Þrettán fengu heimild til að rjúfa þungun eftir 16. viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 14:51 Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975 er óheimilt rjúfa þungun eftir 16. viku nema með skriflegri heimild sérstakrar úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. vísir/getty Alls fengu þrettán einstaklingar heimild til þess á síðasta ári að rjúfa þungun eftir 16. viku. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Olgu Margréti Ciliu, þingmanni Pírata, sem lögð var fram fyrr í haust. Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975 er óheimilt rjúfa þungun eftir 16. viku nema með skriflegri heimild sérstakrar úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í svarinu kemur jafnframt fram að engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. Alls var þrettán málum vísað til úrskurðarnefndarinnar og var þungunarrof heimilað í öllum tilfellum. Olga Cilia spurði hverjar væru helstu ástæður þess að nefndin synjaði einstaklingum um að rjúfa þungun. Vísar ráðherra í svarinu í lögin frá 1975 þar sem kveðið er á um að fóstureyðing sé leyfileg eftir 16 vikur ef miklar líkur eru á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. „Öllum málum er varða fóstureyðingu eftir 16 vikur er vísað til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir og fjallar nefndin um hvort skilyrði laganna séu uppfyllt. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að skilyrði laganna séu ekki uppfyllt er beiðni um fóstureyðingu synjað, en samkvæmt formanni úrskurðarnefndarinnar hefur í gegnum árin helsta ástæða synjunar verið þegar óskað hefur verið eftir fóstureyðingu vegna félagslegra ástæðna,“ segir í svarinu. Þar segir jafnframt að frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram nú í október en það kom inn í samráðsgátt stjórnvalda í september síðastliðnum. Í samráðsgáttinni segir að markmið laganna sé að „sjálfsforræði kvenna verði virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þær konur sem óska eftir þungunarrofi. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn fram að lokum 18. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja konunnar.“Nánar má lesa um frumvarpið hér og svar ráðherra við fyrirspurn Olgu Ciliu má nálgast hér. Alþingi Þungunarrof Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Sjá meira
Alls fengu þrettán einstaklingar heimild til þess á síðasta ári að rjúfa þungun eftir 16. viku. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Olgu Margréti Ciliu, þingmanni Pírata, sem lögð var fram fyrr í haust. Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir frá árinu 1975 er óheimilt rjúfa þungun eftir 16. viku nema með skriflegri heimild sérstakrar úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í svarinu kemur jafnframt fram að engri beiðni um að rjúfa þungun eftir 16. viku var synjað í fyrra. Alls var þrettán málum vísað til úrskurðarnefndarinnar og var þungunarrof heimilað í öllum tilfellum. Olga Cilia spurði hverjar væru helstu ástæður þess að nefndin synjaði einstaklingum um að rjúfa þungun. Vísar ráðherra í svarinu í lögin frá 1975 þar sem kveðið er á um að fóstureyðing sé leyfileg eftir 16 vikur ef miklar líkur eru á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. „Öllum málum er varða fóstureyðingu eftir 16 vikur er vísað til úrskurðarnefndar um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir og fjallar nefndin um hvort skilyrði laganna séu uppfyllt. Komist nefndin að þeirri niðurstöðu að skilyrði laganna séu ekki uppfyllt er beiðni um fóstureyðingu synjað, en samkvæmt formanni úrskurðarnefndarinnar hefur í gegnum árin helsta ástæða synjunar verið þegar óskað hefur verið eftir fóstureyðingu vegna félagslegra ástæðna,“ segir í svarinu. Þar segir jafnframt að frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram nú í október en það kom inn í samráðsgátt stjórnvalda í september síðastliðnum. Í samráðsgáttinni segir að markmið laganna sé að „sjálfsforræði kvenna verði virt með öruggum aðgangi að heilbrigðisþjónustu fyrir þær konur sem óska eftir þungunarrofi. Lagt er til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn fram að lokum 18. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja konunnar.“Nánar má lesa um frumvarpið hér og svar ráðherra við fyrirspurn Olgu Ciliu má nálgast hér.
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Sjá meira