Teymi grínista og leikara sér um Skaupið í ár Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2018 17:32 Arnór Pálmi Arnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Mynd/RÚV Höfundar Áramótaskaupsins eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem einnig leikstýrir, annað árið í röð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Arnór Pálmi, sem hefur sinnt ýmsum verkefnum fyrir RÚV í gegnum tíðina, segist vera hæstánægður með hópinn og bætir við að handritavinnan gangi vel. „Ilmur, Sveppi, Katla og Jón eru náttúrulega máttarstólpar í gríni á Íslandi en svo er Katrín Halldóra að stíga sín fyrstu skref í að skrifa grín fyrir sjónvarp og passar frábærlega inn í þennan hóp. Það er svo sem af nógu að taka í ár en allt tal um að Skaupið skrifi sig sjálft er ekki rétt. Þetta kostar hellings vinnu, marga kaffibolla, nokkur rifrildi og fullt af Lindu kaffisúkkulaði. Það er nefnilega hefð hjá okkur að kaupa eitt stykki af því eftir hádegismat og deila. Það er líka svo hentugt því það eru einmitt akkúrat sex molar í því,“ er haft eftir Arnóri Pálma í tilkynningu. Tökur á Skaupinu hefjast um miðjan nóvember og mun Glassriver sjá um framleiðsluna líkt og í fyrra. Framleiðendur Skaupsins eru Andri Ómarsson og Arnbjörg Hafliðadóttir ásamt Herði Rúnarssyni, Baldvini Z og Andra Óttarssyni. Í fyrra var skaupið í höndum grínistanna Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergs Ebba Benediktssonar, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“ Daði Freyr sló í gegn í lokaatriði Áramótaskaupsins. 1. janúar 2018 16:38 Vilt þú gera framúrskarandi Skaup fyrir RÚV? Framleiðandinn hefur úr 32 milljónum króna að spila. 16. apríl 2018 11:27 Mikill meirihluti ánægður með Skaupið Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið en heil 76% sögðu Skaupið hafa verið gott en einungis 10% slakt. 26. janúar 2018 15:48 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Höfundar Áramótaskaupsins eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem einnig leikstýrir, annað árið í röð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Arnór Pálmi, sem hefur sinnt ýmsum verkefnum fyrir RÚV í gegnum tíðina, segist vera hæstánægður með hópinn og bætir við að handritavinnan gangi vel. „Ilmur, Sveppi, Katla og Jón eru náttúrulega máttarstólpar í gríni á Íslandi en svo er Katrín Halldóra að stíga sín fyrstu skref í að skrifa grín fyrir sjónvarp og passar frábærlega inn í þennan hóp. Það er svo sem af nógu að taka í ár en allt tal um að Skaupið skrifi sig sjálft er ekki rétt. Þetta kostar hellings vinnu, marga kaffibolla, nokkur rifrildi og fullt af Lindu kaffisúkkulaði. Það er nefnilega hefð hjá okkur að kaupa eitt stykki af því eftir hádegismat og deila. Það er líka svo hentugt því það eru einmitt akkúrat sex molar í því,“ er haft eftir Arnóri Pálma í tilkynningu. Tökur á Skaupinu hefjast um miðjan nóvember og mun Glassriver sjá um framleiðsluna líkt og í fyrra. Framleiðendur Skaupsins eru Andri Ómarsson og Arnbjörg Hafliðadóttir ásamt Herði Rúnarssyni, Baldvini Z og Andra Óttarssyni. Í fyrra var skaupið í höndum grínistanna Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergs Ebba Benediktssonar, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“ Daði Freyr sló í gegn í lokaatriði Áramótaskaupsins. 1. janúar 2018 16:38 Vilt þú gera framúrskarandi Skaup fyrir RÚV? Framleiðandinn hefur úr 32 milljónum króna að spila. 16. apríl 2018 11:27 Mikill meirihluti ánægður með Skaupið Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið en heil 76% sögðu Skaupið hafa verið gott en einungis 10% slakt. 26. janúar 2018 15:48 Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Það eina sem þessi þjóð þurfti var Daða í skaupið“ Daði Freyr sló í gegn í lokaatriði Áramótaskaupsins. 1. janúar 2018 16:38
Vilt þú gera framúrskarandi Skaup fyrir RÚV? Framleiðandinn hefur úr 32 milljónum króna að spila. 16. apríl 2018 11:27
Mikill meirihluti ánægður með Skaupið Mikil ánægja var á meðal landsmanna með Áramótaskaupið en heil 76% sögðu Skaupið hafa verið gott en einungis 10% slakt. 26. janúar 2018 15:48