Ásta slær í gegn í Vild med dans í Danmörku: Hætti að taka lestina út af athyglinni Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2018 10:30 Ásta Björk og Simon Stenspil þykja sigurstrangleg. myndir/instagram. „Ég er búin að vera dansa í mörg ár og hef búið hér í sirka átta ár,“ segir Ásta Björk Ívarsdóttir sem tekur um þessar mundir þátt í Vild med dans í Danmörku en um er að ræða dönsku útgáfuna af þáttunum Allir geta dansað. Dansfélagi hennar heitir Simon Stenspil og er hann nokkuð þekktur leikari í Danmörku en parið er einfaldlega að slá í gegn í Vild med dans.Ásta Björk er fagdansari í þáttunum og hafði áður unnið í þáttunum við það sem hún kallar myndavéladansari. „Ég hef verið að dansa um á gólfinu meðan myndatökumennirnir eru að æfa sig. Við fengum smá pening fyrir það og maður pældi ekkert meira í því. Svo mundi stjórnandi þáttarins eftir mér í apríl síðastliðnum og sendi hann mér skilaboð um að það vantaði nýjan fagdansara í þáttinn og hvort ég væri til í að prófa þetta.“Mjög vinsælt sjónvarpsefni Ásta segir að þáttaröðin sem hún tekur þátt í er sú fimmtánda í röðinni í Danmörku en þættirnir hófu göngu sína árið 2005. „Þetta byrjar alltaf fyrsta föstudaginn í september og þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Yfir ein milljón horfir á þættina í hverri viku og það er mjög óþægilegt að pæla í því. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum búin að vera efst í þremur af sex þáttum sem er alveg frábært, ég kvarta ekki yfir því.“ 5,7 milljónir manna búa í Danmörku og horfir því tæplega 18 prósent þjóðarinnar á þáttinn vikulega. Dansparið hefur verið í efsta sæti í þremur af sex þáttum Vild med dans.Hún segir að fyrirkomulagið í þáttunum sé þess eðlis að dómnefnd hefur fimmtíu prósent vægi og atkvæðagreiðsla dönsku þjóðarinnar hefur fimmtíu prósent vægi. Ásta segir að samstarfið við Stenspil hafi gengið mjög vel. „Maður vonast alltaf eftir því að fá leikara sem dansfélaga. Þeir eiga mest heima á svona sviði og eiga létt með það að tjá sig líkamlega. Þetta er búið að vera mjög gaman en á sama tíma rosalega erfitt. Þetta er búið að vera miklu skemmtilegra en ég bjóst við og tekur líka miklu meiri tíma en ég bjóst við. Ég þarf auðvitað bara að semja öll danssporin og velja allan klæðnað,“ segir Ásta sem getur ekki unnið neitt samhliða þáttunum.Ásta Björg og Simon Stenspil geta varla farið út á meðal almennings saman um þessar mundir.„Ég held að það væri alveg hægt, en kannski ekki í fyrsta sinn sem ég er að taka þátt,“ segir Ásta en stóri vinningurinn í þáttunum diskókúlubikar og mikill heiður en telur Ásta að parið eigi möguleika á því að fara alla leið í þáttunum?Geta varla farið út saman á meðal almennings „Það gæti alveg gerst. Miðað við hvernig okkur hefur gengið undanfarið þá lítur þetta bara vel út.“ Ásta segist vera farin að finna fyrir því að fólk þekkir hana úti á götu í Danmörku. „Ég hef þurft að skipta úr lest yfir í einkabíl núna, því mér fannst þetta smá óþægilegt. Þegar við erum saman einhverstaðar er þetta hræðilegt, þá þekki fólk mann strax sem parið í þáttunum,“ segir Ásta sem hefur verið að dansa frá því hún var 6 ára. Fyrst í jazzballet og síðan í samkvæmisdönsum. Hún segist vera langyngsti keppandinn í ár, en næstyngsti keppandinn er 27 ára og hún er tvítug. „Vonandi gengur okkur bara vel og ég get lofað því að við reynum okkar besta.“ Dans Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Ég er búin að vera dansa í mörg ár og hef búið hér í sirka átta ár,“ segir Ásta Björk Ívarsdóttir sem tekur um þessar mundir þátt í Vild med dans í Danmörku en um er að ræða dönsku útgáfuna af þáttunum Allir geta dansað. Dansfélagi hennar heitir Simon Stenspil og er hann nokkuð þekktur leikari í Danmörku en parið er einfaldlega að slá í gegn í Vild med dans.Ásta Björk er fagdansari í þáttunum og hafði áður unnið í þáttunum við það sem hún kallar myndavéladansari. „Ég hef verið að dansa um á gólfinu meðan myndatökumennirnir eru að æfa sig. Við fengum smá pening fyrir það og maður pældi ekkert meira í því. Svo mundi stjórnandi þáttarins eftir mér í apríl síðastliðnum og sendi hann mér skilaboð um að það vantaði nýjan fagdansara í þáttinn og hvort ég væri til í að prófa þetta.“Mjög vinsælt sjónvarpsefni Ásta segir að þáttaröðin sem hún tekur þátt í er sú fimmtánda í röðinni í Danmörku en þættirnir hófu göngu sína árið 2005. „Þetta byrjar alltaf fyrsta föstudaginn í september og þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni hér. Yfir ein milljón horfir á þættina í hverri viku og það er mjög óþægilegt að pæla í því. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum búin að vera efst í þremur af sex þáttum sem er alveg frábært, ég kvarta ekki yfir því.“ 5,7 milljónir manna búa í Danmörku og horfir því tæplega 18 prósent þjóðarinnar á þáttinn vikulega. Dansparið hefur verið í efsta sæti í þremur af sex þáttum Vild med dans.Hún segir að fyrirkomulagið í þáttunum sé þess eðlis að dómnefnd hefur fimmtíu prósent vægi og atkvæðagreiðsla dönsku þjóðarinnar hefur fimmtíu prósent vægi. Ásta segir að samstarfið við Stenspil hafi gengið mjög vel. „Maður vonast alltaf eftir því að fá leikara sem dansfélaga. Þeir eiga mest heima á svona sviði og eiga létt með það að tjá sig líkamlega. Þetta er búið að vera mjög gaman en á sama tíma rosalega erfitt. Þetta er búið að vera miklu skemmtilegra en ég bjóst við og tekur líka miklu meiri tíma en ég bjóst við. Ég þarf auðvitað bara að semja öll danssporin og velja allan klæðnað,“ segir Ásta sem getur ekki unnið neitt samhliða þáttunum.Ásta Björg og Simon Stenspil geta varla farið út á meðal almennings saman um þessar mundir.„Ég held að það væri alveg hægt, en kannski ekki í fyrsta sinn sem ég er að taka þátt,“ segir Ásta en stóri vinningurinn í þáttunum diskókúlubikar og mikill heiður en telur Ásta að parið eigi möguleika á því að fara alla leið í þáttunum?Geta varla farið út saman á meðal almennings „Það gæti alveg gerst. Miðað við hvernig okkur hefur gengið undanfarið þá lítur þetta bara vel út.“ Ásta segist vera farin að finna fyrir því að fólk þekkir hana úti á götu í Danmörku. „Ég hef þurft að skipta úr lest yfir í einkabíl núna, því mér fannst þetta smá óþægilegt. Þegar við erum saman einhverstaðar er þetta hræðilegt, þá þekki fólk mann strax sem parið í þáttunum,“ segir Ásta sem hefur verið að dansa frá því hún var 6 ára. Fyrst í jazzballet og síðan í samkvæmisdönsum. Hún segist vera langyngsti keppandinn í ár, en næstyngsti keppandinn er 27 ára og hún er tvítug. „Vonandi gengur okkur bara vel og ég get lofað því að við reynum okkar besta.“
Dans Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira