„Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 23. október 2018 15:38 Fullveldi og þjóðernishyggja verða tekin til skoðunar á listahátíðinni Cycle í ár. Aðsend mynd Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða og fjallar hún „á ögrandi hátt um fullveldi Íslands í samhengi við nýlendusöguna, sjálfsmyndir Íslendinga og fjölbreytni menningar á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Samhliða sýning verður haldin í Gerðarsafni í Kópavogi sem stendur yfir til 6. janúar á næsta ári. Fjölmargir tónleikar, gjörningar og aðrir viðburðir munu á sama tíma fara fram í Salnum, Mengi og IÐNÓ. Hátíðin teygir einnig anga sína til almenningsrýma á höfuðborgarsvæðinu.Dagskrána í heild sinni má sjá hér.Julius Von Bismarck var umtalaður á Íslandi sumarið 2013.Getty/VenturelliMeðal þeirra sem taka þátt eru listamennirnir Julius von Bismarck og Julian Charriere, en Julius sætti á sínum tíma mikilli gagnrýni fyrir skemmdarverk á íslenskri náttúru, var úthrópaður „náttúruníðingur“ og lögsóttur af íslenska ríkinu. En Julius neitaði sök í málinu.Listaverk þeirra verða sýnd á samsýningunni í Gerðarsafni ásamt hatursfullum bréfaskrifum Íslendinga sem listamennirnir fengu send í kjölfar fjölmiðlaumræðunnar. Einnig mun Anna Rún Tryggvadóttir vera með útilistaverk á Þingvöllum sem nefnist Hringvellir og Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpar útiskúlptúrinn Hafpulsan við Reykjavíkurtjörn. Um er að ræða skírskotun Litlu Hafmeyjuna í Kaupmannahöfn sem „í verki Steinunnar hefur breyst í danska pulsu.“ Á tónleikum á föstudagskvöldið munu koma fram grænlenski plötusnúðurinn Uyaraqk, samíski rapparinn Elle-Maaret Valle, hin dansk-karabíska Jeannette Ehlers, danski fjöllistamaðurinn Adam Christensen ásamt hinni íslensku Countess Malaise og DJ Sakana. Menning Myndlist Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Bismarck neitar sök: Segist ekki hafa komið til Íslands lengi Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. 6. júní 2013 11:49 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða og fjallar hún „á ögrandi hátt um fullveldi Íslands í samhengi við nýlendusöguna, sjálfsmyndir Íslendinga og fjölbreytni menningar á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Samhliða sýning verður haldin í Gerðarsafni í Kópavogi sem stendur yfir til 6. janúar á næsta ári. Fjölmargir tónleikar, gjörningar og aðrir viðburðir munu á sama tíma fara fram í Salnum, Mengi og IÐNÓ. Hátíðin teygir einnig anga sína til almenningsrýma á höfuðborgarsvæðinu.Dagskrána í heild sinni má sjá hér.Julius Von Bismarck var umtalaður á Íslandi sumarið 2013.Getty/VenturelliMeðal þeirra sem taka þátt eru listamennirnir Julius von Bismarck og Julian Charriere, en Julius sætti á sínum tíma mikilli gagnrýni fyrir skemmdarverk á íslenskri náttúru, var úthrópaður „náttúruníðingur“ og lögsóttur af íslenska ríkinu. En Julius neitaði sök í málinu.Listaverk þeirra verða sýnd á samsýningunni í Gerðarsafni ásamt hatursfullum bréfaskrifum Íslendinga sem listamennirnir fengu send í kjölfar fjölmiðlaumræðunnar. Einnig mun Anna Rún Tryggvadóttir vera með útilistaverk á Þingvöllum sem nefnist Hringvellir og Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpar útiskúlptúrinn Hafpulsan við Reykjavíkurtjörn. Um er að ræða skírskotun Litlu Hafmeyjuna í Kaupmannahöfn sem „í verki Steinunnar hefur breyst í danska pulsu.“ Á tónleikum á föstudagskvöldið munu koma fram grænlenski plötusnúðurinn Uyaraqk, samíski rapparinn Elle-Maaret Valle, hin dansk-karabíska Jeannette Ehlers, danski fjöllistamaðurinn Adam Christensen ásamt hinni íslensku Countess Malaise og DJ Sakana.
Menning Myndlist Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Bismarck neitar sök: Segist ekki hafa komið til Íslands lengi Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. 6. júní 2013 11:49 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26
Bismarck neitar sök: Segist ekki hafa komið til Íslands lengi Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. 6. júní 2013 11:49
Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30