Sauð upp úr milli Stefáns Einars og Gunnars Smára í Silfrinu Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2018 15:43 Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, er viðskiptasiðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson að segja hér. RÚV Gunnar Smári Egilsson, fyrrum eigandi og ritstjóri Fréttatímans, og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum formaður VR, voru meðal gesta Egils Helgasonar í þættinum Silfrið á RÚV í morgun. Mikill hiti var milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í þættinum og þurfti þáttastjórnandi í nokkur skipti að hafa hemil á þeim félögum. Gestir Egils í fyrri hluta þáttarins, Vettvangi dagsins ,voru auk Gunnars og Stefáns, Inga Sæland formaður Flokks Fólksins og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og hugmyndasmiður neyðarlaganna. Umræðan snerist að mesta um kjaramál enda höfðu allir gestir komið með einhverju móti að þeim málaflokki.„Ég borgaði þó allavega laun Gunnar“ - „Ert þú ekki siðfræðingur“ Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“ Stefán vísaði þar í gjaldþrot Fréttatímans, fjölmiðilsins sem Gunnar Smári stýrði áður en hann fór í þrot sumarið 2017. Síðasta tölublað Fréttatímans kom út í apríl sama árs en þá hafði hluti starfsfólks ekki fengið greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði. Gunnari fannst ómaklega að sér vegið og spurði þáttarstjórnanda hvort ætti að bjóða upp á svona og spurði Stefán svo í þrígang hvort hann væri ekki siðfræðingur. Stefán Einar er menntaður viðskiptasiðfræðingur.„Það eru þín orð“ Aftur hitnaði í kolunum þegar Gunnar Smári sagði ekki eiga að taka mark á Stefáni Einari því upplifun hans sem launþega hjá Biblíufélaginu og Morgunblaðinu samsvaraði ekki upplifun þeirra lægst settu í samfélaginu. Þegar Stefán Einar hugðist svara sakaði Gunnar hann um að reyna að leiðrétta orðræðu sína. Þegar þáttastjórnandi, Egill Helgason, bað Gunnar um að gefa Stefáni Einari orðið sagði fjölmiðlamaðurinn: „Bíddu, hann ætlar að segja mér að ég megi ekki tala um stéttabaráttu.“ Stefán þvertók fyrir það og sagði „Ég er bara að benda á það, það er mín skoðun. Ég er ekki að banna þér að tala svona. Þessi orðræða mun ekki skila okkur neitt, nema út í skurð“. „Það eru þín orð“ sagði Gunnar áður en Stefán jánkaði því og sagði: „Já þetta eru mín orð, ég var að segja þetta.“ Kjaramál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fyrrum eigandi og ritstjóri Fréttatímans, og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og fyrrum formaður VR, voru meðal gesta Egils Helgasonar í þættinum Silfrið á RÚV í morgun. Mikill hiti var milli Gunnars Smára og Stefáns Einars í þættinum og þurfti þáttastjórnandi í nokkur skipti að hafa hemil á þeim félögum. Gestir Egils í fyrri hluta þáttarins, Vettvangi dagsins ,voru auk Gunnars og Stefáns, Inga Sæland formaður Flokks Fólksins og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur og hugmyndasmiður neyðarlaganna. Umræðan snerist að mesta um kjaramál enda höfðu allir gestir komið með einhverju móti að þeim málaflokki.„Ég borgaði þó allavega laun Gunnar“ - „Ert þú ekki siðfræðingur“ Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“ Stefán vísaði þar í gjaldþrot Fréttatímans, fjölmiðilsins sem Gunnar Smári stýrði áður en hann fór í þrot sumarið 2017. Síðasta tölublað Fréttatímans kom út í apríl sama árs en þá hafði hluti starfsfólks ekki fengið greitt fyrir vinnu sína í marsmánuði. Gunnari fannst ómaklega að sér vegið og spurði þáttarstjórnanda hvort ætti að bjóða upp á svona og spurði Stefán svo í þrígang hvort hann væri ekki siðfræðingur. Stefán Einar er menntaður viðskiptasiðfræðingur.„Það eru þín orð“ Aftur hitnaði í kolunum þegar Gunnar Smári sagði ekki eiga að taka mark á Stefáni Einari því upplifun hans sem launþega hjá Biblíufélaginu og Morgunblaðinu samsvaraði ekki upplifun þeirra lægst settu í samfélaginu. Þegar Stefán Einar hugðist svara sakaði Gunnar hann um að reyna að leiðrétta orðræðu sína. Þegar þáttastjórnandi, Egill Helgason, bað Gunnar um að gefa Stefáni Einari orðið sagði fjölmiðlamaðurinn: „Bíddu, hann ætlar að segja mér að ég megi ekki tala um stéttabaráttu.“ Stefán þvertók fyrir það og sagði „Ég er bara að benda á það, það er mín skoðun. Ég er ekki að banna þér að tala svona. Þessi orðræða mun ekki skila okkur neitt, nema út í skurð“. „Það eru þín orð“ sagði Gunnar áður en Stefán jánkaði því og sagði: „Já þetta eru mín orð, ég var að segja þetta.“
Kjaramál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira