Segir lögreglu hafa verið upplýsta um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. október 2018 18:45 Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis segir að lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum gegn sér og nokkrum starfsmönnum sem handteknir voru í gær. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar segir starfsemina og eiganda hennar hafa verið dregna inn í málið að óþörfu. Einn af þeim tíu sem handteknir voru í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær var leiddur fyrir dómar í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var sá eini sem ekki gat gert fyllilega grein fyrir sér og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni hans og því var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald. Átta öðrum var sleppt eftir skýrslutöku en gert að tilkynna sig reglulega á lögreglustöð á meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo út um fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Eini Íslendingurinn sem handtekinn var í aðgerðunum í gær er eigandi starfsmannaleigunnar sem mennirnir voru á vegum, Hann var laus að lokinni skýrslutöku. Lögfræðingur Manngildis telur að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi að óþörfu dregið starfsmannaleiguna og eiganda hennar inn í málið í gær. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Þessir atburðir sem rannsóknin virðist byggja á, þeir eru ekki um mitt ár í fyrra eins og lögreglan sagði í fyrstu tilkynningu, þeir eru ekki um áramótin eins og sagði í leiðréttri tilkynningu, heldur eru þeir núna í júní til september,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildi, starfsmannaleigu. Samkvæmt gögnum starfsmannaleigunnar framvísa mennirnir skilríkum sem starfsmannaleigan sendir afrit af til Þjóðskrár Íslands, þar er óskað eftir kennitölu fyrir starfsmennina. Tryggvi segir að við skoðun þar hafi eitt vegabréfanna vakið athygli og upplýst að lögreglan hefði það til athugunar. 19. september hafi Þjóðskrá staðfest allar umsóknir mannanna. Tryggvi bætir við að miðað við fyrirliggjandi gögn að þá hafi lögreglan verið upplýst um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið og að umsókn þeirra byggði á röngum upplýsingum. Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann fer yfir feril málsins. hann segir að viðkomandi starfsmenn og vinnuveitandi hafi verið leiddir í gildru. Hann segir þar einnig að lögreglan hafi farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu. „Þeir vissu alltaf að Manngildi, starfsmannaleiga, og framkvæmdastjóri hennar hafði ekki haft nokkra einustu möguleika á að átta sig á hvað væri að gerast þeir voru bara þolendur. Ítarlegt viðtal við Tryggva Agnarsson. lögfræðing Manngildis, má sjá og heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Eigandi starfsmannaleigunnar Manngildis segir að lögreglan hafi farið offari og misbeitt valdi sínu í aðgerðum sínum gegn sér og nokkrum starfsmönnum sem handteknir voru í gær. Lögfræðingur starfsmannaleigunnar segir starfsemina og eiganda hennar hafa verið dregna inn í málið að óþörfu. Einn af þeim tíu sem handteknir voru í aðgerðum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær var leiddur fyrir dómar í gærkvöldi þar sem hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann var sá eini sem ekki gat gert fyllilega grein fyrir sér og getur lögregla ekki staðfest aldur hans og þjóðerni hans og því var ákveðið að fara fram á gæsluvarðhald. Átta öðrum var sleppt eftir skýrslutöku en gert að tilkynna sig reglulega á lögreglustöð á meðan mál þeirra eru til rannsóknar. Mennirnir eru úkraínskir ríkisborgarar og telur lögreglan að þeir hafi komið inn á Schengen-svæðið á sínum skilríkjum en orðið sér svo út um fölsuð litháísk skilríki og á grundvelli þeirra sótt um íslenskar kennitölur. Eini Íslendingurinn sem handtekinn var í aðgerðunum í gær er eigandi starfsmannaleigunnar sem mennirnir voru á vegum, Hann var laus að lokinni skýrslutöku. Lögfræðingur Manngildis telur að Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi að óþörfu dregið starfsmannaleiguna og eiganda hennar inn í málið í gær. Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildis.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson „Þessir atburðir sem rannsóknin virðist byggja á, þeir eru ekki um mitt ár í fyrra eins og lögreglan sagði í fyrstu tilkynningu, þeir eru ekki um áramótin eins og sagði í leiðréttri tilkynningu, heldur eru þeir núna í júní til september,“ segir Tryggvi Agnarsson, lögmaður Manngildi, starfsmannaleigu. Samkvæmt gögnum starfsmannaleigunnar framvísa mennirnir skilríkum sem starfsmannaleigan sendir afrit af til Þjóðskrár Íslands, þar er óskað eftir kennitölu fyrir starfsmennina. Tryggvi segir að við skoðun þar hafi eitt vegabréfanna vakið athygli og upplýst að lögreglan hefði það til athugunar. 19. september hafi Þjóðskrá staðfest allar umsóknir mannanna. Tryggvi bætir við að miðað við fyrirliggjandi gögn að þá hafi lögreglan verið upplýst um að mennirnir væru ekki með fullgild skilríki þegar þeim var hleypt inn í landið og að umsókn þeirra byggði á röngum upplýsingum. Aðsetur starsfmanna Manngildis í Auðbrekku.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ingimar Skúli Sævarsson, framkvæmdastjóri Manngildis sendi frá sér yfirlýsingu nú síðdegis þar sem hann fer yfir feril málsins. hann segir að viðkomandi starfsmenn og vinnuveitandi hafi verið leiddir í gildru. Hann segir þar einnig að lögreglan hafi farið fullkomlega offari og misbeitt valdi sínu. „Þeir vissu alltaf að Manngildi, starfsmannaleiga, og framkvæmdastjóri hennar hafði ekki haft nokkra einustu möguleika á að átta sig á hvað væri að gerast þeir voru bara þolendur. Ítarlegt viðtal við Tryggva Agnarsson. lögfræðing Manngildis, má sjá og heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32 Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24 Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15 Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Framkvæmdastjóri Manngildis furðar sig á rannsókn lögreglu Ítrekar sakleysi sitt. 10. október 2018 16:32
Einn af tíu í gæsluvarðhaldi Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. 9. október 2018 17:24
Brugðið þegar lögreglan ruddist inn í morgun Þáttur starfsmannaleigunnar Manngildis og eiganda hennar óljós 9. október 2018 20:15
Lögmaður starfsmannaleigunnar Manngildis sver fyrir aðkomu eigandans að vegabréfafölsun Eigandi Manngildis, Ingimar Skúli Sævarsson, er meðal þeirra níu sem handtekinn var í morgun í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn á útgáfu á fölsuðum skilríkjum. 9. október 2018 14:20