Innlent

Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Frá Mathöllinni við Hlemm.
Frá Mathöllinni við Hlemm. Fréttablaðið/Eyþór
Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Miðflokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá.

Upphafleg kostnaðaráætlun vegna mathallarinnar hljóðaði upp á 99 milljónir en hún var kynnt í febrúar 2016. Samhliða því var greint frá því að starfsemi mathallarinnar skyldi hefjast síðar á árinu. Raunin varð aftur á móti sú að Hlemmur Mathöll tók til starfa í ágústmánuði ári síðar.

Í júlímánuði á þessu ári kom síðan í ljós að kostnaður við framkvæmdirnar nam 308 milljónum króna. Í greinargerðinni segir að það sé óviðunandi að leggja málið til Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar þar sem biðtími þar sé of langur.

Á borgarstjórnarfundi var einnig tekin fyrir tillaga Sjálfstæðisflokksins um heildarúttekt á framkvæmdum við Nauthólsveg 100. Þar var gamall braggi gerður upp en heildarkostnaður framkvæmdanna hljóðar upp á 415 milljónir króna.

Upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 158 milljónum samkvæmt upplýsingum frá borginni.

Baldur Borgþórsson, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ómyrkur í máli og sagði að því færi fjarri að um einstök mál væri að ræða. Hann boðaði að flokkurinn myndi á næstu vikum og mánuðum leggja fram fleiri mál sem sýna fram á framúrkeyrslu í framkvæmdum hins opinbera.

Að neðan má sjá upptöku frá fundinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×