Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2018 21:00 Akureyrarflugvöllur. vísir/völundur Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar um Samgönguáætlun 2019-2033 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Áætlunin gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi. Þetta gagnrýnir öryggisnefndin og segir að framkvæmdirnar sem gert er ráð fyrir á flugvöllunum í áætluninni þoli ekki svo langa bið. Ekki síst með tilliti til öryggishlutverks flugvallanna sem eru varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll.„Á hverjum degi koma um 60 til 80 flugvélar til Keflavíkurflugvallar og í mörgum tilfellum eru Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir notaðir sem varaflugvellir. Hins vegar er einungis pláss fyrir 4-5 farþegaþotur á hvorum flugvelli með góðu móti,“ segir í umsögn öryggisnefndarinnar.Frá Egilsstaðaflugvelli.vísir/vilhelmÁtta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi Til stuðnings máls síns vísar nefndin til atviks sem átti sér stað þann 2. apríl síðastliðinn þegar fjöldi flugvéla þurftu frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum. „Þar sem fyrrnefndir flugvellir eru takmarkaðir leiddu aðstæður þennan dag til þess að ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var 8. mín frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts. Ástæður þessa eru óviðunandi aðbúnaður og þjónusta með tilliti til tíðni flugumferðar á íslandi,“ segir í umsögn nefndarinnar. Þar segir einnig að verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins sé orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðari ára. Þessi langvinna þróun valdi brestum í flugvallakerfinu sem séu almenningi huldar en séu engu að síður ógn við flugöryggi.Umsögn öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna má lesa hér. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar um Samgönguáætlun 2019-2033 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Áætlunin gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi. Þetta gagnrýnir öryggisnefndin og segir að framkvæmdirnar sem gert er ráð fyrir á flugvöllunum í áætluninni þoli ekki svo langa bið. Ekki síst með tilliti til öryggishlutverks flugvallanna sem eru varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll.„Á hverjum degi koma um 60 til 80 flugvélar til Keflavíkurflugvallar og í mörgum tilfellum eru Akureyrar- og Egilsstaðaflugvellir notaðir sem varaflugvellir. Hins vegar er einungis pláss fyrir 4-5 farþegaþotur á hvorum flugvelli með góðu móti,“ segir í umsögn öryggisnefndarinnar.Frá Egilsstaðaflugvelli.vísir/vilhelmÁtta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi Til stuðnings máls síns vísar nefndin til atviks sem átti sér stað þann 2. apríl síðastliðinn þegar fjöldi flugvéla þurftu frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum. „Þar sem fyrrnefndir flugvellir eru takmarkaðir leiddu aðstæður þennan dag til þess að ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var 8. mín frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts. Ástæður þessa eru óviðunandi aðbúnaður og þjónusta með tilliti til tíðni flugumferðar á íslandi,“ segir í umsögn nefndarinnar. Þar segir einnig að verkefnalisti vegna nauðsynlegrar endurnýjunar búnaðar á flugvöllum landsins sé orðinn langur og fjölbreyttur vegna vanfjárfestingar síðari ára. Þessi langvinna þróun valdi brestum í flugvallakerfinu sem séu almenningi huldar en séu engu að síður ógn við flugöryggi.Umsögn öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna má lesa hér.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira