Aðeins 19 laxa munur á Eystri og Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 15. október 2018 11:00 Eystri Rangá er enn sem komið er aflahæsta á landsins með 3.929 laxa Mynd: www..ranga.is Það eru ennþá nokkrir dagar eftir af veiðitímabilinu og veiði stendur ennþá yfir í fjórum ám þar sem veiði er haldið uppi með seiðasleppingum. Árnar þar sem ennþá er veitt eru Eystri Rangá, Ytri Rangá, Affall og Þverá í Fljótshlíð. Í uppfærðum veiðitölum síðasta miðvikudag er ekki nema 19 laxa munur á veiðinni í Eystri Rangá og Ytri Rangá en heildar veiðin í Eystri er 3.929 laxar og í Ytri Rangá 3.910 laxar. Það eru nokkrir dagar eftir af veiðitímanum svo það er ljóst að um einhverja keppni verður að ræða milli ánna um það hvor þeirra verður sú aflahæsta á þessu tímabili og á toppnum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins. Annars hefur veiðin í hinum tveimur nefndu ánum verið mjög góð í sumar en í Þverá í Fljótshlíð eru komnir 470 laxar á móti 448 á fyrra sem þó var gott ár í ánni. Affallið hefur aftur á móti skilað 860 löxum á land í sumar sem er feyknagóð veiði á fjórar stangir en síðasta ár veiddust ekki nema 193 laxar svo þarna er mikill viðsnúningur á heimtum. Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði
Það eru ennþá nokkrir dagar eftir af veiðitímabilinu og veiði stendur ennþá yfir í fjórum ám þar sem veiði er haldið uppi með seiðasleppingum. Árnar þar sem ennþá er veitt eru Eystri Rangá, Ytri Rangá, Affall og Þverá í Fljótshlíð. Í uppfærðum veiðitölum síðasta miðvikudag er ekki nema 19 laxa munur á veiðinni í Eystri Rangá og Ytri Rangá en heildar veiðin í Eystri er 3.929 laxar og í Ytri Rangá 3.910 laxar. Það eru nokkrir dagar eftir af veiðitímanum svo það er ljóst að um einhverja keppni verður að ræða milli ánna um það hvor þeirra verður sú aflahæsta á þessu tímabili og á toppnum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins. Annars hefur veiðin í hinum tveimur nefndu ánum verið mjög góð í sumar en í Þverá í Fljótshlíð eru komnir 470 laxar á móti 448 á fyrra sem þó var gott ár í ánni. Affallið hefur aftur á móti skilað 860 löxum á land í sumar sem er feyknagóð veiði á fjórar stangir en síðasta ár veiddust ekki nema 193 laxar svo þarna er mikill viðsnúningur á heimtum.
Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði