Vaxandi öfgar í veðurfari á Íslandi verði ekkert að gert Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2018 20:45 Vaxandi öfgar í veðurfari og áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar hér við land gætu haft verulegar afleiðingar verði ekkert að gert. Sérfræðingar í málefnum veðurs og sjávar hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Sérstök skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsmál, sem kynnt var á mánudag, hefur vakið mikla athygli en nefndin telur heimsbyggðina hafa einungis tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Sérfræðingar hér á landi taka undir með Vísindanefndinni, og segir að haldi þróunin áfram án aðgerða muni það hafa verulega afleiðingar hér á landi. Hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur áhyggjur af því að markmiðum að hiti hækki ekki meira en um 1,5 gráðu á tólf árum náist ekki.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu ÍslandsVísir/Stöð 2„Ég hef miklar efasemdir um að það verði hægt, en ég held að það sé alveg rétt að rétti tíminn, rétti tíminn til að byrja hefði verið fyrir 25 árum síðan. Næst besti tíminn er akkúrat í dag,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Halldór segir að draga verði hratt úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og að ganga verði í það af ákefð. Gangi svartsýnustu spár skýrsluhöfunda eftir er ljóst að súrnun sjávar við Ísland mun aukast og öfgar í veðurfari verða mun meiri. „Við erum að sjá ákafari úrkomuatburði, sjávarstaða fer hækkandi og fleira sem þýðir að við getum lent í erfiðari flóðum og algengari flóðum,“ segir Halldór. Þá hafa sést breytingar á skriðuföllum sem stafa af meiri úrkomu og fleiri atriða. „Það eru fleiri hlutir, þetta er ekki bara verður, þetta er líka súrnun sjávar,“ segir Halldór. Þar eru sérfræðingar skemur af veg komnir í rannsóknum sínum hvað það muni þýðar til dæmis hér á landi. En sjórinn hér er kaldari en annars staðar og súrnar hraðar heldur en hlýrri sjór. Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Stöð 2„Við vitum enn þá því miður alltof lítið um súrnun sjávar. Við vitum þó að sjórinn er að súrna og að áhrifin gætu orðið mjög neikvæð en hver áhrifin verða nákvæmlega og hvernig þau munu koma fram þegar fram líður, það vitum við ekki,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Súrnun sjávar getur haft áhrif á fiskveiðar hér við land verði ekkert að gert. En kalkmyndandi fæði ákveðinna fisktegunda gæti horfið. „Við höfum mestar áhyggjur af því að áhrif á fiska muni koma fram í gegnum fæðukeðjur ef það þá gerist,“ segir Hrönn Tengdar fréttir Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Vaxandi öfgar í veðurfari og áhrif loftslagsbreytinga á fiskveiðar hér við land gætu haft verulegar afleiðingar verði ekkert að gert. Sérfræðingar í málefnum veðurs og sjávar hafa miklar áhyggjur af þróuninni. Sérstök skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um lofslagsmál, sem kynnt var á mánudag, hefur vakið mikla athygli en nefndin telur heimsbyggðina hafa einungis tólf ár til að forða hamförum af völdum loftslagsbreytinga á komandi áratugum. Sérfræðingar hér á landi taka undir með Vísindanefndinni, og segir að haldi þróunin áfram án aðgerða muni það hafa verulega afleiðingar hér á landi. Hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands hefur áhyggjur af því að markmiðum að hiti hækki ekki meira en um 1,5 gráðu á tólf árum náist ekki.Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu ÍslandsVísir/Stöð 2„Ég hef miklar efasemdir um að það verði hægt, en ég held að það sé alveg rétt að rétti tíminn, rétti tíminn til að byrja hefði verið fyrir 25 árum síðan. Næst besti tíminn er akkúrat í dag,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri lofslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Halldór segir að draga verði hratt úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og að ganga verði í það af ákefð. Gangi svartsýnustu spár skýrsluhöfunda eftir er ljóst að súrnun sjávar við Ísland mun aukast og öfgar í veðurfari verða mun meiri. „Við erum að sjá ákafari úrkomuatburði, sjávarstaða fer hækkandi og fleira sem þýðir að við getum lent í erfiðari flóðum og algengari flóðum,“ segir Halldór. Þá hafa sést breytingar á skriðuföllum sem stafa af meiri úrkomu og fleiri atriða. „Það eru fleiri hlutir, þetta er ekki bara verður, þetta er líka súrnun sjávar,“ segir Halldór. Þar eru sérfræðingar skemur af veg komnir í rannsóknum sínum hvað það muni þýðar til dæmis hér á landi. En sjórinn hér er kaldari en annars staðar og súrnar hraðar heldur en hlýrri sjór. Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Stöð 2„Við vitum enn þá því miður alltof lítið um súrnun sjávar. Við vitum þó að sjórinn er að súrna og að áhrifin gætu orðið mjög neikvæð en hver áhrifin verða nákvæmlega og hvernig þau munu koma fram þegar fram líður, það vitum við ekki,“ segir Hrönn Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Súrnun sjávar getur haft áhrif á fiskveiðar hér við land verði ekkert að gert. En kalkmyndandi fæði ákveðinna fisktegunda gæti horfið. „Við höfum mestar áhyggjur af því að áhrif á fiska muni koma fram í gegnum fæðukeðjur ef það þá gerist,“ segir Hrönn
Tengdar fréttir Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00