Eyþór Arnalds um braggann: „Sjaldan er ein báran stök“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2018 19:00 Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Óþarfa verkefni sem kostaði allt of mikið segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð að bragganum ásamt verkefnastjóra eignaumsýslu hjá borginni í dag til að kynna sér stöðuna en líkt og kunnugt er fóru framkvæmdir langt fram úr kostnaðaráætlun. Fjölmiðlar voru með í för en voru beðnir að bíða fyrir utan á meðan borgarfulltrúar fengu kynningu. „Bara svo það sé sagt þá hefur öllum framkvæmdum hér við braggann verið hætt. Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót við þetta verkefni hér,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar. Það sé nú alfarið í höndum Háskólans í Reykjavík. Ekki hefur allt verið klárað en frágangi við náðhúsið svokallaða við hlið braggans er til að mynda ólokið. Vettvangsferðin var bæði góð og gagnleg að sögn Dóru sem vill velta við hverjum steini við skoðun málsins. Mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Það mætti alveg skoða af hverju verkefnið átti sér allt stað á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Af því alla jafna eru stærstu framkvæmdir í borginni, vegaframkvæmdir og byggingar á því sviði.“ Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð og skoðuðu braggann og nærliggjandi hús í dag.Vísir/VilhelmMálið var einnig til umfjöllunar á fundi borgarráðs í morgun. Aðspurð segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að málið sé einstakt og sambærileg framúrkeyrsla eigi líkast til ekki við um önnur verkefni. „Ég skil vel að fólki líði þannig en þetta er mjög sérstök framkvæmd. Þarna er verið að gera upp gamlar fornminjar sem voru friðaðar í deiliskipulagi og hönnunin fer fram svolítið samhliða því að það er verið að gera við og breyta og það er mjög sjaldgæft,“ segir Heiða Björg, sem áréttar þó að hún vilji komast til botns í málinu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ósammála því að um einsdæmi sé að ræða. „Sjaldan er ein báran stök og þannig er það í þessu máli. Við höfum séð framúrkeyrslu víða og það versta er náttúrlega að það eru ekki til peningar fyrir þessu, það er tekið lán fyrir þessum framkvæmdum. Bragginn var fjármagnaður með lánum og þetta er algjört óþarfa verkefni,“ segir Eyþór. Braggamálið Tengdar fréttir Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30 Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30 Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Óþarfa verkefni sem kostaði allt of mikið segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð að bragganum ásamt verkefnastjóra eignaumsýslu hjá borginni í dag til að kynna sér stöðuna en líkt og kunnugt er fóru framkvæmdir langt fram úr kostnaðaráætlun. Fjölmiðlar voru með í för en voru beðnir að bíða fyrir utan á meðan borgarfulltrúar fengu kynningu. „Bara svo það sé sagt þá hefur öllum framkvæmdum hér við braggann verið hætt. Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót við þetta verkefni hér,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar. Það sé nú alfarið í höndum Háskólans í Reykjavík. Ekki hefur allt verið klárað en frágangi við náðhúsið svokallaða við hlið braggans er til að mynda ólokið. Vettvangsferðin var bæði góð og gagnleg að sögn Dóru sem vill velta við hverjum steini við skoðun málsins. Mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Það mætti alveg skoða af hverju verkefnið átti sér allt stað á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Af því alla jafna eru stærstu framkvæmdir í borginni, vegaframkvæmdir og byggingar á því sviði.“ Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð og skoðuðu braggann og nærliggjandi hús í dag.Vísir/VilhelmMálið var einnig til umfjöllunar á fundi borgarráðs í morgun. Aðspurð segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að málið sé einstakt og sambærileg framúrkeyrsla eigi líkast til ekki við um önnur verkefni. „Ég skil vel að fólki líði þannig en þetta er mjög sérstök framkvæmd. Þarna er verið að gera upp gamlar fornminjar sem voru friðaðar í deiliskipulagi og hönnunin fer fram svolítið samhliða því að það er verið að gera við og breyta og það er mjög sjaldgæft,“ segir Heiða Björg, sem áréttar þó að hún vilji komast til botns í málinu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ósammála því að um einsdæmi sé að ræða. „Sjaldan er ein báran stök og þannig er það í þessu máli. Við höfum séð framúrkeyrslu víða og það versta er náttúrlega að það eru ekki til peningar fyrir þessu, það er tekið lán fyrir þessum framkvæmdum. Bragginn var fjármagnaður með lánum og þetta er algjört óþarfa verkefni,“ segir Eyþór.
Braggamálið Tengdar fréttir Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30 Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30 Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30
Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30
Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37