Sakar Gunnar Smára um aðför að mannorði sínu Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2018 20:00 Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. En Gunnar Smári hefur meðal annars sagt að fjármálastjórinn sé ómerkileg manneskja og illgjörn. Það er greinilega ekki allt með felldu á skrifstofu Eflingar eftir að ný forysta tók við. Sumt af eldra starfsfólki hefur ýmist verið látið taka pokann sinn eða farið í veikindafrí. Eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir tók við formennsku í Eflingu var skrifstofustjóra félagsinis til margra ára skyndilega sagt upp störfum og síðan hefur magnast upp spenna sem leitt hefur til þess að Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri Eflingar og áður Dagsbrúnar til 36 ára og bókari félagsins hafa báðar farið í veikindaleyfi.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður fjármálastjóra Eflingar.Eftir að Morgunblaðið fjallaði um þessi mál hefur Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins, sem stutt hefur við nýjan formann Eflingar, gagnrýnt Kristjönu harðlega í opinberum skrifum og sakað hana um óvild í garð eiginkonu sinnar. Ekki er rúm til að endurtaka allar þær ávirðingar hér en þær hafa orðið til þess að Lára V. Júlíusdóttir lögmaður fjármálastjórans sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Lögmaðurinn segir ummæli Gunnars Smára meiðandi og Kristjana átti sig ekki á hvað hún hafi gert til að uppskera þau. „Hann ræðst á hana af þvílíku offorsi. Hún er náttúrlega bara starfsmaður stéttarfélags. Hún hefur að vísu með fjármál að gera hjá Eflingu,” segir Lára. Gunnar Smári sakar Kristjönu meðal annars um að neita að greiða reikning frá eiginkonu hans fyrir unnin störf fyrir félagið. Lára segir Kristjönu einfaldlega hafa farið eftir reglum um að samþykkt stjórnar þurfi fyrir greiðslu hárra reikninga. En Gunnar Smári saki Kristjönu meðal annars um tilraun til að sverta nafn eiginkonu hans í von um að koma höggi á yfirmenn sína. Kristjána sé augljóslega ómerkileg og illgjörn og sé örugglega rándýr á fóðrum innan félagsins. Gunnar Smári EgilssonFréttablaðið/Sigtryggur Ari„Og það að vera borin þessum sökum sem koma fram hjá Gunnari Smára í fréttapistlum um helgina er eitthvað sem hún getur ekki unað við. Hún þolir það ekki. Hún er eingöngu starfsmaður þarna og lýtur ákveðnu boðvaldi af sínum yfirmönnum. Hún er ekki að gera neitt annað en að fara eftir leikreglunum,” segir Lára V. Júlíusdóttir. Ásakanir Gunnars Smára séu falskar og rangar. Ljóst sé að þær séu alvarleg aðför að mannorði Kristjönu og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta á hendur Gunnari Smára Egilssyni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar vildi ekki veita viðtal þegar þess var óskað vegna þessa máls í dag.Yfirlýsinguna sem Lára sendi á fjölmiðla fyrr í dag má lesa hér fyrir neðanYfirlýsing vegna fjölmiðlaumfjöllunar um fjármálastjóra Eflingar-stéttarfélags„Um síðustu helgi birtust í Mbl., DV, Eyjunni og víðar í fjölmiðlum fréttir af ólgu meðal starfsmanna á skrifstofu Eflingar. Í þeirri umfjöllun hefur Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, fjallað um umbjóðanda minn, Kristjönu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar-stéttarfélags með ærumeiðandi hætti sem nauðsynlegt er að gera athugasemdir við.Fyrir 36 árum var Kristjana Valgeirsdóttir ráðin sem gjaldkeri Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Þegar Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu- stéttarfélag var hún ráðin sem gjaldkeri og síðar fjármálastjóri Eflingar. Hún hefur því starfað hjá Eflingu og eldri félögum nær allan sinn starfsaldur. Hún hefur greinilega notið trausts formanna og stjórna stéttarfélaganna sem hún hefur starfað hjá.Kristjana hefur kosið að tjá sig ekki opinberlega um veikindi sín né störf sín hjá Eflingu að undanförnu. Hún vill taka fram að frétt Mbl. um helgina er ekki frá henni komin og ræðir hún ekki einstök störf eða verkefni á skrifstofu Eflingar á opinberum vettvangi, enda telur hún sig bundna trúnaði hvað slíkt varðar. Þó er óhjákvæmilegt að bregðast við þeim rangfærslum og óhróðri sem hún nú verður fyrir af hálfu Gunnars Smára.Í skrifum sínum á Eyjunni segir Gunnar Smári Egilsson m.a. að Kristjana sverti nafn Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars í von um að koma höggi á yfirmenn sína. Kristjana kannast ekki við að hafa tjáð sig um viðskipti félagsins við einstaka aðila, hvorki Öldu Lóu né annarra og vísar til þess að við afgreiðslu þess máls innan félagsins hafi verið farið eftir þeim verklagsreglum sem viðhafðar hafa verið á skrifstofu Eflingar. Ekki er ljóst til hvers Gunnar vísar þegar hann segir að von Kristjönu hafi verið að koma höggi á yfirmenn sína. Þess má geta að nafn Öldu Lóu Leifsdóttur kemur hvergi fram á reikningum eða gögnum sem um ræðir og umbjóðandi minn hefur aldrei hitt hana og þekkir hana ekki. Ásökunin telst því algerlega tilhæfulaus enda vandséð hvaða ástæðu umbjóðandi minn hefur til að sverta nafn persónu sem hvergi kemur fram í viðkomandi skjölum og umbjóðandi minn þekkir ekki og sér fyrst nafnið í umfjöllun Gunnars Smára Egilssonar.Gunnar segir ennfremur að umbjóðandi minn sé „augljóslega ómerkileg manneskja og illgörn.” Hvernig Gunnar kemst að þeirri niðurstöðu er illskiljanlegt þar sem umbjóðandi minn kannast ekki við Gunnar Smára Egilsson nema úr fjölmiðlum og minnist þess ekki að hafa hitt þann mann né átt nein samskipti við hann.Hann segir einnig að Kristjana hafi örugglega verið rándýr á fóðrum innan félagsins. Hvaðan hann hefur þær upplýsingar er alls ekki ljóst, en Kristjana kannast ekki við annað en að hafa unnið félaginu af heilindum enda hafi henni verið þökkuð góð störf í þess þágu. Hún hafi þegið laun sem hún ætlar að séu sambærileg launum annarra í svipaðri stöðu. Þess má geta að hefð var fyrir því innan Dagsbrúnar sem fylgdi inn í Eflingu að starfsmenn, ábyrgðarmenn og forystumenn voru yfirleitt á hóflegum launum miðað við sambærileg störf innan verkalýðshreyfingarinnar.Gunnar ræðir einnig um tilfærslur Kristjönu á fjármunum félagsins til Gamma. Tekið skal fram að allar meiri háttar fjárfestingar Eflingar eiga stoð í fjárfestingarstefnu félagsins sem byggðar eru á lögum þess og eru samþykktar í hvert og eitt skipti af stjórn félagsins. Ábyrgð umbjóðanda míns á einstökum fjármálagerningum felst í því að framkvæma ákvarðanir sem stjórnin eða formenn Eflingar hafa tekið með heimild stjórnar og innan ramma ávöxtunarstefnu félagsins. Þessar ásakanir eiga sér því enga stoð í raunveruleikanum.Á einum stað í skrifum sínum nefnir Gunnar að Kristjana hafi beitt sér fyrir því að beina viðskiptum Eflingar að veitingarekstri sambýlismanns síns, Marks Brink. Að þessu tilefni er nauðsynlegt að taka fram að viðskipti eldri félaga og síðan Eflingar við hann hófust fyrst í stjórnartíð Guðmundar J. Guðmundssonar og fluttust síðan yfir til Halldórs Björnssonar. Þetta var löngu áður en kynni Kristjönu og Marks hófust. Umbjóðandi minn tengdist aldrei pöntunum veitinga vegna funda. Slíkt var á hendi formanna félagsins eða skrifstofustjóra í umboði þeirra. Rétt er að nefna að viðskipti Eflingar á veitingum og fundarsölum beindust að mun fleiri aðilum í gegn um árin. Engin forsenda er því fyrir þessum ásökunum og auðvel mál að sanna það með beinum vitnum um málið.Skrif Gunnars eru full af tilhæfulausum ásökunum og ávirðingum sem eru til þess eins gerðar að koma af stað óhróðri um umbjóðanda minn. Tilgangur Gunnars Smára Egilssonar er sýnilega ekki annar en að sverta mannorð hennar með skrifum sínum og leitast við að draga úr þeim trúverðugleika sem umbjóðandi minn hefur ætíð notið innan Eflingar og eldri félaga. Það hlýtur að teljast mjög ómaklegt að ráðast með þessum hætti gegn starfsmanni í ábyrgðarstarfi á skrifstofu stéttarfélags og lítillækka hann og vanvirða með tilhæfulausum ásökunum, starfsmanns sem nú um stundir er óvinnufær vegna veikinda.Öllum ásökunum, ávirðingum og alhæfingum svo sem þeirri að fjármálastjóri Eflingar „beri ábyrgð á vondri stöðu verkalýðshreyfingarinnar og hafi valdið verkafólki fjárhagslegu tjóni“ er vísað á bug enda engin rök eða sannananir fyrir því að nokkur fótur sé fyrir þeim.Myndbirting af umbjóðanda mínum sem fylgir þessum ósönnu ásökunum er ámælisverð og hluti af árás á persónu umbjóðanda míns sem ekki er hægt að sitja undir.Hvað Gunnari Smára gengur til með umfjöllun sinni skal ósagt látið og ekki vitað til þess að hann hafi hingað til borið hag verkalýðsstéttar þessa lands sérstaklega fyrir brjósti, en allar þessar fölsku og röngu ávirðingar sem bornar eru á umbjóðanda minn hljóta að kalla fram viðbrögð af hálfu hennar. Ljóst er að þær eru alvarleg aðför að mannorði hennar og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta á hendur Gunnari Smára Egilssyni.Lára V. Júlíusdóttir lögmaður“ Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Lögmaður fjármálastjóra Eflingar telur nægt tilefni til meiðyrðamáls á hendur Gunnari Smára Þetta ritar Lára V. Júlíusdóttir sem er lögmaður Kristjönu Valgeirsdóttur. Lára sendi yfirlýsingu á fjölmiðla vegna umfjöllunar um Kristjönu í fjölmiðlum 10. október 2018 14:39 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fjármálastjóri Eflingar sem nú er í veikindaleyfi sakar Gunnar Smára Egilsson um aðför að mannorði hennar sem gefi nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu um miskabætur. En Gunnar Smári hefur meðal annars sagt að fjármálastjórinn sé ómerkileg manneskja og illgjörn. Það er greinilega ekki allt með felldu á skrifstofu Eflingar eftir að ný forysta tók við. Sumt af eldra starfsfólki hefur ýmist verið látið taka pokann sinn eða farið í veikindafrí. Eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir tók við formennsku í Eflingu var skrifstofustjóra félagsinis til margra ára skyndilega sagt upp störfum og síðan hefur magnast upp spenna sem leitt hefur til þess að Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri Eflingar og áður Dagsbrúnar til 36 ára og bókari félagsins hafa báðar farið í veikindaleyfi.Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður fjármálastjóra Eflingar.Eftir að Morgunblaðið fjallaði um þessi mál hefur Gunnar Smári Egilsson formaður Sósíalistaflokksins, sem stutt hefur við nýjan formann Eflingar, gagnrýnt Kristjönu harðlega í opinberum skrifum og sakað hana um óvild í garð eiginkonu sinnar. Ekki er rúm til að endurtaka allar þær ávirðingar hér en þær hafa orðið til þess að Lára V. Júlíusdóttir lögmaður fjármálastjórans sendi frá sér yfirlýsingu í dag. Lögmaðurinn segir ummæli Gunnars Smára meiðandi og Kristjana átti sig ekki á hvað hún hafi gert til að uppskera þau. „Hann ræðst á hana af þvílíku offorsi. Hún er náttúrlega bara starfsmaður stéttarfélags. Hún hefur að vísu með fjármál að gera hjá Eflingu,” segir Lára. Gunnar Smári sakar Kristjönu meðal annars um að neita að greiða reikning frá eiginkonu hans fyrir unnin störf fyrir félagið. Lára segir Kristjönu einfaldlega hafa farið eftir reglum um að samþykkt stjórnar þurfi fyrir greiðslu hárra reikninga. En Gunnar Smári saki Kristjönu meðal annars um tilraun til að sverta nafn eiginkonu hans í von um að koma höggi á yfirmenn sína. Kristjána sé augljóslega ómerkileg og illgjörn og sé örugglega rándýr á fóðrum innan félagsins. Gunnar Smári EgilssonFréttablaðið/Sigtryggur Ari„Og það að vera borin þessum sökum sem koma fram hjá Gunnari Smára í fréttapistlum um helgina er eitthvað sem hún getur ekki unað við. Hún þolir það ekki. Hún er eingöngu starfsmaður þarna og lýtur ákveðnu boðvaldi af sínum yfirmönnum. Hún er ekki að gera neitt annað en að fara eftir leikreglunum,” segir Lára V. Júlíusdóttir. Ásakanir Gunnars Smára séu falskar og rangar. Ljóst sé að þær séu alvarleg aðför að mannorði Kristjönu og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta á hendur Gunnari Smára Egilssyni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar vildi ekki veita viðtal þegar þess var óskað vegna þessa máls í dag.Yfirlýsinguna sem Lára sendi á fjölmiðla fyrr í dag má lesa hér fyrir neðanYfirlýsing vegna fjölmiðlaumfjöllunar um fjármálastjóra Eflingar-stéttarfélags„Um síðustu helgi birtust í Mbl., DV, Eyjunni og víðar í fjölmiðlum fréttir af ólgu meðal starfsmanna á skrifstofu Eflingar. Í þeirri umfjöllun hefur Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, fjallað um umbjóðanda minn, Kristjönu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar-stéttarfélags með ærumeiðandi hætti sem nauðsynlegt er að gera athugasemdir við.Fyrir 36 árum var Kristjana Valgeirsdóttir ráðin sem gjaldkeri Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Þegar Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu- stéttarfélag var hún ráðin sem gjaldkeri og síðar fjármálastjóri Eflingar. Hún hefur því starfað hjá Eflingu og eldri félögum nær allan sinn starfsaldur. Hún hefur greinilega notið trausts formanna og stjórna stéttarfélaganna sem hún hefur starfað hjá.Kristjana hefur kosið að tjá sig ekki opinberlega um veikindi sín né störf sín hjá Eflingu að undanförnu. Hún vill taka fram að frétt Mbl. um helgina er ekki frá henni komin og ræðir hún ekki einstök störf eða verkefni á skrifstofu Eflingar á opinberum vettvangi, enda telur hún sig bundna trúnaði hvað slíkt varðar. Þó er óhjákvæmilegt að bregðast við þeim rangfærslum og óhróðri sem hún nú verður fyrir af hálfu Gunnars Smára.Í skrifum sínum á Eyjunni segir Gunnar Smári Egilsson m.a. að Kristjana sverti nafn Öldu Lóu Leifsdóttur, eiginkonu Gunnars í von um að koma höggi á yfirmenn sína. Kristjana kannast ekki við að hafa tjáð sig um viðskipti félagsins við einstaka aðila, hvorki Öldu Lóu né annarra og vísar til þess að við afgreiðslu þess máls innan félagsins hafi verið farið eftir þeim verklagsreglum sem viðhafðar hafa verið á skrifstofu Eflingar. Ekki er ljóst til hvers Gunnar vísar þegar hann segir að von Kristjönu hafi verið að koma höggi á yfirmenn sína. Þess má geta að nafn Öldu Lóu Leifsdóttur kemur hvergi fram á reikningum eða gögnum sem um ræðir og umbjóðandi minn hefur aldrei hitt hana og þekkir hana ekki. Ásökunin telst því algerlega tilhæfulaus enda vandséð hvaða ástæðu umbjóðandi minn hefur til að sverta nafn persónu sem hvergi kemur fram í viðkomandi skjölum og umbjóðandi minn þekkir ekki og sér fyrst nafnið í umfjöllun Gunnars Smára Egilssonar.Gunnar segir ennfremur að umbjóðandi minn sé „augljóslega ómerkileg manneskja og illgörn.” Hvernig Gunnar kemst að þeirri niðurstöðu er illskiljanlegt þar sem umbjóðandi minn kannast ekki við Gunnar Smára Egilsson nema úr fjölmiðlum og minnist þess ekki að hafa hitt þann mann né átt nein samskipti við hann.Hann segir einnig að Kristjana hafi örugglega verið rándýr á fóðrum innan félagsins. Hvaðan hann hefur þær upplýsingar er alls ekki ljóst, en Kristjana kannast ekki við annað en að hafa unnið félaginu af heilindum enda hafi henni verið þökkuð góð störf í þess þágu. Hún hafi þegið laun sem hún ætlar að séu sambærileg launum annarra í svipaðri stöðu. Þess má geta að hefð var fyrir því innan Dagsbrúnar sem fylgdi inn í Eflingu að starfsmenn, ábyrgðarmenn og forystumenn voru yfirleitt á hóflegum launum miðað við sambærileg störf innan verkalýðshreyfingarinnar.Gunnar ræðir einnig um tilfærslur Kristjönu á fjármunum félagsins til Gamma. Tekið skal fram að allar meiri háttar fjárfestingar Eflingar eiga stoð í fjárfestingarstefnu félagsins sem byggðar eru á lögum þess og eru samþykktar í hvert og eitt skipti af stjórn félagsins. Ábyrgð umbjóðanda míns á einstökum fjármálagerningum felst í því að framkvæma ákvarðanir sem stjórnin eða formenn Eflingar hafa tekið með heimild stjórnar og innan ramma ávöxtunarstefnu félagsins. Þessar ásakanir eiga sér því enga stoð í raunveruleikanum.Á einum stað í skrifum sínum nefnir Gunnar að Kristjana hafi beitt sér fyrir því að beina viðskiptum Eflingar að veitingarekstri sambýlismanns síns, Marks Brink. Að þessu tilefni er nauðsynlegt að taka fram að viðskipti eldri félaga og síðan Eflingar við hann hófust fyrst í stjórnartíð Guðmundar J. Guðmundssonar og fluttust síðan yfir til Halldórs Björnssonar. Þetta var löngu áður en kynni Kristjönu og Marks hófust. Umbjóðandi minn tengdist aldrei pöntunum veitinga vegna funda. Slíkt var á hendi formanna félagsins eða skrifstofustjóra í umboði þeirra. Rétt er að nefna að viðskipti Eflingar á veitingum og fundarsölum beindust að mun fleiri aðilum í gegn um árin. Engin forsenda er því fyrir þessum ásökunum og auðvel mál að sanna það með beinum vitnum um málið.Skrif Gunnars eru full af tilhæfulausum ásökunum og ávirðingum sem eru til þess eins gerðar að koma af stað óhróðri um umbjóðanda minn. Tilgangur Gunnars Smára Egilssonar er sýnilega ekki annar en að sverta mannorð hennar með skrifum sínum og leitast við að draga úr þeim trúverðugleika sem umbjóðandi minn hefur ætíð notið innan Eflingar og eldri félaga. Það hlýtur að teljast mjög ómaklegt að ráðast með þessum hætti gegn starfsmanni í ábyrgðarstarfi á skrifstofu stéttarfélags og lítillækka hann og vanvirða með tilhæfulausum ásökunum, starfsmanns sem nú um stundir er óvinnufær vegna veikinda.Öllum ásökunum, ávirðingum og alhæfingum svo sem þeirri að fjármálastjóri Eflingar „beri ábyrgð á vondri stöðu verkalýðshreyfingarinnar og hafi valdið verkafólki fjárhagslegu tjóni“ er vísað á bug enda engin rök eða sannananir fyrir því að nokkur fótur sé fyrir þeim.Myndbirting af umbjóðanda mínum sem fylgir þessum ósönnu ásökunum er ámælisverð og hluti af árás á persónu umbjóðanda míns sem ekki er hægt að sitja undir.Hvað Gunnari Smára gengur til með umfjöllun sinni skal ósagt látið og ekki vitað til þess að hann hafi hingað til borið hag verkalýðsstéttar þessa lands sérstaklega fyrir brjósti, en allar þessar fölsku og röngu ávirðingar sem bornar eru á umbjóðanda minn hljóta að kalla fram viðbrögð af hálfu hennar. Ljóst er að þær eru alvarleg aðför að mannorði hennar og meira en nægt tilefni til meiðyrðamáls og kröfu miskabóta á hendur Gunnari Smára Egilssyni.Lára V. Júlíusdóttir lögmaður“
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15 Lögmaður fjármálastjóra Eflingar telur nægt tilefni til meiðyrðamáls á hendur Gunnari Smára Þetta ritar Lára V. Júlíusdóttir sem er lögmaður Kristjönu Valgeirsdóttur. Lára sendi yfirlýsingu á fjölmiðla vegna umfjöllunar um Kristjönu í fjölmiðlum 10. október 2018 14:39 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Gunnar Smári ætlar ekki að láta Láru V. segja sér fyrir verkum Gunnar Smári svarar ásökunum um ærumeiðingar. 10. október 2018 15:15
Lögmaður fjármálastjóra Eflingar telur nægt tilefni til meiðyrðamáls á hendur Gunnari Smára Þetta ritar Lára V. Júlíusdóttir sem er lögmaður Kristjönu Valgeirsdóttur. Lára sendi yfirlýsingu á fjölmiðla vegna umfjöllunar um Kristjönu í fjölmiðlum 10. október 2018 14:39