Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2018 14:19 Friðrik Dór ber síðara eiginnafni sínu vel söguna. Fréttablaðið/Eyþór Ein helsta poppstjarna landsins var heldur rugluð í ríminu þegar Vísir ræddi við hana nú áðan. Mannanafnanefnd hefur, í nýlegum úrskurði, hafnað beiðni um millinafnið Dór. RÚV greindi fyrst frá í morgun og brást Friðrik Dór við á Instagram reikningi sínum. Sagði hann þetta risaskell fyrir sig. „Ég veit ekki hvað er málið. þeir bara dæmdu mig ólöglegan. Dæmdur úr leik. Þarf ég nokkuð að skipta, er það?“ spyr Friðrik Dór blaðamann Vísis. Tónlistarmaðurinn þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Hann ber nafnið sem eiginnafn sem er í rauninni ástæðan fyrir því að annar aðili, sem vill nafnið sem millinafn, verður ekki að ósk sinni. Má ekki vera nafnbera til ama Í úrskurði Mannanafnanefndar segir meðal annars að til að hægt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá þurfi öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru þau sem að þessu snúa að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofnum og að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Og, millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Í niðurstöðu Mannanafnanefndar segir: „Nafnið Dór hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla og er skráð sem slíkt á mannanafnaskrá. Þess vegna er ekki hægt að fallast á millinafnið Dór.“ Sökum þess að Friðrik og fleiri íslenskir karlmenn bera nafnið Dór sem eiginnafn, og hefð er komin á, er ekki hægt að bera það sem millinafn. Almennt eru millinöfn ættarnöfn sem bæði kyn bera, svo sem Arnfjörð, Sædal, Vattnes. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannanöfn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Ein helsta poppstjarna landsins var heldur rugluð í ríminu þegar Vísir ræddi við hana nú áðan. Mannanafnanefnd hefur, í nýlegum úrskurði, hafnað beiðni um millinafnið Dór. RÚV greindi fyrst frá í morgun og brást Friðrik Dór við á Instagram reikningi sínum. Sagði hann þetta risaskell fyrir sig. „Ég veit ekki hvað er málið. þeir bara dæmdu mig ólöglegan. Dæmdur úr leik. Þarf ég nokkuð að skipta, er það?“ spyr Friðrik Dór blaðamann Vísis. Tónlistarmaðurinn þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af því. Hann ber nafnið sem eiginnafn sem er í rauninni ástæðan fyrir því að annar aðili, sem vill nafnið sem millinafn, verður ekki að ósk sinni. Má ekki vera nafnbera til ama Í úrskurði Mannanafnanefndar segir meðal annars að til að hægt sé að samþykkja nýtt millinafn og færa það á mannanafnaskrá þurfi öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru þau sem að þessu snúa að millinafn sé dregið af íslenskum orðstofnum og að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna, eru ekki heimil sem millinöfn. Millinafn skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Og, millinafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Í niðurstöðu Mannanafnanefndar segir: „Nafnið Dór hefur aðeins unnið sér hefð í íslensku máli sem eiginnafn karla og er skráð sem slíkt á mannanafnaskrá. Þess vegna er ekki hægt að fallast á millinafnið Dór.“ Sökum þess að Friðrik og fleiri íslenskir karlmenn bera nafnið Dór sem eiginnafn, og hefð er komin á, er ekki hægt að bera það sem millinafn. Almennt eru millinöfn ættarnöfn sem bæði kyn bera, svo sem Arnfjörð, Sædal, Vattnes. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannanöfn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00
Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. 22. október 2018 17:49