Allir gagnrýnendur eru óþolandi fífl Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2018 09:00 Eiríkur Örn er sveitalubbi og heimsborgari. Hann býr á Ísafirði en var nýkominn frá London þegar blaðamaður Vísis náði í hann, sem maki í vinnustaðaferð menntaskólakennara en notaði tækifæri og keypti sér Fender Telecaster rafmagnsgítar sem hann er að leika sér á þessa dagana. Baldur Páll Hólmgeirsson Rithöfundurinn Eiríkur Örn er einstaklega athyglisverður náungi. Renaissance-maður sem bregður sér í ýmis hlutverk. Hann var mjög virkur á netinu þegar það kom fyrst fram en á í ástarhaturssambandi við það; hendir sér reglulega út af Facebook og segist hafa fengið nóg. Eiríkur Örn er ástríðufullur menningarmaður, af lífi og sál en segir bókmenntir siðlausan verknað. Hann stofnaði og rekur menningarrit á vefnum hvar hann birtir gagnrýni um kollega sína en segir gagnrýnendur óþolandi fífl. Heimsborgari og sveitalubbi. Ein allsherjar benda af mótsögnum. En, kannski býr einhverskonar sannleikur í óreiðunni og hinum (ó)sættanlegu andstæðum? Hvar skal að byrja þegar maður vill taka viðtal við mann sem þennan? Hinn hlutdrægi blaðamaður Fyrst þetta. „Hugsjónadruslan er glæsileg fyrsta skáldsaga höfundar. Einhver glæsilegasta fyrsta skáldsaga höfundar sem ég hef lengi lesið.“ Svo hefst bókadómur um Hugsjónadruslu Eiríks Arnar í afar lofsamlegum dómi sem lýkur á þessum orðum: „Hugsjónadruslan gefur sannarlega fyrirheit um glæstan feril.“ Eiríkur Örn veitir Íslensku bókmenntaverðlaununum viðtöku á Bessastöðum.Fréttablaðið/Valli Krítíkin sú birtist í DV í desember árið 2004 og gagnrýnandinn, sem er reyndar sá sem hér heldur um penna, má vart vatni halda af hrifningu. Og reyndist sannspár, Eiríkur Örn á að baki glæsilegan feril og hefur hlotnast margvísleg viðurkenning fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Illsku sem kom út árið 2012. Hans Blær kemur öfugur fram á sjónarsviðið Ekki er ætlunin að rekja feril Eiríks hér í smáatriðum heldur er þetta nefnt til að upplýsa lesandann um að sá sem tekur viðtalið er aðdáandi rithöfundarins og telur sig jafnframt eiga sitthvað í honum, að því marki sem ritdómari á í höfundi sem hann hefur hafið upp til skýjanna. Þau hagsmunatengsl eru hér með færð til bókar. Meiningin er að ræða við Eirík Örn um nýútkomna skáldsögu hans sem heitir Hans Blær. Eiríkur Örn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, þetta er margslungið og spennandi verk; allt er undir. Þetta er reyndar svo marglaga að erfitt er að átta sig á því hvar best er að byrja. Byrjuninni, kannski? Aðalpersónan á sér sérstaka sögu; hún kom fyrst fyrir sjónir almennings á leiksviði. Í sýningu Óskabarna ógæfunnar í Tjarnarbíói í upphafi þessa árs, nýtt leikrit eftir Eirík Örn. Hvernig vildi það til, er það heppilegt „Nei. Það er það eiginlega ekki. Að minnsta kosti ekki markaðslega.“ Núnú. En, venjulega er þetta öfugt, að leikhúsið gerir sér mat úr epíkinni? „Ég rakst á þennan karakter upphaflega í annarri skáldsögu sem ég henti – vondum reyfara – og fór fljótlega að möndla þessa sögu. En ég skrifaði mig út í horn og vissi ekkert hvert hún var að fara. Um svipað leyti kom Vignir [Rafn Valþórsson, leikstjóri] að máli við mig um að halda áfram samstarfinu sem hófst með því að þau hjá Óskabörnum ógæfunnar settu upp Illsku. Svona birtir Hans Blær almenningi í fyrstu. Eiríkur Örn segist hafa fullan skilning á því að hinseginfólki hafi brugðið í brún. Ég pitchaði þá þessari hugmynd við hann, sem ég taldi mig hafa klúðrað sem skáldsögu. Honum leist vel á pælinguna og ég hófst handa við að skrifa mitt fyrsta leikrit. Sem gekk auðvitað ekki neitt. Ég kann ekkert að skrifa leikrit, fer aldrei í leikhús og veit ekkert um leiklist,“ segir Eiríkur. Uppsetningin var ekki í föstum skorðum og sem dæmi nefnir rithöfundurinn að eitt atriðið skrifaði hann í kolniðamyrkri og þá var þrjú korter í flutning. Reitt hán í Reykjavík „Ég fór því fljótlega aftur að skrifa þetta bara sem skáldsögu, með það fyrir augum að breyta henni síðan bara í leikrit – það væri auðveldara þannig. Og þá lifnaði skáldsagan bara við. Ég endaði á að henda bara haug af alls konar textum í Vigni og félaga og þau mótuðu úr því leikritið. Það er eðli málsins samkvæmt nokkur skyldleiki með verkunum en þau eru líka merkilega ólík.“ Hans Blær er transi og nettröll í Reykjavík sem rekur meðferðarstöð fyrir nauðgunarfórnarlömb og er einhver hataðasta manneskja þjóðarinnar af öllum mögulegum ástæðum. Þetta sagði Eiríkur Örn í samtali við Bergstein Sigurðsson, menningarritstjóra Ríkissjónvarpsins, um sýninguna á sínum tíma. „Hán er í senn mjög reitt og mjög frjálst einhvern veginn. Það er búið að brenna allar brýr að baki sér, viljandi og af talsverðri Þórðargleði. Það sprettur líka af mikilli heift í garð samfélags sem vildi kannski ekkert æðislega mikið með það hafa.“ Afar neikvæð viðbrögð frá transsamfélaginu Viðbrögðin við sýningunni voru blendin, ekki síst meðal þeirra sem tilheyra hinseginsamfélaginu. Það sést meðal annars í ummælum sem finna má á Twitter: ég hef lítið tjáð mig um leiksýninguna 'Hans Blær' aðallega af því að ég nenni ekki að eyða púðri í það— Vally ⚧ (@kynsegin) April 11, 2018 „Ég hef verið kallað úrkynja og geðsjúklingur fyrir það að vera kynsegin - já, ég veit vel að Hans Blær er „viðundur“ útaf mörgum ástæðum, en þetta er ein af fyrstu kynsegin persónum sem við fáum hérlendis og við getum ekki einu sinni litið á hán sem fokking fyrirmynd þessi karakter ýtir undir að kynvitund okkar sé tengd við geðkvilla. að við séum bara einhver viðundur. það er svo fokking sárt að geta ekki litið á þessa persónu og hugsað ‘vá! loksins getur fólk litið á okkur sem manneskjur en ekki frík’“ Bækur um fyrirmyndir ekki góðar bækur Þetta segir vally @kynsegin. Hvernig horfa þessi viðbrögð við þér? „Ég skil vel að transsamfélaginu sé brugðið. Þetta fólk hefur ekki endilega ástæðu til þess að treysta umheiminum og vita ekkert um bókina eða leikritið annað en að það er skrifað af einhverjum vestfirskum sveitalubba. En þessi viðbrögð komu náttúrulega öll frá fólki sem hafði ekki séð sýninguna. Upphlaupið var allt fyrir frumsýningu. Ég tek þeim því bara með saltklípu og ímynda mér að hefðu þau séð sýninguna eða lesið bókina þá væru viðbrögðin önnur. Enda ekkert fjær mér en að ráðast á transsamfélagið,“ segir Eiríkur og hugsar sig um. Við notum tækifærið, gluggum í bókina og frumbirtum upplestur höfundarins, upphaf bókarinnar en vinur Eiríks, tónlistarmaðurinn Mugison stjórnar upptökum. „Hvað varðar hugmyndina um að söguhetjur séu fyrirmyndir – þá eru bækur um fyrirmyndir bara ekki góðar bækur nema sem einhvers konar háðsglósur. Fólk er breyskt og til vandræða – bæði sís og trans. Þá held ég hreinlega að mörgum hafi brugðið í brún að sjá upphaflega plakatið sem Óskabörnin gerðu. Það var pínu brútalt. Og raunar gert mjög snemma í ferlinu – áður en það var komið nokkuð handrit.“ Mikilvægi sjónarhorns og frásagnarháttar En, ég er að velta fyrir mér, vegna þessa ferils, af sviði á bók, hvort þar megi leita skýringa á þessum harkalegu viðbrögðum; þá að teknu tilliti til sjónarhorns? Bara með frásagnarhættinum einum í skáldsögu og sér myndast samsömun, samúð. Að ekki sé talað um 1. persónu frásögn. Galdur sem býr í sjónarhorninu og frásagnarhættinum. „Einmitt. Bókin er náttúrulega frekar óvenjuleg að því leytinu til að hún er fyrstu persónu frásögn manneskju sem er að segja frá sjálfri sér í þriðju persónu. Hans Blær „skrifar“ bókina um sjálft sig. Og að mörgu leyti fjallar bókin einmitt um sjónarhorn.“ Þannig að sjónarhornið, frásagnarhátturinn, fléttast inn í umfjöllunarefnið í ríkari mæli en oft er í skáldsögum? Ég hef lengi haft þetta á bakvið eyrað, að nota þetta. Heyrði fyrir löngu síðan sögu af manni sem skrifaði börnum sínum bréf í þriðju persónu, eins konar syndaregistur, sem hann gat ekki skrifað í fyrstu persónu. Það er andskotanum erfiðara að horfast í augu við sjálfan sig þegar maður veit upp á sig sökina og vill komast hjá því að verja sig.“ Eiríkur segir þessa hugmynd um sjónarhorn ætíð hafa leikið stórt hlutverk í bókum hans. „Illska fjallaði um þetta – hvernig samfélagið sér mann, hvernig það mótar einstaklinginn með því að fá honum sjálfsmynd. Í Heimsku er þetta auga svo orðið handfast í eftirlitsmyndavélum. Og í Hans Blævi er einstaklingur sem leitast við því að komast undan þessu auga með því að skilgreina sig algerlega sjálfur – en rekur sig á að strax og þú skilgreinir þig út úr einu boxi er þér troðið í annað. Og þá fer hán að brenna brýr.“ Dregur rassgatið á eftir sér hvert sem hann fer Sko, þetta er kannski margtuggið hugtak, en mér finnst þetta að einhverju leyti póstmódernískt verk? Hans Blær funkerar á netinu sem er að einhverju leyti í vitund manna á mörkum skáldskapar og veruleika? „Við höfum auðvitað alltaf mótast við að skapa okkur sjálf - það kom ekki með netinu, en einsog með svo margt þá magnar netið þetta einfaldlega upp. Þetta verður í senn auðveldara og erfiðara. Þetta er einsog að fá í hendurnar stórvirka vinnuvél. Alltíeinu getum við gert hluti sem okkur dreymdi ekki um áður en að sama skapi höfum við ekki jafn mikla stjórn og þegar við gerðum allt í höndum. Umfangið og víddirnar verða svo miklar.“ Eiríkur er allskonar. Hann lýsir sér sem einrænum félagsfíkli sem umgengst fólk í stórum skömmtum og lokar sig svo bara af og er með sjálfum mér.Baldur Páll Hólmgeirsson Nú kemur ömurlega hallærisleg spurning en undan því verður ekki vikist að bera hana upp: Þú ert netverji vaskur; að hve miklu leyti sérðu þig í persónunni? Þetta þykir rithöfundinum fyndin spurning. „Heilmiklu leyti – en ég geri það líka alltaf. Mér finnst stundum einsog ég sé alltaf að skrifa um sjálfan mig by proxy. Það er auðvitað ekki alveg satt en það er alveg nógu satt. Ég stefni yfirleitt rakleitt burt frá sjálfum mér en uppgötva í ferlinu að það er alveg sama hversu langt ég fer, ég dreg rassgatið alltaf á eftir mér.“ Einrænn félagsfíkill Sko, nú er þetta með fullri virðingu en úr fjarska virðistu svolítið skitsó: Þú átt í ástarhaturssambandi við netið, þú varst mjög virkur þegar netið kemur fram en hendir þér reglulega út af Facebook og ferð í einhver spor sem virðast nánast vera hlutverk 19. aldar rithöfundar. Sem vilt helst skrifa með lindarpenna við kertaljós? Hvernig slær þessi lýsing þig? „Þetta er bara nokkuð nærri lagi. Og þetta á ekki bara við um netið. Ég er einrænn félagsfíkill og hef verið bróðurpartinn af mínum fullorðinsárum. Ég umgengst fólk í stórum skömmtum og loka mig svo bara af og er með sjálfum mér. Ég hef gríðarlega mikla þörf fyrir annað fólk og alveg jafn mikla þörf fyrir að vera einn. Ef ég fengi að ráða væri ég alltaf bæði einn og með öllum vinum mínum.“ Vill ekki binda kurteisi í lög En, aftur að þessum viðbrögðum transsamfélagsinsog þá kannski með hliðsjón af því sem gengið hefur á í Kanada í tengslum við sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson. Hann hefur neitað að beygja sig undir lög sem gera honum að ávarpa fólk í samræmi við það hvernig það skilgreinir sig. Getur nokkur stjórnað því hvernig umhverfið sér mann? Á einhver að vera þess umkominn? Óhætt er að segja að hin nýja bók Eiríks Arnar, Hans Blær, sé spennandi bæði hvað efni og efnistök varðar. „Ég er ekki talsmaður þess að við bindum kurteisi í lög – en það er auðvitað heimskulegur dónaskapur að ávarpa fólk öðruvísi en það kýs að láta ávarpa sig. Svona einsog þegar Davíð kallar Jón Gnarr Jón Gunnar Hallfreðsson, eða hvað hann hét nú aftur í þjóðskrá. Þetta er bara gert fólki til hnjóðs. Vonandi dæmir það sig svo bara sjálft. Og ef ekki þá höfum við alltaf Twitter. Það er svo sjálfsagt að stofnanir einsog háskólar setji sér reglur um að ákveðnar kurteisisreglur eigi að virða. Maður endist ekki í starfi ef maður hrækir alltaf á eftir kúnnanum, þótt það væri fáránlegt að setja lög gegn því.“ En, getur nokkur krafist þess, eða gengur sú krafa upp öllu heldur, að umhverfið sjái mann samkvæmt forskrift manns sjálfs? „Nei, maður er ekki einráður um það hver maður er – og festir varla fingur á það sjálfur. Í Illsku spurði Agnes sig hvort maður væri sá sem maður héldi að maður væri eða sá sem að aðrir héldu að maður væri, eða hvort maður væri sá sem maður héldi að aðrir héldu að maður væri eða hvort maður væri þá sé sem aðrir héldu að maður héldi að aðrir héldu að ... og svo framvegis. Þetta er speglasalur. Niðurstaðan liggur svo í eðli allra samskipta – það er einhverjum konsensus milli einstaklinga, en hann myndast bara þegar fólk mætist og ef fólk vill ekki mætast er ekkert í því að gera. Ef ég segi A en þú heyrir B þá er eitthvað sem vantar í samskiptin.“ Beygist venjulega einsog lán Nú vill svo til að þú ert frammúrskarandi íslenskumaður. En, hvernig gekk að vinna þetta verk málfræðilega? Vafðist það ekkert fyrir þér? Nú eru mjög margir sem vita ekki hvernig þeir eiga að snúa sér málfræðilega, vilji þeir gæta kurteisi? „Ekki til mín. Eða allavega ekki í bókina. Hans Blær vill ekki skilgreina sig í samræmi við einn eða neinn og beygir því fornafnið hán eftir eigin höfði – og raunar í trássi við allar mögulegar málfræðireglur – til skiptir í karlkyni og kvenkyni. Hán um hána frá hánum til hánar. Svona beygja ekki þeir sem nota fornafnið það – það beygist venjulega einsog hvorugkynsorðið lán. Eiríkur Örn þá um það leyti sem fyrsta skáldsaga hans Hugsjónadruslan kom út. Þá var honum spáð glæstum frama og sá spádómur gekk eftir.Fréttablaðið/Hari Annars sagði ein kunningjakona mín – sem er trans – að hún væri orðin langþreytt á því að fólk þyrði ekki að spyrja sig bara, það væru allir tiplandi á tánum og hræddir. Ég held það margborgi sig bara að sýna fólki virðingu og vera ekki með kjaft og útúrsnúning og spyrja ef maður er ekki viss. Mín reynsla af því er að minnsta kosti ágæt.“ En, þetta frelsi sem persónan tekur sér, í einu og öllu, reyndi það ekki á varðandi málfræðina? Að gæta samræmis? Með öðrum orðum, tókst þér að gera ritstjóra Forlagsins gráhærða? „Jájá og sjálfan mig og ekki síst leikhópinn. Við gerðum ekki annað en að mismæla okkur fyrstu tvö árin. Fornafnið var reyndar ekkert mál við hliðina á sérnafninu. Hán beygir nefnilega Hans í karlkyni en Blær í kvenkyni. Sem er óþolandi en það er líka tilgangurinn. Hans Blær um Hans Blævi frá Hans Blævi til Hans Blævar.“ Eftir nokkru kúltúrkapítali að slægjast Þetta er leikur með hlutverk, nánast á öllum póstum. Ef við skiptum aðeins um gír... Nú hefur þú brugðið þér í ýmis hlutverk, þú ert rithöfundur en hefur starfað sem blaðamaður og svo krítíker einnig. Er það ekki sérkennileg staða að taka sér, að gagnrýna kollega sína? „Jú.“ Og? „Ég hef að vísu mestmegnis látið skáldsagnarýni eiga sig. Og á Starafugli erum við með sérstakan ritstjóra yfir því efni – hana Önu Stanicevic. Ég skrifa rýni um ljóðabækur með þeirri réttlætingu að þær séu ekki markaðsvara. En auðvitað væri eftir nokkru kúltúrkapítali að slægjast ef ég slátraði bara öllum bókum kollega minna. Ég sný mér sennilega að því bara strax og jólabókaflóðinu lýkur.“ Allir gagnrýnendur eru óþolandi fífl „Það er vafasamt, einsog svo margt sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er með viðskiptabann á sjálfan mig – en hef leyft umfjöllun um til dæmis verk sem ég hef þýtt. Suma daga finnst mér þetta allt sjálfsagt og aðra dauðskammast ég mín. En til Starafugls var stofnað af nauðsyn og ég sinni honum vegna þess að mér finnst að hann verði að vera til. Líklega væri löngu búið að reka mig úr blaðamannafélaginu. Ég held að rithöfundasambandið hafi engar siðareglur – enda bókmenntir siðlaus verknaður.“ Hvaða nauðsyn var það? „Skortur á menningarumfjöllun – sérstaklega í vissum greinum, til dæmis myndlist og ljóðlist. Þegar ég gaf út fyrstu ljóðabókina mína, 2002, gat maður búist við að fá rýni á fjórum og upp í kannski tíu stöðum. Í dag er svo komið að margar ljóðabækur fá hvergi rýni nema hjá okkur. List sem á í engu samtali við heiminn deyr.“ En, ég hélt að rithöfundar hötuðu gagnrýnendur? „Já. Gagnrýnendur eru óþolandi fífl.“ Já, takk fyrir það. „Haha. Nei nei, þetta er bara einsog ástin. Það fer enginn jafn mikið í taugarnar á manni og manns eigin börn – en það er vegna þess að maður hefur ekki jafn miklar taugar til neins. Ástin og óþolið eru náskyld.“ Bókmenntir Höfundatal Tengdar fréttir Að leggja orð í belg getur gert mönnum illt Eiríkur Guðmundsson rithöfundur tekur blaðamann Vísis til bæna. 26. október 2018 09:00 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Rithöfundurinn Eiríkur Örn er einstaklega athyglisverður náungi. Renaissance-maður sem bregður sér í ýmis hlutverk. Hann var mjög virkur á netinu þegar það kom fyrst fram en á í ástarhaturssambandi við það; hendir sér reglulega út af Facebook og segist hafa fengið nóg. Eiríkur Örn er ástríðufullur menningarmaður, af lífi og sál en segir bókmenntir siðlausan verknað. Hann stofnaði og rekur menningarrit á vefnum hvar hann birtir gagnrýni um kollega sína en segir gagnrýnendur óþolandi fífl. Heimsborgari og sveitalubbi. Ein allsherjar benda af mótsögnum. En, kannski býr einhverskonar sannleikur í óreiðunni og hinum (ó)sættanlegu andstæðum? Hvar skal að byrja þegar maður vill taka viðtal við mann sem þennan? Hinn hlutdrægi blaðamaður Fyrst þetta. „Hugsjónadruslan er glæsileg fyrsta skáldsaga höfundar. Einhver glæsilegasta fyrsta skáldsaga höfundar sem ég hef lengi lesið.“ Svo hefst bókadómur um Hugsjónadruslu Eiríks Arnar í afar lofsamlegum dómi sem lýkur á þessum orðum: „Hugsjónadruslan gefur sannarlega fyrirheit um glæstan feril.“ Eiríkur Örn veitir Íslensku bókmenntaverðlaununum viðtöku á Bessastöðum.Fréttablaðið/Valli Krítíkin sú birtist í DV í desember árið 2004 og gagnrýnandinn, sem er reyndar sá sem hér heldur um penna, má vart vatni halda af hrifningu. Og reyndist sannspár, Eiríkur Örn á að baki glæsilegan feril og hefur hlotnast margvísleg viðurkenning fyrir verk sín, meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Illsku sem kom út árið 2012. Hans Blær kemur öfugur fram á sjónarsviðið Ekki er ætlunin að rekja feril Eiríks hér í smáatriðum heldur er þetta nefnt til að upplýsa lesandann um að sá sem tekur viðtalið er aðdáandi rithöfundarins og telur sig jafnframt eiga sitthvað í honum, að því marki sem ritdómari á í höfundi sem hann hefur hafið upp til skýjanna. Þau hagsmunatengsl eru hér með færð til bókar. Meiningin er að ræða við Eirík Örn um nýútkomna skáldsögu hans sem heitir Hans Blær. Eiríkur Örn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, þetta er margslungið og spennandi verk; allt er undir. Þetta er reyndar svo marglaga að erfitt er að átta sig á því hvar best er að byrja. Byrjuninni, kannski? Aðalpersónan á sér sérstaka sögu; hún kom fyrst fyrir sjónir almennings á leiksviði. Í sýningu Óskabarna ógæfunnar í Tjarnarbíói í upphafi þessa árs, nýtt leikrit eftir Eirík Örn. Hvernig vildi það til, er það heppilegt „Nei. Það er það eiginlega ekki. Að minnsta kosti ekki markaðslega.“ Núnú. En, venjulega er þetta öfugt, að leikhúsið gerir sér mat úr epíkinni? „Ég rakst á þennan karakter upphaflega í annarri skáldsögu sem ég henti – vondum reyfara – og fór fljótlega að möndla þessa sögu. En ég skrifaði mig út í horn og vissi ekkert hvert hún var að fara. Um svipað leyti kom Vignir [Rafn Valþórsson, leikstjóri] að máli við mig um að halda áfram samstarfinu sem hófst með því að þau hjá Óskabörnum ógæfunnar settu upp Illsku. Svona birtir Hans Blær almenningi í fyrstu. Eiríkur Örn segist hafa fullan skilning á því að hinseginfólki hafi brugðið í brún. Ég pitchaði þá þessari hugmynd við hann, sem ég taldi mig hafa klúðrað sem skáldsögu. Honum leist vel á pælinguna og ég hófst handa við að skrifa mitt fyrsta leikrit. Sem gekk auðvitað ekki neitt. Ég kann ekkert að skrifa leikrit, fer aldrei í leikhús og veit ekkert um leiklist,“ segir Eiríkur. Uppsetningin var ekki í föstum skorðum og sem dæmi nefnir rithöfundurinn að eitt atriðið skrifaði hann í kolniðamyrkri og þá var þrjú korter í flutning. Reitt hán í Reykjavík „Ég fór því fljótlega aftur að skrifa þetta bara sem skáldsögu, með það fyrir augum að breyta henni síðan bara í leikrit – það væri auðveldara þannig. Og þá lifnaði skáldsagan bara við. Ég endaði á að henda bara haug af alls konar textum í Vigni og félaga og þau mótuðu úr því leikritið. Það er eðli málsins samkvæmt nokkur skyldleiki með verkunum en þau eru líka merkilega ólík.“ Hans Blær er transi og nettröll í Reykjavík sem rekur meðferðarstöð fyrir nauðgunarfórnarlömb og er einhver hataðasta manneskja þjóðarinnar af öllum mögulegum ástæðum. Þetta sagði Eiríkur Örn í samtali við Bergstein Sigurðsson, menningarritstjóra Ríkissjónvarpsins, um sýninguna á sínum tíma. „Hán er í senn mjög reitt og mjög frjálst einhvern veginn. Það er búið að brenna allar brýr að baki sér, viljandi og af talsverðri Þórðargleði. Það sprettur líka af mikilli heift í garð samfélags sem vildi kannski ekkert æðislega mikið með það hafa.“ Afar neikvæð viðbrögð frá transsamfélaginu Viðbrögðin við sýningunni voru blendin, ekki síst meðal þeirra sem tilheyra hinseginsamfélaginu. Það sést meðal annars í ummælum sem finna má á Twitter: ég hef lítið tjáð mig um leiksýninguna 'Hans Blær' aðallega af því að ég nenni ekki að eyða púðri í það— Vally ⚧ (@kynsegin) April 11, 2018 „Ég hef verið kallað úrkynja og geðsjúklingur fyrir það að vera kynsegin - já, ég veit vel að Hans Blær er „viðundur“ útaf mörgum ástæðum, en þetta er ein af fyrstu kynsegin persónum sem við fáum hérlendis og við getum ekki einu sinni litið á hán sem fokking fyrirmynd þessi karakter ýtir undir að kynvitund okkar sé tengd við geðkvilla. að við séum bara einhver viðundur. það er svo fokking sárt að geta ekki litið á þessa persónu og hugsað ‘vá! loksins getur fólk litið á okkur sem manneskjur en ekki frík’“ Bækur um fyrirmyndir ekki góðar bækur Þetta segir vally @kynsegin. Hvernig horfa þessi viðbrögð við þér? „Ég skil vel að transsamfélaginu sé brugðið. Þetta fólk hefur ekki endilega ástæðu til þess að treysta umheiminum og vita ekkert um bókina eða leikritið annað en að það er skrifað af einhverjum vestfirskum sveitalubba. En þessi viðbrögð komu náttúrulega öll frá fólki sem hafði ekki séð sýninguna. Upphlaupið var allt fyrir frumsýningu. Ég tek þeim því bara með saltklípu og ímynda mér að hefðu þau séð sýninguna eða lesið bókina þá væru viðbrögðin önnur. Enda ekkert fjær mér en að ráðast á transsamfélagið,“ segir Eiríkur og hugsar sig um. Við notum tækifærið, gluggum í bókina og frumbirtum upplestur höfundarins, upphaf bókarinnar en vinur Eiríks, tónlistarmaðurinn Mugison stjórnar upptökum. „Hvað varðar hugmyndina um að söguhetjur séu fyrirmyndir – þá eru bækur um fyrirmyndir bara ekki góðar bækur nema sem einhvers konar háðsglósur. Fólk er breyskt og til vandræða – bæði sís og trans. Þá held ég hreinlega að mörgum hafi brugðið í brún að sjá upphaflega plakatið sem Óskabörnin gerðu. Það var pínu brútalt. Og raunar gert mjög snemma í ferlinu – áður en það var komið nokkuð handrit.“ Mikilvægi sjónarhorns og frásagnarháttar En, ég er að velta fyrir mér, vegna þessa ferils, af sviði á bók, hvort þar megi leita skýringa á þessum harkalegu viðbrögðum; þá að teknu tilliti til sjónarhorns? Bara með frásagnarhættinum einum í skáldsögu og sér myndast samsömun, samúð. Að ekki sé talað um 1. persónu frásögn. Galdur sem býr í sjónarhorninu og frásagnarhættinum. „Einmitt. Bókin er náttúrulega frekar óvenjuleg að því leytinu til að hún er fyrstu persónu frásögn manneskju sem er að segja frá sjálfri sér í þriðju persónu. Hans Blær „skrifar“ bókina um sjálft sig. Og að mörgu leyti fjallar bókin einmitt um sjónarhorn.“ Þannig að sjónarhornið, frásagnarhátturinn, fléttast inn í umfjöllunarefnið í ríkari mæli en oft er í skáldsögum? Ég hef lengi haft þetta á bakvið eyrað, að nota þetta. Heyrði fyrir löngu síðan sögu af manni sem skrifaði börnum sínum bréf í þriðju persónu, eins konar syndaregistur, sem hann gat ekki skrifað í fyrstu persónu. Það er andskotanum erfiðara að horfast í augu við sjálfan sig þegar maður veit upp á sig sökina og vill komast hjá því að verja sig.“ Eiríkur segir þessa hugmynd um sjónarhorn ætíð hafa leikið stórt hlutverk í bókum hans. „Illska fjallaði um þetta – hvernig samfélagið sér mann, hvernig það mótar einstaklinginn með því að fá honum sjálfsmynd. Í Heimsku er þetta auga svo orðið handfast í eftirlitsmyndavélum. Og í Hans Blævi er einstaklingur sem leitast við því að komast undan þessu auga með því að skilgreina sig algerlega sjálfur – en rekur sig á að strax og þú skilgreinir þig út úr einu boxi er þér troðið í annað. Og þá fer hán að brenna brýr.“ Dregur rassgatið á eftir sér hvert sem hann fer Sko, þetta er kannski margtuggið hugtak, en mér finnst þetta að einhverju leyti póstmódernískt verk? Hans Blær funkerar á netinu sem er að einhverju leyti í vitund manna á mörkum skáldskapar og veruleika? „Við höfum auðvitað alltaf mótast við að skapa okkur sjálf - það kom ekki með netinu, en einsog með svo margt þá magnar netið þetta einfaldlega upp. Þetta verður í senn auðveldara og erfiðara. Þetta er einsog að fá í hendurnar stórvirka vinnuvél. Alltíeinu getum við gert hluti sem okkur dreymdi ekki um áður en að sama skapi höfum við ekki jafn mikla stjórn og þegar við gerðum allt í höndum. Umfangið og víddirnar verða svo miklar.“ Eiríkur er allskonar. Hann lýsir sér sem einrænum félagsfíkli sem umgengst fólk í stórum skömmtum og lokar sig svo bara af og er með sjálfum mér.Baldur Páll Hólmgeirsson Nú kemur ömurlega hallærisleg spurning en undan því verður ekki vikist að bera hana upp: Þú ert netverji vaskur; að hve miklu leyti sérðu þig í persónunni? Þetta þykir rithöfundinum fyndin spurning. „Heilmiklu leyti – en ég geri það líka alltaf. Mér finnst stundum einsog ég sé alltaf að skrifa um sjálfan mig by proxy. Það er auðvitað ekki alveg satt en það er alveg nógu satt. Ég stefni yfirleitt rakleitt burt frá sjálfum mér en uppgötva í ferlinu að það er alveg sama hversu langt ég fer, ég dreg rassgatið alltaf á eftir mér.“ Einrænn félagsfíkill Sko, nú er þetta með fullri virðingu en úr fjarska virðistu svolítið skitsó: Þú átt í ástarhaturssambandi við netið, þú varst mjög virkur þegar netið kemur fram en hendir þér reglulega út af Facebook og ferð í einhver spor sem virðast nánast vera hlutverk 19. aldar rithöfundar. Sem vilt helst skrifa með lindarpenna við kertaljós? Hvernig slær þessi lýsing þig? „Þetta er bara nokkuð nærri lagi. Og þetta á ekki bara við um netið. Ég er einrænn félagsfíkill og hef verið bróðurpartinn af mínum fullorðinsárum. Ég umgengst fólk í stórum skömmtum og loka mig svo bara af og er með sjálfum mér. Ég hef gríðarlega mikla þörf fyrir annað fólk og alveg jafn mikla þörf fyrir að vera einn. Ef ég fengi að ráða væri ég alltaf bæði einn og með öllum vinum mínum.“ Vill ekki binda kurteisi í lög En, aftur að þessum viðbrögðum transsamfélagsinsog þá kannski með hliðsjón af því sem gengið hefur á í Kanada í tengslum við sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson. Hann hefur neitað að beygja sig undir lög sem gera honum að ávarpa fólk í samræmi við það hvernig það skilgreinir sig. Getur nokkur stjórnað því hvernig umhverfið sér mann? Á einhver að vera þess umkominn? Óhætt er að segja að hin nýja bók Eiríks Arnar, Hans Blær, sé spennandi bæði hvað efni og efnistök varðar. „Ég er ekki talsmaður þess að við bindum kurteisi í lög – en það er auðvitað heimskulegur dónaskapur að ávarpa fólk öðruvísi en það kýs að láta ávarpa sig. Svona einsog þegar Davíð kallar Jón Gnarr Jón Gunnar Hallfreðsson, eða hvað hann hét nú aftur í þjóðskrá. Þetta er bara gert fólki til hnjóðs. Vonandi dæmir það sig svo bara sjálft. Og ef ekki þá höfum við alltaf Twitter. Það er svo sjálfsagt að stofnanir einsog háskólar setji sér reglur um að ákveðnar kurteisisreglur eigi að virða. Maður endist ekki í starfi ef maður hrækir alltaf á eftir kúnnanum, þótt það væri fáránlegt að setja lög gegn því.“ En, getur nokkur krafist þess, eða gengur sú krafa upp öllu heldur, að umhverfið sjái mann samkvæmt forskrift manns sjálfs? „Nei, maður er ekki einráður um það hver maður er – og festir varla fingur á það sjálfur. Í Illsku spurði Agnes sig hvort maður væri sá sem maður héldi að maður væri eða sá sem að aðrir héldu að maður væri, eða hvort maður væri sá sem maður héldi að aðrir héldu að maður væri eða hvort maður væri þá sé sem aðrir héldu að maður héldi að aðrir héldu að ... og svo framvegis. Þetta er speglasalur. Niðurstaðan liggur svo í eðli allra samskipta – það er einhverjum konsensus milli einstaklinga, en hann myndast bara þegar fólk mætist og ef fólk vill ekki mætast er ekkert í því að gera. Ef ég segi A en þú heyrir B þá er eitthvað sem vantar í samskiptin.“ Beygist venjulega einsog lán Nú vill svo til að þú ert frammúrskarandi íslenskumaður. En, hvernig gekk að vinna þetta verk málfræðilega? Vafðist það ekkert fyrir þér? Nú eru mjög margir sem vita ekki hvernig þeir eiga að snúa sér málfræðilega, vilji þeir gæta kurteisi? „Ekki til mín. Eða allavega ekki í bókina. Hans Blær vill ekki skilgreina sig í samræmi við einn eða neinn og beygir því fornafnið hán eftir eigin höfði – og raunar í trássi við allar mögulegar málfræðireglur – til skiptir í karlkyni og kvenkyni. Hán um hána frá hánum til hánar. Svona beygja ekki þeir sem nota fornafnið það – það beygist venjulega einsog hvorugkynsorðið lán. Eiríkur Örn þá um það leyti sem fyrsta skáldsaga hans Hugsjónadruslan kom út. Þá var honum spáð glæstum frama og sá spádómur gekk eftir.Fréttablaðið/Hari Annars sagði ein kunningjakona mín – sem er trans – að hún væri orðin langþreytt á því að fólk þyrði ekki að spyrja sig bara, það væru allir tiplandi á tánum og hræddir. Ég held það margborgi sig bara að sýna fólki virðingu og vera ekki með kjaft og útúrsnúning og spyrja ef maður er ekki viss. Mín reynsla af því er að minnsta kosti ágæt.“ En, þetta frelsi sem persónan tekur sér, í einu og öllu, reyndi það ekki á varðandi málfræðina? Að gæta samræmis? Með öðrum orðum, tókst þér að gera ritstjóra Forlagsins gráhærða? „Jájá og sjálfan mig og ekki síst leikhópinn. Við gerðum ekki annað en að mismæla okkur fyrstu tvö árin. Fornafnið var reyndar ekkert mál við hliðina á sérnafninu. Hán beygir nefnilega Hans í karlkyni en Blær í kvenkyni. Sem er óþolandi en það er líka tilgangurinn. Hans Blær um Hans Blævi frá Hans Blævi til Hans Blævar.“ Eftir nokkru kúltúrkapítali að slægjast Þetta er leikur með hlutverk, nánast á öllum póstum. Ef við skiptum aðeins um gír... Nú hefur þú brugðið þér í ýmis hlutverk, þú ert rithöfundur en hefur starfað sem blaðamaður og svo krítíker einnig. Er það ekki sérkennileg staða að taka sér, að gagnrýna kollega sína? „Jú.“ Og? „Ég hef að vísu mestmegnis látið skáldsagnarýni eiga sig. Og á Starafugli erum við með sérstakan ritstjóra yfir því efni – hana Önu Stanicevic. Ég skrifa rýni um ljóðabækur með þeirri réttlætingu að þær séu ekki markaðsvara. En auðvitað væri eftir nokkru kúltúrkapítali að slægjast ef ég slátraði bara öllum bókum kollega minna. Ég sný mér sennilega að því bara strax og jólabókaflóðinu lýkur.“ Allir gagnrýnendur eru óþolandi fífl „Það er vafasamt, einsog svo margt sem ég tek mér fyrir hendur. Ég er með viðskiptabann á sjálfan mig – en hef leyft umfjöllun um til dæmis verk sem ég hef þýtt. Suma daga finnst mér þetta allt sjálfsagt og aðra dauðskammast ég mín. En til Starafugls var stofnað af nauðsyn og ég sinni honum vegna þess að mér finnst að hann verði að vera til. Líklega væri löngu búið að reka mig úr blaðamannafélaginu. Ég held að rithöfundasambandið hafi engar siðareglur – enda bókmenntir siðlaus verknaður.“ Hvaða nauðsyn var það? „Skortur á menningarumfjöllun – sérstaklega í vissum greinum, til dæmis myndlist og ljóðlist. Þegar ég gaf út fyrstu ljóðabókina mína, 2002, gat maður búist við að fá rýni á fjórum og upp í kannski tíu stöðum. Í dag er svo komið að margar ljóðabækur fá hvergi rýni nema hjá okkur. List sem á í engu samtali við heiminn deyr.“ En, ég hélt að rithöfundar hötuðu gagnrýnendur? „Já. Gagnrýnendur eru óþolandi fífl.“ Já, takk fyrir það. „Haha. Nei nei, þetta er bara einsog ástin. Það fer enginn jafn mikið í taugarnar á manni og manns eigin börn – en það er vegna þess að maður hefur ekki jafn miklar taugar til neins. Ástin og óþolið eru náskyld.“
Bókmenntir Höfundatal Tengdar fréttir Að leggja orð í belg getur gert mönnum illt Eiríkur Guðmundsson rithöfundur tekur blaðamann Vísis til bæna. 26. október 2018 09:00 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Að leggja orð í belg getur gert mönnum illt Eiríkur Guðmundsson rithöfundur tekur blaðamann Vísis til bæna. 26. október 2018 09:00