Áfallahjálp eftir ógleði og grát í flugi Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2018 11:16 Fjórir farþegar þáðu áfallahjálp við komuna til Íslands. Vísir/Vilhelm Mikil ókyrrð var í flugi Icelandair frá Billund til Keflavíkur síðdegis í gær. Svo mikil að farþegar töldu sumir að þeir væru að upplifa sitt síðasta. Fjölmargir nýttu sér ælupoka og heyrðist bæði grátur og öskur þegar ókyrrðin var sem mest. Ókyrrðin stóð yfir í um klukkustund og hófst skömmu eftir flugtak. Farþegi sem Vísir ræddi við og vill ekki koma fram undir nafni segist hafa velt því fyrir sér með ferðafélögum sínum hvort þetta yrði hans síðasta stund. Áfallateymi var í Keflavík þegar vélinni var lent þar. Útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum að vélin hefði ekki náð í nógu mikla hæð til að komast upp fyrir vonda veðrið. Annar farþegi, sem glímir við mikla flughræðslu og tekur róandi lyf fyrir flug, segir flugstjóranum og áhöfn að þakka að fólk hafi ekki farið verr út úr ferðalaginu en raun bar. Flugstjórinn hafi verið yndislegur, róað fólkið niður með því að árétta ítrekað að þótt flugið virkaði ógnvekjandi þá hefðu þeir fulla stjórn á vélinni. Eftir rúma klukkustund náði flugvélin réttri hæð og ókyrrðin minnkaði. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við Vísi að mikil ókyrrð hafi verið á leiðinni til Íslands. „Það skapar auðvitað vanlíðan og ótta,“ segir Guðjón. Áfallateymi var tilbúið í Keflavík þegar vélin lenti þar um klukkan 15:50. Óskað var eftir aðstoð fyrir fjóra farþega sem voru í áfalli eftir flugið.Uppfært klukkan 14:27 með myndbandinu að neðan og upplýsingum frá öðrum farþega vélarinnar. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira
Mikil ókyrrð var í flugi Icelandair frá Billund til Keflavíkur síðdegis í gær. Svo mikil að farþegar töldu sumir að þeir væru að upplifa sitt síðasta. Fjölmargir nýttu sér ælupoka og heyrðist bæði grátur og öskur þegar ókyrrðin var sem mest. Ókyrrðin stóð yfir í um klukkustund og hófst skömmu eftir flugtak. Farþegi sem Vísir ræddi við og vill ekki koma fram undir nafni segist hafa velt því fyrir sér með ferðafélögum sínum hvort þetta yrði hans síðasta stund. Áfallateymi var í Keflavík þegar vélinni var lent þar. Útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum að vélin hefði ekki náð í nógu mikla hæð til að komast upp fyrir vonda veðrið. Annar farþegi, sem glímir við mikla flughræðslu og tekur róandi lyf fyrir flug, segir flugstjóranum og áhöfn að þakka að fólk hafi ekki farið verr út úr ferðalaginu en raun bar. Flugstjórinn hafi verið yndislegur, róað fólkið niður með því að árétta ítrekað að þótt flugið virkaði ógnvekjandi þá hefðu þeir fulla stjórn á vélinni. Eftir rúma klukkustund náði flugvélin réttri hæð og ókyrrðin minnkaði. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við Vísi að mikil ókyrrð hafi verið á leiðinni til Íslands. „Það skapar auðvitað vanlíðan og ótta,“ segir Guðjón. Áfallateymi var tilbúið í Keflavík þegar vélin lenti þar um klukkan 15:50. Óskað var eftir aðstoð fyrir fjóra farþega sem voru í áfalli eftir flugið.Uppfært klukkan 14:27 með myndbandinu að neðan og upplýsingum frá öðrum farþega vélarinnar.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Sjá meira