Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2018 14:37 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti Borgarstjórnar. visir/jói k Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Breytingatillaga minnihlutans um að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt var felld í borgarráði í morgun. Forseti borgarstjórnar segir að borgin muni ekki verja krónu í viðbót í verkefnið. Framkvæmdirnar sem upphaflega áttu að kosta 158 milljónir hafa kostað borgarsjóð vel yfir 400 milljónir en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir á sæti í borgarráði en hún hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í meirihluta síðan á síðasta kjörtímabili.Hvað fór úrskeiðis? „Þetta er auðvitað ótrúlega leiðinlegt og alvarlegt mál. Þarna er um að ræða endurgerð gamalla minja og um það giltu ákveðin lög og verkferlar sem að bara hreinlega þarf að endurskoða,“ segir Heiða Björg, spurð hvernig framúrkeyrslan gat farið fram hjá kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Það sé hlutverk ákveðinna aðila innan borgarkerfisins að fylgjast með framkvæmdum og vonar Heiða að í ljós komi í þeirri skoðun sem framundan sé hjá innri endurskoðun hvað nákvæmlega fór úrskeiðis. Hún kveðst ekki sjá ástæðu til þess að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð á þessu stigi málsins. „Það er ekkert sem bendir til þess í dag að þetta mál hafi nokkurs staðar verið á borði kjörinna fulltrúa en við skorumst ekki undan ábyrgð komi það í ljós að við höfum átt að hanna ferlið öðruvísi eða leggja þetta upp með öðrum hætti,“ segir Heiða.Nóg á könnu innri endurskoðanda Samþykkt var á fundinum tillaga meirihlutans um að innri endurskoðun verði falið að skoða alla anga málsins. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir viðvörunarbjöllur hafa verið virtar að vettugi. „Við lögðum hins vegar fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn, ekki síst vegna þess að innri endurskoðandi er störfum hlaðinn. Hann hefur fengið mikla rannsókn á Orkuveitunni sem er ekki lokið þannig við hefðum talið að þetta þyrfti meiri forgang,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, fullyrðir að Reykjavíkurborg muni ekki leggja krónu til viðbótar til verkefnisins en verkefninu við braggann og nærliggjandi hús er ekki full lokið. Að sögn Dóru hefur öllum framkvæmdum við braggann á vegum borgarinnar verið hætt. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni,“ segir Dóra. Braggamálið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Breytingatillaga minnihlutans um að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt var felld í borgarráði í morgun. Forseti borgarstjórnar segir að borgin muni ekki verja krónu í viðbót í verkefnið. Framkvæmdirnar sem upphaflega áttu að kosta 158 milljónir hafa kostað borgarsjóð vel yfir 400 milljónir en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir á sæti í borgarráði en hún hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í meirihluta síðan á síðasta kjörtímabili.Hvað fór úrskeiðis? „Þetta er auðvitað ótrúlega leiðinlegt og alvarlegt mál. Þarna er um að ræða endurgerð gamalla minja og um það giltu ákveðin lög og verkferlar sem að bara hreinlega þarf að endurskoða,“ segir Heiða Björg, spurð hvernig framúrkeyrslan gat farið fram hjá kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Það sé hlutverk ákveðinna aðila innan borgarkerfisins að fylgjast með framkvæmdum og vonar Heiða að í ljós komi í þeirri skoðun sem framundan sé hjá innri endurskoðun hvað nákvæmlega fór úrskeiðis. Hún kveðst ekki sjá ástæðu til þess að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð á þessu stigi málsins. „Það er ekkert sem bendir til þess í dag að þetta mál hafi nokkurs staðar verið á borði kjörinna fulltrúa en við skorumst ekki undan ábyrgð komi það í ljós að við höfum átt að hanna ferlið öðruvísi eða leggja þetta upp með öðrum hætti,“ segir Heiða.Nóg á könnu innri endurskoðanda Samþykkt var á fundinum tillaga meirihlutans um að innri endurskoðun verði falið að skoða alla anga málsins. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir viðvörunarbjöllur hafa verið virtar að vettugi. „Við lögðum hins vegar fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn, ekki síst vegna þess að innri endurskoðandi er störfum hlaðinn. Hann hefur fengið mikla rannsókn á Orkuveitunni sem er ekki lokið þannig við hefðum talið að þetta þyrfti meiri forgang,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, fullyrðir að Reykjavíkurborg muni ekki leggja krónu til viðbótar til verkefnisins en verkefninu við braggann og nærliggjandi hús er ekki full lokið. Að sögn Dóru hefur öllum framkvæmdum við braggann á vegum borgarinnar verið hætt. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni,“ segir Dóra.
Braggamálið Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira