Rómarbúar mótmæla ástandinu í borginni eilífu Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 14:20 Raggi viðurkennir að mörg vandamál hrjái Rómarborg. Hér ræðir hún um rúllustigann sem bilaði í vikunni. EPA/ Massimo Percossi Nokkur þúsund manns flykktust á torgið fyrir framan ráðhús Rómar í dag til að mótmæla ástandinu í borginni. Rómarbúar segja að götur séu orðnar holóttar, sorp sé ekki hirt og að villisvín flækist víða um göturnar. Reuters greinir frá. Gagnrýnendur segja Rómarborg hafa grotnað niður á undanförnum árum og gagnrýna borgarstjórann Virginiu Raggi fyrir að hafa ekki staðið við kosningaloforð hennar en hún tók við borgarstjórastólnum, fyrst kvenna árið 2016. Reuters ræddi við nokkra mótmælendur og voru þeir ósáttir við ástandið og sögðust aldrei hafa séð borgina sína svona áður. Ringulreið ríkti í Róm, engin samheldni væri í samfélaginu og lögum væri ekki framfylgt. Raggi segir stjórn hennar vera á réttri leið en segist þurfa meiri tíma til að vinna á þeim aragrúa af vandamálum sem Róm ætti í. Sorphirðumenn fóru í verkfall í borginni, yfir 20 strætisvagnar hafa orðið eldi að bráð á götum úti og nú síðast slösuðust tugir manna þegar rúllustigi á lestarstöð bilaði. Ósáttir íbúar borgarinnar eilífu skipulögðu mótmælin á netinu og söfnuðust saman undir merkinu #RomaDiceBasta (Róm segir nóg komið) og létu að sögn Reuters milli 5.000 og 8.000 manns sjá sig. Þar á meðal var Salvatore Golino sem sagði Róm vera orðna að ræsi. Rottur, refir, rusl og villisvín fylltu göturnar. Borgarstjórinn Raggi stendur í málaferlum en hún er sökuð um valdamisnotkun, Raggi neitar sök en segist ætla að segja af sér verði hún dæmd sek.#mareaumana! #romadicebasta! Live Campidoglio! @virginiaraggi#buongiorno! pic.twitter.com/7Tp1Cjf9Fd — Riprendiamoci Roma (@RiprendRoma) October 27, 2018 Ítalía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Nokkur þúsund manns flykktust á torgið fyrir framan ráðhús Rómar í dag til að mótmæla ástandinu í borginni. Rómarbúar segja að götur séu orðnar holóttar, sorp sé ekki hirt og að villisvín flækist víða um göturnar. Reuters greinir frá. Gagnrýnendur segja Rómarborg hafa grotnað niður á undanförnum árum og gagnrýna borgarstjórann Virginiu Raggi fyrir að hafa ekki staðið við kosningaloforð hennar en hún tók við borgarstjórastólnum, fyrst kvenna árið 2016. Reuters ræddi við nokkra mótmælendur og voru þeir ósáttir við ástandið og sögðust aldrei hafa séð borgina sína svona áður. Ringulreið ríkti í Róm, engin samheldni væri í samfélaginu og lögum væri ekki framfylgt. Raggi segir stjórn hennar vera á réttri leið en segist þurfa meiri tíma til að vinna á þeim aragrúa af vandamálum sem Róm ætti í. Sorphirðumenn fóru í verkfall í borginni, yfir 20 strætisvagnar hafa orðið eldi að bráð á götum úti og nú síðast slösuðust tugir manna þegar rúllustigi á lestarstöð bilaði. Ósáttir íbúar borgarinnar eilífu skipulögðu mótmælin á netinu og söfnuðust saman undir merkinu #RomaDiceBasta (Róm segir nóg komið) og létu að sögn Reuters milli 5.000 og 8.000 manns sjá sig. Þar á meðal var Salvatore Golino sem sagði Róm vera orðna að ræsi. Rottur, refir, rusl og villisvín fylltu göturnar. Borgarstjórinn Raggi stendur í málaferlum en hún er sökuð um valdamisnotkun, Raggi neitar sök en segist ætla að segja af sér verði hún dæmd sek.#mareaumana! #romadicebasta! Live Campidoglio! @virginiaraggi#buongiorno! pic.twitter.com/7Tp1Cjf9Fd — Riprendiamoci Roma (@RiprendRoma) October 27, 2018
Ítalía Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira