Sport

Ísland örugglega í úrslitin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar
mynd/kristinn arason
Lið Íslands í flokki blandaðra fullorðinsliða fór örugglega áfram í úrslit á EM í hópfimleikum í dag. Liðið varð í 3. sæti í undankeppninni.

Íslenska liðið var fyrst allra út á keppnisgólfið í undankeppninni og gerði æfingar á gólfi. Dansinn heppnaðist virkilega vel hjá íslenska liðinu og var það með forystu þegar öll lið höfðu gert æfingar á einu áhaldi.

Næsta áhald Íslendinganna var dýnan og þar negldi íslenska liðið allar sínar æfingar og fékk glæsilega einkunn upp á 17,750. Bestu einkunnina átti sveit Breta sem fékk 18,250.

Ísland var enn í forystu þegar kom að síðasta áhaldinu. Trampólínæfingarnar gengu frábærlega, fyrir utan eitt fall.

Svíar áttu hins vegar óaðfinnalegar dýnuæfingar sem tryggðu þeim sigurinn og Danir gerðu dansæfingu sem skilaði þeim öðru sætinu svo íslenska sveitin varð að sætta sig við þriðja sætið.

Liðin sem fóru í úrslit:

Svíþjóð

Danmörk

Ísland

Noregur

Bretland

Frakkland




Fleiri fréttir

Sjá meira
×