Hafnar forsendum um tvöföldun launakostnaðar Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 10:52 Björn Snæbjörnsson er formaður Starfsgreinasambandsins (SGS). Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) vísar á bug útreikningum um að kröfur þess fyrir komandi kjaraviðræður leiði til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja tvöfaldist. Hann telur kröfur sambandsins sanngjarnar og innan þeirra marka sem atvinnurekendur ráði við. Fréttablaðið vitnar í útreikninga sem það segir byggða á kröfugerð samninganefndar SGS sem var kynnt fyrir viku. Í henni er meðal annars farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur við lok þriggja ára samningstíma. Gangi kröfur um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðinga gætu laun sumra stétta tvöfaldast. Í sumum tilfellum gæti launakostnaður fyrirtækja hækkað um 150% samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að kröfurnar gangi alltof langt og að afleiðingarnar verði vaxandi verðbólga, veikari króna og minni kaupmáttur launa. „Menn geta reiknað sig algerlega upp til tunglsins ef þeir vilja en menn skulu þá líka ekki búa til forsendur sem eru allt aðrar en þær sem við erum að tala um,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við Vísi.Ekki hugmyndin að fólk vinni áfram jafnmikið Hann hafnar forsendum sem virðast liggja að baki útreikningum Fréttablaðsins og segir að verið sé að mála skrattann á vegginn með þeim. Þar virðist gert ráð fyrir að félagar sambandsins vinni áfram sama fjölda vinnustunda þrátt fyrir að vinnuvikan verði stytt og fái þá greidda fleiri yfirvinnutíma. „Við erum ekki að fara fram á styttingu vinnuvikunnar til þess að menn bara bæti við sig yfirvinnu. Það er ekki það sem við erum að tala um. Við erum að tala um að stytta vinnuvikuna raunverulega. Við erum ekki að tala um að stytta vinnuvikuna til þess að það sem menn vinna í dag sé greitt sem yfirvinna ,“ segir Björn. Markmið sambandsins sé að gera félagsmönnum sínum kleift að lifa af dagvinnulaunum sínum með því að knýja fram launahækkanir. Björn segist telja kröfur sambandsins sanngjarnar. Starfsgreinasambandið hefur ekki lagt mat á kostnað fyrirtækja við að fallast á kröfur þess. Björn segist telja að fyrirtækin geti staðið undir kröfunum jafnvel þó að launahækkanir og stytting vinnuvikunnar komi til með að kosta þau. „Við teljum að þetta sé innan þeirra marka sem fyrirtækin geta borið,“ segir Björn. Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) vísar á bug útreikningum um að kröfur þess fyrir komandi kjaraviðræður leiði til þess að launakostnaður sumra fyrirtækja tvöfaldist. Hann telur kröfur sambandsins sanngjarnar og innan þeirra marka sem atvinnurekendur ráði við. Fréttablaðið vitnar í útreikninga sem það segir byggða á kröfugerð samninganefndar SGS sem var kynnt fyrir viku. Í henni er meðal annars farið fram á að lágmarkslaun hækki í 425 þúsund krónur við lok þriggja ára samningstíma. Gangi kröfur um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðinga gætu laun sumra stétta tvöfaldast. Í sumum tilfellum gæti launakostnaður fyrirtækja hækkað um 150% samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins. Blaðið hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að kröfurnar gangi alltof langt og að afleiðingarnar verði vaxandi verðbólga, veikari króna og minni kaupmáttur launa. „Menn geta reiknað sig algerlega upp til tunglsins ef þeir vilja en menn skulu þá líka ekki búa til forsendur sem eru allt aðrar en þær sem við erum að tala um,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins í samtali við Vísi.Ekki hugmyndin að fólk vinni áfram jafnmikið Hann hafnar forsendum sem virðast liggja að baki útreikningum Fréttablaðsins og segir að verið sé að mála skrattann á vegginn með þeim. Þar virðist gert ráð fyrir að félagar sambandsins vinni áfram sama fjölda vinnustunda þrátt fyrir að vinnuvikan verði stytt og fái þá greidda fleiri yfirvinnutíma. „Við erum ekki að fara fram á styttingu vinnuvikunnar til þess að menn bara bæti við sig yfirvinnu. Það er ekki það sem við erum að tala um. Við erum að tala um að stytta vinnuvikuna raunverulega. Við erum ekki að tala um að stytta vinnuvikuna til þess að það sem menn vinna í dag sé greitt sem yfirvinna ,“ segir Björn. Markmið sambandsins sé að gera félagsmönnum sínum kleift að lifa af dagvinnulaunum sínum með því að knýja fram launahækkanir. Björn segist telja kröfur sambandsins sanngjarnar. Starfsgreinasambandið hefur ekki lagt mat á kostnað fyrirtækja við að fallast á kröfur þess. Björn segist telja að fyrirtækin geti staðið undir kröfunum jafnvel þó að launahækkanir og stytting vinnuvikunnar komi til með að kosta þau. „Við teljum að þetta sé innan þeirra marka sem fyrirtækin geta borið,“ segir Björn.
Kjaramál Tengdar fréttir Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30 Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00 Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15
Segir margar áherslur hjá SGS ríma við stefnu stjórnvalda Forsætisráðherra segir stjórnvöld tilbúin til að liðka fyrir kjarasamningum. Margar af kröfum SGS gagnvart stjórnvöldum rími við stefnuna en heildarmyndin liggi ekki fyrir þar sem ekki séu allar kröfur komnar fram. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir að svo stöddu ekki hægt að ganga lengra í kaupmáttaraukningu. 13. október 2018 07:30
Launakostnaður gæti meira en tvöfaldast Launakostnaður fyrirtækja gæti aukist um allt að 150 prósent ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambands Íslands um krónutöluhækkanir og styttri vinnuviku án launaskerðingar. 17. október 2018 06:00
Segir ófremdarástand á húsnæðismarkaði ekki leyst með launahækkunum Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar ræddu yfirvofandi kjaraviðræður í umræðuþættinum Sprengisandi í morgun. 14. október 2018 13:01