„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2018 21:00 Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherra Fréttablaði/Ernir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. Ánægjulegt sé að líta til þess árangurs sem náðst hefur í jafnréttisbaráttu en ekki megi mistúlka gögn sem liggi fyrir. Konur víða um land gengu út af vinnustöðum sínum klukkan 14.55 í dag í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Á vefsíðu skipuleggjenda dagsins segir að ástæðan fyrir því að sú tímasetning hafi verið valin sé sú að „[s]amkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.“ Daglegum vinnuskyldum kvenna væri því lokið klukkan 14.55 á degi hverjum.Skjáskot af vefsíðunni kvennafri.isMynd/SkjáskotÞessa staðhæfingu gagnrýnir Sigríður í pistli á Facebook og bendir hún á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Því sé ekki hægt að taka þann mun sem er á meðalatvinnutekjum karla og kvenna og álykta sem svo að hægt sé að útskýra launamuninn allan með tilliti til kynferðis. „Í könnunum um kynbundin launamun, þegar leiðrétt er fyrir þessum mælanlegu þáttum, stendur eftir um 5% tölfræðilega marktækur munur á kynjum körlum í vil. Þessi kynbundni munur gefur þó ekki tilefni til að álykta nokkuð um kynbundið misrétti,“ skrifar Sigríður.Vísar Sigríður ískýrslu velferðarráðuneytisins frá árinu 2015sem aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna skilaði um launamun karla og kvenna.Þar segir að ómálefnalegan, óskýrðan launamun megi skilgreina sem launamun sem eingöngu sé tilkominn vegna kynferðis. Það sé sá munur sem eftir standi þegar tillit hefur verið tekið til allra þeirra þátta sem hafi áhrif á launamyndun.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/VilhelmBendir Sigríður á að í skýrslunni segi að launamyndun byggist oft á þáttum sem tölfræðin veiti ekki svar við. Aðgerðahópurinn hafi því ekki getað með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis.12,2 prósent kynjabundinn launamunur, þar af 4,8 prósent óútskýrður Vísar Sigríður í tölur Hagstofunnar fyrir árið 2016 þar sem segir að leiðréttur launamunur kynjanna sé 4,5 prósent en í skýringum á niðurstöðum Hagstofunnar segir að niðurstöðurnar gefi vísbendingu um árlegan mun á launum karla og kvenna. Niðurstöðurnar geti hins vegar verið skekktar þar sem ekki sé hægt að leiðrétta fyrir áhrifum ýmissa þátta sem eðlilegt sé að taka tillit til.Í nýlegri rannsókn Hagstofunnar sem kynnt var í vor segir að kynbundinn launamunur hafi verið 12,2prósent á tímabilinu 2008-2016, þar af voru 7,4 prósent sem hægt var að skýra með tilliti til eðlilegra þátta en 4,8 prósent hafi ekki verið hægt að skýra.„Á degi sem þessum er ánægjulegt að líta til þess árangurs sem konur og karlar hafa náð í jafnréttisbaráttu ýmiss konar. Það er mikilvæg forsenda framfara í þeim efnum að umræða sé málefnaleg og fyrirliggjandi gögn ekki mistúlkuð,“ skrifar Sigríður.Þá bendir hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri.„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“Pistil Sigríðar má lesa í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 Fáránlegt að berjast fyrir sömu hlutum og árið 1975 Nemendur í Kvennaskólanum gengu úr tímum og tóku þátt í kvennafríi. 24. október 2018 20:00 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag. 24. október 2018 17:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að sú ályktun sem dregin er af tölfræði Hagstofunnar um meðalatvinnutekjur kvenna og karla á vefsíðu Kvennafrídagsins sé röng. Ánægjulegt sé að líta til þess árangurs sem náðst hefur í jafnréttisbaráttu en ekki megi mistúlka gögn sem liggi fyrir. Konur víða um land gengu út af vinnustöðum sínum klukkan 14.55 í dag í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Á vefsíðu skipuleggjenda dagsins segir að ástæðan fyrir því að sú tímasetning hafi verið valin sé sú að „[s]amkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.“ Daglegum vinnuskyldum kvenna væri því lokið klukkan 14.55 á degi hverjum.Skjáskot af vefsíðunni kvennafri.isMynd/SkjáskotÞessa staðhæfingu gagnrýnir Sigríður í pistli á Facebook og bendir hún á að tölfræði Hagstofunnar um atvinnutekjur manna taki ekki tillit til vinnu manna, vinnutíma, menntunar, reynslu, mannaforráða eða annarra þátta sem jafnan sé litið til í launakönnunum sem gerðar eru til að kanna kynbundin launamun. Því sé ekki hægt að taka þann mun sem er á meðalatvinnutekjum karla og kvenna og álykta sem svo að hægt sé að útskýra launamuninn allan með tilliti til kynferðis. „Í könnunum um kynbundin launamun, þegar leiðrétt er fyrir þessum mælanlegu þáttum, stendur eftir um 5% tölfræðilega marktækur munur á kynjum körlum í vil. Þessi kynbundni munur gefur þó ekki tilefni til að álykta nokkuð um kynbundið misrétti,“ skrifar Sigríður.Vísar Sigríður ískýrslu velferðarráðuneytisins frá árinu 2015sem aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins til þess að vinna að launajafnrétti kynjanna skilaði um launamun karla og kvenna.Þar segir að ómálefnalegan, óskýrðan launamun megi skilgreina sem launamun sem eingöngu sé tilkominn vegna kynferðis. Það sé sá munur sem eftir standi þegar tillit hefur verið tekið til allra þeirra þátta sem hafi áhrif á launamyndun.Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag.Vísir/VilhelmBendir Sigríður á að í skýrslunni segi að launamyndun byggist oft á þáttum sem tölfræðin veiti ekki svar við. Aðgerðahópurinn hafi því ekki getað með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis.12,2 prósent kynjabundinn launamunur, þar af 4,8 prósent óútskýrður Vísar Sigríður í tölur Hagstofunnar fyrir árið 2016 þar sem segir að leiðréttur launamunur kynjanna sé 4,5 prósent en í skýringum á niðurstöðum Hagstofunnar segir að niðurstöðurnar gefi vísbendingu um árlegan mun á launum karla og kvenna. Niðurstöðurnar geti hins vegar verið skekktar þar sem ekki sé hægt að leiðrétta fyrir áhrifum ýmissa þátta sem eðlilegt sé að taka tillit til.Í nýlegri rannsókn Hagstofunnar sem kynnt var í vor segir að kynbundinn launamunur hafi verið 12,2prósent á tímabilinu 2008-2016, þar af voru 7,4 prósent sem hægt var að skýra með tilliti til eðlilegra þátta en 4,8 prósent hafi ekki verið hægt að skýra.„Á degi sem þessum er ánægjulegt að líta til þess árangurs sem konur og karlar hafa náð í jafnréttisbaráttu ýmiss konar. Það er mikilvæg forsenda framfara í þeim efnum að umræða sé málefnaleg og fyrirliggjandi gögn ekki mistúlkuð,“ skrifar Sigríður.Þá bendir hún einnig á að í skýrslu velferðarráðuneytisins komi fram að ungar konur sem starfi fyrir hið opinbera séu með hærri tekjur en karlar á sama aldri.„Þær mæta væntanlega aðeins fyrr til vinnu í fyrramálið“Pistil Sigríðar má lesa í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45 Fáránlegt að berjast fyrir sömu hlutum og árið 1975 Nemendur í Kvennaskólanum gengu úr tímum og tóku þátt í kvennafríi. 24. október 2018 20:00 „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag. 24. október 2018 17:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Sunnlenskar konur sýndu samstöðu Sunnlenskar konur fjölmenntu í Sigtúnsgarð á Selfossi í dag í tilefni af kvennafrídeginum. 24. október 2018 16:45
Fáránlegt að berjast fyrir sömu hlutum og árið 1975 Nemendur í Kvennaskólanum gengu úr tímum og tóku þátt í kvennafríi. 24. október 2018 20:00
„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“ Fjöldi kvenna kom saman víða um land í tilefni af kvennafrídeginum sem haldinn var í dag. Konur voru hvattar til þes að leggja niður störf klukkan 14.55 í dag. 24. október 2018 17:30