Ísland ekki of lítið til að bregðast við flóttamannavandanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2018 20:30 Ísland er ekki of lítið eða of langt í burtu til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við flóttamannavandanum. Þetta segir rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt sem barn. Hann segir mikilvægt að einblína ekki aðeins á neikvæða þætti fólksflutninga, hlusta þurfi betur á raddir ungs fólks og nota ímyndunaraflið til að stuðla að betri heimi. JJ Bola var meðal framsögumanna á alþjóðlegri friðarráðstefnu á vegum Höfða friðarseturs í dag. JJ var sjö ára þegar hann flúði til Bretlands frá heimalandinu Austur-Kongó ásamt fjölskyldu sinni. Í dag er hann rithöfundur og ljóðskáld og talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.JJ Bola er rithöfundur og ljóðaslammari.Vísir/Sigurjón„Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að upplifa þessa reynslu. Ungt fólk þarfnast stöðugleika, ástúðar og umönnunar alveg eins og allir aðrir. Við þurfum einnig að finna leiðir til að vernda ungt fólk og valdefla svo þeir sem hafa mátt þola það að vera flóttamenn geti lagt að mörkum til samfélagsins,“ segir J.J. Áfallið sem fylgi því að hafa verið flóttamaður eigi ekki að verða til þess að fólk verði skilgreint sem flóttamenn til frambúðar heldur eigi draumar þeirra að geta ræst, rétt eins og annarra. Þrátt fyrir að vera lítil eyja í Norður-Atlantshafi geti Ísland auðveldlega lagt sitt af mörkum með einum eða öðrum hætti. „Þið getið lagt mikið af mörkum þrátt fyrir smæð landsins. Ekkert land er of lítið til þess. Ef þið leggið einu máli lið skuluð þið gera það af kostgæfni,“ segir J.J. Það eitt að nota ímyndunaraflið geti stuðlað að friði í heiminum. Ímyndunaraflið sé afl sem sé óháð landamærum. Flóttamenn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira
Ísland er ekki of lítið eða of langt í burtu til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við flóttamannavandanum. Þetta segir rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt sem barn. Hann segir mikilvægt að einblína ekki aðeins á neikvæða þætti fólksflutninga, hlusta þurfi betur á raddir ungs fólks og nota ímyndunaraflið til að stuðla að betri heimi. JJ Bola var meðal framsögumanna á alþjóðlegri friðarráðstefnu á vegum Höfða friðarseturs í dag. JJ var sjö ára þegar hann flúði til Bretlands frá heimalandinu Austur-Kongó ásamt fjölskyldu sinni. Í dag er hann rithöfundur og ljóðskáld og talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.JJ Bola er rithöfundur og ljóðaslammari.Vísir/Sigurjón„Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að upplifa þessa reynslu. Ungt fólk þarfnast stöðugleika, ástúðar og umönnunar alveg eins og allir aðrir. Við þurfum einnig að finna leiðir til að vernda ungt fólk og valdefla svo þeir sem hafa mátt þola það að vera flóttamenn geti lagt að mörkum til samfélagsins,“ segir J.J. Áfallið sem fylgi því að hafa verið flóttamaður eigi ekki að verða til þess að fólk verði skilgreint sem flóttamenn til frambúðar heldur eigi draumar þeirra að geta ræst, rétt eins og annarra. Þrátt fyrir að vera lítil eyja í Norður-Atlantshafi geti Ísland auðveldlega lagt sitt af mörkum með einum eða öðrum hætti. „Þið getið lagt mikið af mörkum þrátt fyrir smæð landsins. Ekkert land er of lítið til þess. Ef þið leggið einu máli lið skuluð þið gera það af kostgæfni,“ segir J.J. Það eitt að nota ímyndunaraflið geti stuðlað að friði í heiminum. Ímyndunaraflið sé afl sem sé óháð landamærum.
Flóttamenn Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Sjá meira