Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 19:19 Bragginn í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Hann segir að reynt verði að komast til botns í því hvers vegna framkvæmdinni var leyft að fara jafnmikið fram úr hófi og raunin varð. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur seturétt á fundum borgarráðs. Fyrst var fjallað um braggamálið á fundum ráðsins í ágúst og var þá beðið um nánari útlistun á kostnaði við framkvæmdina, sem fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Síðast var greint frá því að gróðursetning höfundarvarinna stráa við braggann hafi kostað um eina milljón króna. Hallur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Inntur eftir því hvernig málið geti farið svo langt fram úr áætlunum án þess að nokkur hafi staldrað við á leiðinni sagði Hallur að endurskoðunin felist einmitt í því að varpa ljósi á það. „Nú er verkefnið auðvitað að finna út úr því, það er hluti af skoðuninni sem er framundan að finna út hvernig þetta gerist.“Tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn utanaðkomandi aðila á framkvæmdum við bragga í Nauthólsvík, var hafnað á atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi.Vísir/VilhelmBorið hefur á því að borgarfulltrúar, einkum úr minnihlutanum, kalli eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að sinna endurskoðuninni. Hallur segir innri endurskoðun borgarinnar einmitt sérhæfða til að framkvæma endurskoðunina. „Ég segi það að innri endurskoðun er stofnun sem er uppsett innan stjórnkerfisins einmitt til að taka á svona málum. Hún er með þá stjórnsýslulegu stöðu innan borgarinnar að vera óháð, heyrir beint undir borgarráð, og hefur sjálf sínar heimildir til að ákvarða umfang úttekta og hvaða verkefni hún tekur til skoðunar á hverjum tíma. Og auk þess getur borgarráð vísað til okkar sérstökum beiðnum um að skoða einhver tiltekin atriði.“ Aðspurður sagði Hallur að erfitt sé að meta hversu langan tíma innri endurskoðunin muni taka. „Ekki á þessu stigi. Ég sé nú fyrir mér að þetta verði töluvert að umfangi, þetta er flókið verkefni, það er samspil við þriðja aðila og það þarf að fara ofan í saumana á því og svo er umgjörðin um Nauthólsveg þannig að einhver aðkoma minjaverndar er í þessu þannig að það þarf að skoða ýmsa fleti.“ Braggamálið Tengdar fréttir Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Hann segir að reynt verði að komast til botns í því hvers vegna framkvæmdinni var leyft að fara jafnmikið fram úr hófi og raunin varð. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur seturétt á fundum borgarráðs. Fyrst var fjallað um braggamálið á fundum ráðsins í ágúst og var þá beðið um nánari útlistun á kostnaði við framkvæmdina, sem fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Síðast var greint frá því að gróðursetning höfundarvarinna stráa við braggann hafi kostað um eina milljón króna. Hallur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Inntur eftir því hvernig málið geti farið svo langt fram úr áætlunum án þess að nokkur hafi staldrað við á leiðinni sagði Hallur að endurskoðunin felist einmitt í því að varpa ljósi á það. „Nú er verkefnið auðvitað að finna út úr því, það er hluti af skoðuninni sem er framundan að finna út hvernig þetta gerist.“Tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn utanaðkomandi aðila á framkvæmdum við bragga í Nauthólsvík, var hafnað á atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi.Vísir/VilhelmBorið hefur á því að borgarfulltrúar, einkum úr minnihlutanum, kalli eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að sinna endurskoðuninni. Hallur segir innri endurskoðun borgarinnar einmitt sérhæfða til að framkvæma endurskoðunina. „Ég segi það að innri endurskoðun er stofnun sem er uppsett innan stjórnkerfisins einmitt til að taka á svona málum. Hún er með þá stjórnsýslulegu stöðu innan borgarinnar að vera óháð, heyrir beint undir borgarráð, og hefur sjálf sínar heimildir til að ákvarða umfang úttekta og hvaða verkefni hún tekur til skoðunar á hverjum tíma. Og auk þess getur borgarráð vísað til okkar sérstökum beiðnum um að skoða einhver tiltekin atriði.“ Aðspurður sagði Hallur að erfitt sé að meta hversu langan tíma innri endurskoðunin muni taka. „Ekki á þessu stigi. Ég sé nú fyrir mér að þetta verði töluvert að umfangi, þetta er flókið verkefni, það er samspil við þriðja aðila og það þarf að fara ofan í saumana á því og svo er umgjörðin um Nauthólsveg þannig að einhver aðkoma minjaverndar er í þessu þannig að það þarf að skoða ýmsa fleti.“
Braggamálið Tengdar fréttir Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58
„Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12