Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2018 06:00 Skiltið hékk í innritunarsal Leifsstöðvar í tíu daga en var þá tekið niður að ákvörðun Isavia. Ákvörðun sem kom Icelandic Wildlife Fund mjög á óvart. IWF „Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi og hvort þetta opinbera félag megi koma í veg fyrir að félagasamtök birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í rými þar sem auglýsingar eru almennt leyfðar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, en nýtt og breytt auglýsingaskilti samtakanna fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð, þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á texta þess eftir niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Eins og Fréttablaðið greindi frá lét Isavia fjarlægja skilti samtakanna úr komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júlí, þegar skiltið hafði hangið þar í tíu daga. Rök Isavia fyrir því að taka auglýsinguna niður voru meðal annars að hún lyti að álitaefni sem tveir hópar tækjust á um í samfélaginu og Isavia hefði litið svo á að auglýsingin bryti í bága við siðareglur SÍA sem kveði á um að auglýsingar skuli ekki vera rangar og hvorki vega að öðru fólki né fyrirtækjum. Á skiltinu umdeilda var fjallað um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og einkum á villta Atlantshafslaxinn og vísað til Íslands sem síðasta vígis stofnsins. Samtökin kvörtuðu til siðanefndarinnar, sem komst, eftir langa yfirlegu, að þeirri niðurstöðu að ekki væri vegið að öðrum fyrirtækjum með efni skiltisins og helstu rök Isavia fyrir því að taka skiltið niður stæðust því ekki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafni því ekki að fullyrðingar á skiltinu um að Ísland sé síðasta vígi Atlantshafslaxins og að laxeldi í opnum sjókvíum leiði til útrýmingar hinna einstöku villtu laxastofna Íslands, kunni að vera sannar, en telur þó að með fullyrðingunum sé engu að síður of fast að orði kveðið. Í kjölfar niðurstöðu siðanefndarinnar sendu samtökin tillögu um nýtt skilti, þar sem ekki er eins fast að orði kveðið, til Isavia með ósk um uppsetningu. Isavia hefur nú synjað uppsetningu skiltisins með þeim rökum að auglýsingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli séu nýtt til að kynna vörur eða þjónustu en verði ekki vettvangur deilna um viðkvæm og umdeild málefni. Svo segir í rökstuðningi Isavia: „Það er ljóst að auglýsing IWF fjallar um viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum nú um stundir. Isavia mun því ekki veita heimild fyrir því að sú auglýsing sem borist hefur frá IWF verði sett upp í flugstöðinni. Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi og hvort þetta opinbera félag megi koma í veg fyrir að félagasamtök birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í rými þar sem auglýsingar eru almennt leyfðar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, en nýtt og breytt auglýsingaskilti samtakanna fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð, þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á texta þess eftir niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Eins og Fréttablaðið greindi frá lét Isavia fjarlægja skilti samtakanna úr komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júlí, þegar skiltið hafði hangið þar í tíu daga. Rök Isavia fyrir því að taka auglýsinguna niður voru meðal annars að hún lyti að álitaefni sem tveir hópar tækjust á um í samfélaginu og Isavia hefði litið svo á að auglýsingin bryti í bága við siðareglur SÍA sem kveði á um að auglýsingar skuli ekki vera rangar og hvorki vega að öðru fólki né fyrirtækjum. Á skiltinu umdeilda var fjallað um neikvæð áhrif stórfellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og einkum á villta Atlantshafslaxinn og vísað til Íslands sem síðasta vígis stofnsins. Samtökin kvörtuðu til siðanefndarinnar, sem komst, eftir langa yfirlegu, að þeirri niðurstöðu að ekki væri vegið að öðrum fyrirtækjum með efni skiltisins og helstu rök Isavia fyrir því að taka skiltið niður stæðust því ekki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafni því ekki að fullyrðingar á skiltinu um að Ísland sé síðasta vígi Atlantshafslaxins og að laxeldi í opnum sjókvíum leiði til útrýmingar hinna einstöku villtu laxastofna Íslands, kunni að vera sannar, en telur þó að með fullyrðingunum sé engu að síður of fast að orði kveðið. Í kjölfar niðurstöðu siðanefndarinnar sendu samtökin tillögu um nýtt skilti, þar sem ekki er eins fast að orði kveðið, til Isavia með ósk um uppsetningu. Isavia hefur nú synjað uppsetningu skiltisins með þeim rökum að auglýsingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli séu nýtt til að kynna vörur eða þjónustu en verði ekki vettvangur deilna um viðkvæm og umdeild málefni. Svo segir í rökstuðningi Isavia: „Það er ljóst að auglýsing IWF fjallar um viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum nú um stundir. Isavia mun því ekki veita heimild fyrir því að sú auglýsing sem borist hefur frá IWF verði sett upp í flugstöðinni. Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Isavia lét fjarlægja auglýsingu gegn sjókvíaeldi í Leifsstöð Auglýsing samtakanna Icelandic Wildlife Fund hékk uppi í tíu daga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áður en hún var fjarlægð. Samtökin hafa kvartað til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. 24. ágúst 2018 06:00