Þessi sjá um Skaupið í ár Stefán Árni Pálsson skrifar 25. ágúst 2017 16:19 Magnús Magnús Magnússon, maðurinn sem gat ekki tekið víkingaklappið, kom fyrir í skaupinu í fyrra. mynd/skjáskot Rúv hefur valið einvalalið grínista úr hópi umsækjenda um gerð Áramótaskaupsins árið 2017. Leikstjórn verður í höndum Arnórs Pálma Arnarsonar sem leikstýrði og skrifaði meðal annars þættina Ligeglad sem unnu til Edduverðlauna á árinu sem besta leikna efnið. Arnór verður einnig í höfundateyminu ásamt þeim Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergi Ebba Benediktssyni, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur sem leiða handritavinnuna. Dóra er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York með sérstaka áherslu á sketsaskrif. Anna Svava og Saga hafa báðar tekið þátt í gerð Skaupsins áður en hinir höfundarnir hafa verið leiðandi í uppistandi og gerð gamanefnis á síðustu árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hópurinn hefur þegar hafið handritaskrif og stríðir við það lúxusvandamál að hafa nánast af of miklu að taka. Markmiðið er að gera Skaup sem allir eiga að geta notið og stinga hæfilega fast á kýlum samfélagsins. Upptökur eru áætlaðar í nóvember en þangað til læsa höfundar sig inni á leynilegum stað og kryfja árið til mergjar. Framleiðsla verður í höndum Glassriver sem er nýtt framleiðslufyrirtæki í eigu Baldvins Z, Arnbjargar Hafliðadóttur, Andra Óttarssonar og Harðar Rúnarssonar.Hópurinn sem sér um Skaupi í ár. Efri röð frá vinstri til hægri: Dóra, Anna Svala, Arnór. Neðri röð frá vinstri til hægri: Bergur Ebbi, Dóri DNA og Saga Garðars. Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira
Rúv hefur valið einvalalið grínista úr hópi umsækjenda um gerð Áramótaskaupsins árið 2017. Leikstjórn verður í höndum Arnórs Pálma Arnarsonar sem leikstýrði og skrifaði meðal annars þættina Ligeglad sem unnu til Edduverðlauna á árinu sem besta leikna efnið. Arnór verður einnig í höfundateyminu ásamt þeim Önnu Svövu Knútsdóttur, Bergi Ebba Benediktssyni, Dóra DNA, Sögu Garðarsdóttur og Dóru Jóhannsdóttur sem leiða handritavinnuna. Dóra er upphafskona spunahópsins Improv Ísland og stundaði nám við UCB skólann í New York með sérstaka áherslu á sketsaskrif. Anna Svava og Saga hafa báðar tekið þátt í gerð Skaupsins áður en hinir höfundarnir hafa verið leiðandi í uppistandi og gerð gamanefnis á síðustu árum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hópurinn hefur þegar hafið handritaskrif og stríðir við það lúxusvandamál að hafa nánast af of miklu að taka. Markmiðið er að gera Skaup sem allir eiga að geta notið og stinga hæfilega fast á kýlum samfélagsins. Upptökur eru áætlaðar í nóvember en þangað til læsa höfundar sig inni á leynilegum stað og kryfja árið til mergjar. Framleiðsla verður í höndum Glassriver sem er nýtt framleiðslufyrirtæki í eigu Baldvins Z, Arnbjargar Hafliðadóttur, Andra Óttarssonar og Harðar Rúnarssonar.Hópurinn sem sér um Skaupi í ár. Efri röð frá vinstri til hægri: Dóra, Anna Svala, Arnór. Neðri röð frá vinstri til hægri: Bergur Ebbi, Dóri DNA og Saga Garðars.
Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Sjá meira