláa lónið, Landsvirkjun, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins sem eru fulltrúar fjölmargra fyrirtækja. Verkefnið er króna á móti krónu verkefni sem þýðir að 150 mkr. koma frá stjórnvöldum og 150 mkr. frá fyrirtækjunum sem hér eru nefnd. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili verkefnisins og er verkefnið unnið undir merkjum Inspired by Iceland,“ segir Sigríður Dögg. „Þeim sérfræðingum sem eru ekki tengdir hinu opinbera eða fyrirtækjum sem eru þátttakendur í Ísland - allt árið verkefninu var greitt fyrir tímann sem þau tóku í verkefnið, hinir fengu ekki sérstaklega greitt. Það voru fjórir af sérfræðingunum sem féllu í þann flokk.“ Ferðamennska á Íslandi Vilborg Arna Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Íslandsstofa kynnir herferðina „Ísland frá A til Ö“ þar sem íslenska tungumálið er nýtt til að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti. Herferðin er undir merkjum Inspired by Iceland að því er segir í tilkynningu. Níu Íslendingar koma fram í myndböndum og veita innsýn í íslenskt samfélag í gegnum sín störf og áhugamál t.d. Eliza Reid, forsetafrú og Vilborg Arna Gissurardóttir, göngugarpur og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur. „Ísland frá A til Ö“ kallast ný herferð Íslandsstofu sem framleidd er undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin nýtir íslenska stafrófið sem leiðarvísi til að kynna land og þjóð. Leiðarvísirinn skiptist í þrennt: „journey“ sem kynnir Ísland sem áfangastað, „taste“ sem kynnir íslenskan mat og drykk, og „living“ sem kynnir íslenskt atvinnulíf og samfélag.Samhliða stafrófunum voru gerð níu myndbönd þar Íslendingar með mismunandi bakgrunn gefa innsýn í íslenskt atvinnulíf og samfélag gegnum sín störf og áhugamál. Eliza Reid, forsetafrú, talar um jafnrétti á Íslandi og af hverju Íslendingar mælast iðulega hátt á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims, göngugarpurinn Vilborg Arna Gissurardóttir gefur ráð um hvernig á að ferðast á ábyrgan hátt um íslenska náttúru, Ólafur Örn Ólafsson, matgæðingur, segir frá drykkjar- og matarmenningu á Íslandi og Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðingur, útskýrir norðurljósin. Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, útskýrir hvernig jarðvarmaorka er nýtt á Íslandi, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, verkfræðingur, fjallar um nýsköpun og upplýsingatækni, Georg Halldórsson, matreiðslumaður og kokkalandsliðsmaður, talar um íslenskt gæðahráefni, Svanur Gísli Þorkelsson, leiðsögumaður og aukaleikari í Game of Thrones, gefur ráð um ferðalög á Íslandi og Erla Ósk Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Codland, talar um ábyrgar fiskveiðar.Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu.„Það er ánægjulegt að sjá fyrirtæki frá ólíkum sviðum atvinnulífsins vera í samstarfi til að kynna Ísland erlendis undir sameiginlegum hatti. Við byggjum á góðri reynslu frá því við byrjuðum Team Iceland herferðina fyrr á árinu og nýtum slagkraftinn af því til markvissrar markaðssóknar,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu. „Ísland frá A til Ö“ herferðin kemur í kjölfarið á „Team Iceland“ herferðinni fyrr á árinu sem sneri að þeirri miklu athygli sem fylgdi þátttöku Íslands á HM karla í knattspyrnu í Rússlandi í júní. Þá var ákveðið að ráðast í sameiginlegt markaðsverkefni fyrir íslenskar útflutningsgreinar og nýta til þess vörumerkið Inspired by Iceland. Þetta samstarf ólíkra greina heldur áfram í herferðinni „Ísland frá A til Ö“ sem fyrst var notað 2017 þegar áhersla var lögð á að kynna fjölbreytileika og aðdráttarafl mismunandi landshluta Íslands. Núna er kastljósinu beint að því að auka vitund um Ísland sem góðan stað til að heimsækja, sem upprunaland gæða í matvælum, vörum og framleiðslu og tilvalinn stað fyrir fjárfestingar og viðskipti,“ segir Inga Hlín. Markaðsherferðin sé unnin fyrir íslenskt atvinnulíf með það markmið að auka vitund um Ísland í þágu útflutningsgreina og fjárfestinga og sé verkefnið unnið í samstarfi stjórnvalda og fyrirtækja. „Helstu samstarfsaðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Icelandair, Bláa lónið, Landsvirkjun, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins sem eru fulltrúar fjölmargra fyrirtækja. Íslandsstofa heldur utan um framkvæmd markaðsverkefnisins sem er unnið undir merkjum Inspired by Iceland.“ Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að heildarfjármagn Ísland - allt árið verkefnið (Inspired by Iceland) skiptist í tvær herferðir. #TeamIceland annars vegar og A-Ö herferðina hins vegar. „Báðar herferðir eru viðamiklar og fela í sér markaðsstarf á erlendum mörkuðum t.d. almannatengsl, fjölmiðlaferðir, vef- og samfélagmiðla, auglýsingar, efnisgerð, fréttabréf, viðburði erlendis og fleira. Verkefnið er samstarfsverkefni en helstu aðilar eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Icelandair, Bláa lónið, Landsvirkjun, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök iðnaðarins sem eru fulltrúar fjölmargra fyrirtækja. Verkefnið er króna á móti krónu verkefni sem þýðir að 150 mkr. koma frá stjórnvöldum og 150 mkr. frá fyrirtækjunum sem hér eru nefnd. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili verkefnisins og er verkefnið unnið undir merkjum Inspired by Iceland,“ segir Sigríður Dögg. „Þeim sérfræðingum sem eru ekki tengdir hinu opinbera eða fyrirtækjum sem eru þátttakendur í Ísland - allt árið verkefninu var greitt fyrir tímann sem þau tóku í verkefnið, hinir fengu ekki sérstaklega greitt. Það voru fjórir af sérfræðingunum sem féllu í þann flokk.“
Ferðamennska á Íslandi Vilborg Arna Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent