Ísland ekki of lítið til að bregðast við flóttamannavandanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2018 20:30 Ísland er ekki of lítið eða of langt í burtu til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við flóttamannavandanum. Þetta segir rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt sem barn. Hann segir mikilvægt að einblína ekki aðeins á neikvæða þætti fólksflutninga, hlusta þurfi betur á raddir ungs fólks og nota ímyndunaraflið til að stuðla að betri heimi. JJ Bola var meðal framsögumanna á alþjóðlegri friðarráðstefnu á vegum Höfða friðarseturs í dag. JJ var sjö ára þegar hann flúði til Bretlands frá heimalandinu Austur-Kongó ásamt fjölskyldu sinni. Í dag er hann rithöfundur og ljóðskáld og talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.JJ Bola er rithöfundur og ljóðaslammari.Vísir/Sigurjón„Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að upplifa þessa reynslu. Ungt fólk þarfnast stöðugleika, ástúðar og umönnunar alveg eins og allir aðrir. Við þurfum einnig að finna leiðir til að vernda ungt fólk og valdefla svo þeir sem hafa mátt þola það að vera flóttamenn geti lagt að mörkum til samfélagsins,“ segir J.J. Áfallið sem fylgi því að hafa verið flóttamaður eigi ekki að verða til þess að fólk verði skilgreint sem flóttamenn til frambúðar heldur eigi draumar þeirra að geta ræst, rétt eins og annarra. Þrátt fyrir að vera lítil eyja í Norður-Atlantshafi geti Ísland auðveldlega lagt sitt af mörkum með einum eða öðrum hætti. „Þið getið lagt mikið af mörkum þrátt fyrir smæð landsins. Ekkert land er of lítið til þess. Ef þið leggið einu máli lið skuluð þið gera það af kostgæfni,“ segir J.J. Það eitt að nota ímyndunaraflið geti stuðlað að friði í heiminum. Ímyndunaraflið sé afl sem sé óháð landamærum. Flóttamenn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Ísland er ekki of lítið eða of langt í burtu til að leggja sitt af mörkum til að bregðast við flóttamannavandanum. Þetta segir rithöfundur sem þurfti að flýja heimaland sitt sem barn. Hann segir mikilvægt að einblína ekki aðeins á neikvæða þætti fólksflutninga, hlusta þurfi betur á raddir ungs fólks og nota ímyndunaraflið til að stuðla að betri heimi. JJ Bola var meðal framsögumanna á alþjóðlegri friðarráðstefnu á vegum Höfða friðarseturs í dag. JJ var sjö ára þegar hann flúði til Bretlands frá heimalandinu Austur-Kongó ásamt fjölskyldu sinni. Í dag er hann rithöfundur og ljóðskáld og talsmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.JJ Bola er rithöfundur og ljóðaslammari.Vísir/Sigurjón„Ég myndi ekki óska neinum að þurfa að upplifa þessa reynslu. Ungt fólk þarfnast stöðugleika, ástúðar og umönnunar alveg eins og allir aðrir. Við þurfum einnig að finna leiðir til að vernda ungt fólk og valdefla svo þeir sem hafa mátt þola það að vera flóttamenn geti lagt að mörkum til samfélagsins,“ segir J.J. Áfallið sem fylgi því að hafa verið flóttamaður eigi ekki að verða til þess að fólk verði skilgreint sem flóttamenn til frambúðar heldur eigi draumar þeirra að geta ræst, rétt eins og annarra. Þrátt fyrir að vera lítil eyja í Norður-Atlantshafi geti Ísland auðveldlega lagt sitt af mörkum með einum eða öðrum hætti. „Þið getið lagt mikið af mörkum þrátt fyrir smæð landsins. Ekkert land er of lítið til þess. Ef þið leggið einu máli lið skuluð þið gera það af kostgæfni,“ segir J.J. Það eitt að nota ímyndunaraflið geti stuðlað að friði í heiminum. Ímyndunaraflið sé afl sem sé óháð landamærum.
Flóttamenn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira