„Æfðu eins og hestar og ættu að geta farið í úrslit“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 16. október 2018 17:30 Liðið æfði í keppnishöllinni í dag mynd/krsitinn arason Blandað lið unglinga á vonandi raunhæfa möguleika á að komast í úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal í vikunni að mati þjálfara liðsins. Fyrirliði liðsins segir æfingu liðsins í dag hafa gengið framar vonum. „Okkur líður mjög vel. Æfingin gekk mjög vel í dag. Við vorum mjög einbeitt og andlega tilbúin í allt sem við ætluðum að gera,“ sagði Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þjálfara liðsins. „Við fengum eina djúpa lendingu en það er bara eitthvað sem við tökum stöðuna á í kvöld og sjáum svo til á morgun.“Undanúrslitin í unglingaflokkum fara fram á morgun þar sem sex lið fara áfram í úrslitin á föstudag. Tíu þjóðir senda lið til keppni í þessum flokki; Bretland, Portúgal, Danmörk, Holland, Þýskaland, Svíþjóð, Ítalía, Ísland, Aserbaísjan og Noregur. Þórarinn sagðist lítið hafa séð af hinum liðunum á meðan æfingin stóð, öll liðin fengu tíu mínútur á hverju áhaldanna þriggja. Einbeiting þjálfarana hafi verið á íslenska liðinu. „Við getum ekki breytt neinu sem hin liðin eru að gera en ef við gerum okkar og klárum það sem við ætlum að gera þá verðum við mjög ánægð.“mynd/kristinn arasonAðspurður hvort liðið eigi raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin sagði Þórarinn: „Ég ætla rétt að vona það. Þau eru búin að æfa eins og hestar undan farið og þau ættu að geta það.“ Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði liðsins, var ánægður með æfingu dagsins. „Þetta gekk mjög vel. Við fórum inn og kláruðum mjög vel,“ sagði Stefán. „Það eru einhver lið sem við tókum eftir að væru mögulega betri en við, en það eru líka önnur lið sem okkur finnst við vera betri en. Þetta verður bara spennandi.“ Keppni í undanúrslitum blandaðra unglingaliða hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma á morgun og verður vel fylgst með gangi mála hér á Vísi. Fimleikar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira
Blandað lið unglinga á vonandi raunhæfa möguleika á að komast í úrslit á Evrópumótinu í hópfimleikum sem fram fer í Portúgal í vikunni að mati þjálfara liðsins. Fyrirliði liðsins segir æfingu liðsins í dag hafa gengið framar vonum. „Okkur líður mjög vel. Æfingin gekk mjög vel í dag. Við vorum mjög einbeitt og andlega tilbúin í allt sem við ætluðum að gera,“ sagði Þórarinn Reynir Valgeirsson, einn þjálfara liðsins. „Við fengum eina djúpa lendingu en það er bara eitthvað sem við tökum stöðuna á í kvöld og sjáum svo til á morgun.“Undanúrslitin í unglingaflokkum fara fram á morgun þar sem sex lið fara áfram í úrslitin á föstudag. Tíu þjóðir senda lið til keppni í þessum flokki; Bretland, Portúgal, Danmörk, Holland, Þýskaland, Svíþjóð, Ítalía, Ísland, Aserbaísjan og Noregur. Þórarinn sagðist lítið hafa séð af hinum liðunum á meðan æfingin stóð, öll liðin fengu tíu mínútur á hverju áhaldanna þriggja. Einbeiting þjálfarana hafi verið á íslenska liðinu. „Við getum ekki breytt neinu sem hin liðin eru að gera en ef við gerum okkar og klárum það sem við ætlum að gera þá verðum við mjög ánægð.“mynd/kristinn arasonAðspurður hvort liðið eigi raunhæfa möguleika á að komast í úrslitin sagði Þórarinn: „Ég ætla rétt að vona það. Þau eru búin að æfa eins og hestar undan farið og þau ættu að geta það.“ Stefán Ísak Stefánsson, fyrirliði liðsins, var ánægður með æfingu dagsins. „Þetta gekk mjög vel. Við fórum inn og kláruðum mjög vel,“ sagði Stefán. „Það eru einhver lið sem við tókum eftir að væru mögulega betri en við, en það eru líka önnur lið sem okkur finnst við vera betri en. Þetta verður bara spennandi.“ Keppni í undanúrslitum blandaðra unglingaliða hefst klukkan 16:45 að íslenskum tíma á morgun og verður vel fylgst með gangi mála hér á Vísi.
Fimleikar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira