Borgin og HR ósammála um braggasamninginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2018 11:00 Hérna sést frágangurinn í náðhúsinu svokallaða, sem á að vera fundarherbergi HR. Myndin var tekin í gærkvöldi. Vísir Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi. Framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík voru stöðvaðar þegar hávær umræða um framúrkeyrslu hófst en þá var kostnaður við verkefnið, sem átti upphaflega að vera 158 milljónir, kominn vel yfir fjögur hundruð milljónir króna. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni," sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, í samtali við fréttastofu um miðjan mánuðinn.Um er að ræða þrjár byggingar, braggann sem hýsir nú veitingastað, skemmu sem verður nýsköpunarsetur og síðan það sem er kallað náðhús, sem á að verða fundarherbergi fyrir Háskólann í Reykjavík. Deilan snýr nú að náðhúsinu sem hefur þegar kostað um 46 milljónir króna. Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar, staðfestir að framkvæmdum af hálfu borgarinnar sé lokið og segir Háskólann í Reykjavík hafa tekið húsnæðið í notkun. „Það eru ekki framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar þarna lengur. Reykjavíkurborg hefur fullnægt ákvæðum leigusamnings og HR tekið húsnæðið í notkun. Aðstaðan mun vonandi nýtast stúdentum og starfsfólki HR vel ókomin ár sem félagsaðstaða og nýsköpunarsetur," segir Óli Jón.Náðhúsið svokallaða, sem á að hýsa fundarherbergi HR.Rafmagn ófrágengið Af skriflegum svörum Háskólans í Reykjavík má hins vegar ráða að þeir telji samning um húsnæðið ekki hafa verið uppfylltan. Hið svokallaða náðhús hafi ekki verið tekið í notkun, enda sé framkvæmdum ekki lokið. „Samkvæmt okkar upplýsingum á eftir að klæða veggi að innan, flota gólf og ganga frá rafmagni en sem leigutaki miðum við við að fá húsið tilbúið fyrir lausar innréttingar," segir í svörum háskólans. Þá segir að leiguverð fyrir allar byggingar hafi ekki verið ákveðið en að það muni fara eftir því hvort byggingar verði afhentar tilbúnar. Háskólinn segist þó til í viðræður við borgina um að klára framkvæmdirnar, en að engin slík tillaga hafi komið frá borginni. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óli Jón að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði átt að gera borgarráði skýrari grein fyrir stöðu framkvæmda og kostnaði. Það sé á þeirra ábyrgð. Segist hann hafa farið yfir þessi mál með borgarstjóra. Braggamálið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi. Framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík voru stöðvaðar þegar hávær umræða um framúrkeyrslu hófst en þá var kostnaður við verkefnið, sem átti upphaflega að vera 158 milljónir, kominn vel yfir fjögur hundruð milljónir króna. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni," sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, í samtali við fréttastofu um miðjan mánuðinn.Um er að ræða þrjár byggingar, braggann sem hýsir nú veitingastað, skemmu sem verður nýsköpunarsetur og síðan það sem er kallað náðhús, sem á að verða fundarherbergi fyrir Háskólann í Reykjavík. Deilan snýr nú að náðhúsinu sem hefur þegar kostað um 46 milljónir króna. Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar, staðfestir að framkvæmdum af hálfu borgarinnar sé lokið og segir Háskólann í Reykjavík hafa tekið húsnæðið í notkun. „Það eru ekki framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar þarna lengur. Reykjavíkurborg hefur fullnægt ákvæðum leigusamnings og HR tekið húsnæðið í notkun. Aðstaðan mun vonandi nýtast stúdentum og starfsfólki HR vel ókomin ár sem félagsaðstaða og nýsköpunarsetur," segir Óli Jón.Náðhúsið svokallaða, sem á að hýsa fundarherbergi HR.Rafmagn ófrágengið Af skriflegum svörum Háskólans í Reykjavík má hins vegar ráða að þeir telji samning um húsnæðið ekki hafa verið uppfylltan. Hið svokallaða náðhús hafi ekki verið tekið í notkun, enda sé framkvæmdum ekki lokið. „Samkvæmt okkar upplýsingum á eftir að klæða veggi að innan, flota gólf og ganga frá rafmagni en sem leigutaki miðum við við að fá húsið tilbúið fyrir lausar innréttingar," segir í svörum háskólans. Þá segir að leiguverð fyrir allar byggingar hafi ekki verið ákveðið en að það muni fara eftir því hvort byggingar verði afhentar tilbúnar. Háskólinn segist þó til í viðræður við borgina um að klára framkvæmdirnar, en að engin slík tillaga hafi komið frá borginni. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óli Jón að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði átt að gera borgarráði skýrari grein fyrir stöðu framkvæmda og kostnaði. Það sé á þeirra ábyrgð. Segist hann hafa farið yfir þessi mál með borgarstjóra.
Braggamálið Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira