Öll markmið tókust á lokaæfingunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 17. október 2018 13:45 Bjarni, t.v., er annar stökkþjálfara kvennaliðsins mynd/kristinn arason Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hefur leik á Evrópumótinu í Portúgal á morgun. Liðið varð Evrópumeistari 2010 og 2012 en hefur fengið silfur á síðustu tveimur mótum. Liðið æfði í keppnishöllinni í dag og sagði einn þjálfara liðsins, Bjarni Gíslason, æfinguna hafa farið brösulega af stað en hann var sáttur með hvernig stelpurnar kláruðu æfinguna. „Æfingin byrjaði pínu þung, aðeins mikil óvissa að finna hvernig áhöldin eru. Þær fundu fyrir miklum breytingum, það er mikið hitastig hérna miðað við á Íslandi og þá verða þau miklu mýkri áhöldin,“ sagði Bjarni að æfingu lokinni. „Með tímanum þá kom liðið sem við þekkjum frá Íslandi meira og meira inn í æfingarnar. Við kláruðum æfinguna alveg gríðarlega vel. Mjög gaman að sjá jákvætt andrúmsloft koma út úr æfingunni.“mynd/kristinn arasonAllar tólf stelpurnar eru heilar heilsu og tilbúnar til leiks þegar undanúrslitin hefjast á morgun og sagði Bjarni það vera eitt það mikilvægasta þegar upp er staðið. „Markmið númer eitt var að allir kæmu heilir út úr æfingunni og það tókst bara alveg. Þær fengu allar að prófa áhöldin, það tókst, og það leið öllum vel með æfinguna. Öll markmiðin tókust.“ Ísland var hársbreidd frá því að taka Evrópugullið í Slóveníu fyrir tveimur árum en tapaði því í hendur Svía. „Við erum með fólk sem er að skoða andstæðingana. Þetta eru sterkir keppinautar. Svíarnir hafa alltaf verið mjög sterkir og þetta verður bara barátta og almennileg keppni, það vitum við,“ sagði Bjarni Gíslason. Kvennaliðið keppir í undanúrslitum á morgun, keppni hefst klukkan 16:30 að íslenskum tíma og verður bein textalýsing frá mótinu á Vísi. Fimleikar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hefur leik á Evrópumótinu í Portúgal á morgun. Liðið varð Evrópumeistari 2010 og 2012 en hefur fengið silfur á síðustu tveimur mótum. Liðið æfði í keppnishöllinni í dag og sagði einn þjálfara liðsins, Bjarni Gíslason, æfinguna hafa farið brösulega af stað en hann var sáttur með hvernig stelpurnar kláruðu æfinguna. „Æfingin byrjaði pínu þung, aðeins mikil óvissa að finna hvernig áhöldin eru. Þær fundu fyrir miklum breytingum, það er mikið hitastig hérna miðað við á Íslandi og þá verða þau miklu mýkri áhöldin,“ sagði Bjarni að æfingu lokinni. „Með tímanum þá kom liðið sem við þekkjum frá Íslandi meira og meira inn í æfingarnar. Við kláruðum æfinguna alveg gríðarlega vel. Mjög gaman að sjá jákvætt andrúmsloft koma út úr æfingunni.“mynd/kristinn arasonAllar tólf stelpurnar eru heilar heilsu og tilbúnar til leiks þegar undanúrslitin hefjast á morgun og sagði Bjarni það vera eitt það mikilvægasta þegar upp er staðið. „Markmið númer eitt var að allir kæmu heilir út úr æfingunni og það tókst bara alveg. Þær fengu allar að prófa áhöldin, það tókst, og það leið öllum vel með æfinguna. Öll markmiðin tókust.“ Ísland var hársbreidd frá því að taka Evrópugullið í Slóveníu fyrir tveimur árum en tapaði því í hendur Svía. „Við erum með fólk sem er að skoða andstæðingana. Þetta eru sterkir keppinautar. Svíarnir hafa alltaf verið mjög sterkir og þetta verður bara barátta og almennileg keppni, það vitum við,“ sagði Bjarni Gíslason. Kvennaliðið keppir í undanúrslitum á morgun, keppni hefst klukkan 16:30 að íslenskum tíma og verður bein textalýsing frá mótinu á Vísi.
Fimleikar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sjá meira