Gunnar Smári segir Stefán Einar siðlausan siðfræðing Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 09:45 Úr Silfrinu. Gunnar Smári ætlar ekki að láta Stefán Einar eiga neitt hjá sér, segir hann ljóta gerpið. Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af helstu forsprökkum Sósíalistaflokks Íslands, vandar Stefáni Einari Stefánssyni, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins, ekki kveðjurnar í nýjum pistli á Facebooksíðu sinni. Þar kallar hann Stefán Einar, sem er menntaður viðskiptasiðfræðingur, siðlausan siðfræðing og gerpi.Eins og Vísir greindi frá í gær sauð upp úr milli þeirra tveggja í umræðuþættinum Silfrið í gær. Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“„Ljóta gerpið þessi siðfræðingur“ Í athugasemdakerfi DV er vakin athygli á því að varla hafi Stefán Einar borgað laun sjálfur? Stefán Einar svarar því svo til að það sé rétt en hann hefði aldrei látið sjálfan sig sitja fyrir.Gunnar Smári lætur þessari athugasemd Stefáns Einars ekki ósvarað.„Hér heldur hinn siðlausi siðfræðingur því fram að ég hafi fengið greidd laun frá Fréttatímanum meðan starfsfólkið beið launa, ekki vegna þess að hann haldi það eða trúi því; heldur vegna þess að hann telur mögulega að þarna úti sé einhver sem gæti trúað því og kannski eitt dýrmætum vökutíma sínum um að blaðra um það í stað þess að taka þátt í upprisu hinna kúguðu og undirbúa það að fleygja auðvaldinu frá völdum og húsþrælum þess. Þetta er nú ljóta gerpið þessi siðfræðingur, hvað gekk verslunarfólki til að kjósa þetta sem formann, mann sem talar eins og hann sé snýttur út úr nösinni á Halldóri Benjamín Þorbergssyni? Sem er náttúrlega eins og snýttur út úr einhverju öðru trýni,“ skrifar Gunnar Smári og setur á ræðu.Sparifé Gunnar Smára fór í launagreiðslur Hann segir Hannesaræskuna koma í veg fyrir að vafasamt fjármálavafstur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi komist á dagskrá Ríkisútvarpsins sem og yfirhylmingar Sjálfstæðismanna með vinum barnaníðinga. Þá segir hann árásir á sig lið í afvegaleiðingu umræðunnar. „Sannleikurinn er sá að ég lagði sparifé mitt inn í þann rekstur svo hægt væri að greiða starfsfólkinu laun. Öfugt við Hannesaræskunnar, og þau sem hafa viljað gera mig tortryggilegan út af Fréttatímanum þá vill svo til að ég hef borgað starfsfólki laun úr eigin vasa, og gerði það þangað til ég átti ekki meira sparifé. Þetta tal um að ég, prívat og persónulega, hafi svikist um að borga starfsfólki laun er svívirðileg ásökun frá ærulausu fólki, en sem þráfaldlega er tekin upp í þáttum Ríkisútvarpsins vegna ægivalds Sjálfstæðisflokksins yfir þeirri stofnun. Þetta er sturlað, svo notað sé tungutak húsþræla auðvaldsins.“ Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Sauð upp úr milli Stefáns Einars og Gunnars Smára í Silfrinu Óhætt er að segja að fjör hafi verið í setti í Silfrinu í morgun. Gunnar Smári Egilsson og Stefán Einar Stefánsson skutu föstum skotum sín á milli. 28. október 2018 15:43 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn af helstu forsprökkum Sósíalistaflokks Íslands, vandar Stefáni Einari Stefánssyni, viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins, ekki kveðjurnar í nýjum pistli á Facebooksíðu sinni. Þar kallar hann Stefán Einar, sem er menntaður viðskiptasiðfræðingur, siðlausan siðfræðing og gerpi.Eins og Vísir greindi frá í gær sauð upp úr milli þeirra tveggja í umræðuþættinum Silfrið í gær. Eftir þó nokkra umræðu ræddi Stefán Einar um breytingar á lágmarkslaunum sem urðu á stjórnartíð hans í VR á árunum 2011-2013 og síðar. Inga Sæland skaut inn og sakaði Stefán um afneitun áður en Gunnar Smári bað um að fá að skjóta inn í og sagði Stefán ekki hafa skaffað fólki kjarabætur á meðan formannstíð hans stóð. Stefán Einar skaut fast til baka og sagði „Ég borgaði þó allavega laun Gunnar, ólíkt þér. Ólíkt þér þá borgaði ég þó laun.“„Ljóta gerpið þessi siðfræðingur“ Í athugasemdakerfi DV er vakin athygli á því að varla hafi Stefán Einar borgað laun sjálfur? Stefán Einar svarar því svo til að það sé rétt en hann hefði aldrei látið sjálfan sig sitja fyrir.Gunnar Smári lætur þessari athugasemd Stefáns Einars ekki ósvarað.„Hér heldur hinn siðlausi siðfræðingur því fram að ég hafi fengið greidd laun frá Fréttatímanum meðan starfsfólkið beið launa, ekki vegna þess að hann haldi það eða trúi því; heldur vegna þess að hann telur mögulega að þarna úti sé einhver sem gæti trúað því og kannski eitt dýrmætum vökutíma sínum um að blaðra um það í stað þess að taka þátt í upprisu hinna kúguðu og undirbúa það að fleygja auðvaldinu frá völdum og húsþrælum þess. Þetta er nú ljóta gerpið þessi siðfræðingur, hvað gekk verslunarfólki til að kjósa þetta sem formann, mann sem talar eins og hann sé snýttur út úr nösinni á Halldóri Benjamín Þorbergssyni? Sem er náttúrlega eins og snýttur út úr einhverju öðru trýni,“ skrifar Gunnar Smári og setur á ræðu.Sparifé Gunnar Smára fór í launagreiðslur Hann segir Hannesaræskuna koma í veg fyrir að vafasamt fjármálavafstur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi komist á dagskrá Ríkisútvarpsins sem og yfirhylmingar Sjálfstæðismanna með vinum barnaníðinga. Þá segir hann árásir á sig lið í afvegaleiðingu umræðunnar. „Sannleikurinn er sá að ég lagði sparifé mitt inn í þann rekstur svo hægt væri að greiða starfsfólkinu laun. Öfugt við Hannesaræskunnar, og þau sem hafa viljað gera mig tortryggilegan út af Fréttatímanum þá vill svo til að ég hef borgað starfsfólki laun úr eigin vasa, og gerði það þangað til ég átti ekki meira sparifé. Þetta tal um að ég, prívat og persónulega, hafi svikist um að borga starfsfólki laun er svívirðileg ásökun frá ærulausu fólki, en sem þráfaldlega er tekin upp í þáttum Ríkisútvarpsins vegna ægivalds Sjálfstæðisflokksins yfir þeirri stofnun. Þetta er sturlað, svo notað sé tungutak húsþræla auðvaldsins.“
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Sauð upp úr milli Stefáns Einars og Gunnars Smára í Silfrinu Óhætt er að segja að fjör hafi verið í setti í Silfrinu í morgun. Gunnar Smári Egilsson og Stefán Einar Stefánsson skutu föstum skotum sín á milli. 28. október 2018 15:43 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Sjá meira
Sauð upp úr milli Stefáns Einars og Gunnars Smára í Silfrinu Óhætt er að segja að fjör hafi verið í setti í Silfrinu í morgun. Gunnar Smári Egilsson og Stefán Einar Stefánsson skutu föstum skotum sín á milli. 28. október 2018 15:43