Sport

Svíarnir höfðu betur í undankeppninni en Ísland fer í úrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar
Íslenska liðið hefur verið í fremstu röð í fjöldamörg ár
Íslenska liðið hefur verið í fremstu röð í fjöldamörg ár mynd/kristinn arason
Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum keppir til úrslita á EM í Portúgal eftir frábæra frammistöðu í undankeppninni þar sem stelpurnar lentu í öðru sæti.

Sænska liðið var fyrst út á gólfið og setti tóninn strax í upphafi. Þær voru með nær óaðfinnalegar æfingar á bæði dýnu og trampólíni.

Íslenska liðið gerði betur en þær sænsku í dansinum en fengu fall á trampólíni. Þær áttu dýnuæfinguna síðasta og ljóst var að allt yrði að heppnast frábærlega til að skáka þeim sænsku. Dýnan gekk mjög vel en einkunnin var ekki eins góð og hjá Svíunum og annað sætið niðurstaðan.

Liðið er þó öruggt í úrslitin þar sem hart verður barist við Svíana.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira
×