Rekstur Bakkaganga í uppnámi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. október 2018 06:00 Jarðgöngin voru tekin í notkun fyrir rúmu ári síðan og kostuðu ríkið hátt á fjórða milljarð. Mynd/Gaukur Hjartarson Enginn kannast við að eiga eða bera ábyrgð á rekstri jarðganga sem kostuðu hátt á fjórða milljarð úr ríkissjóði og eru hluti stórrar ríkisframkvæmdar vegna stóriðjuuppbyggingarinnar á Bakka við Húsavík. Í bréfi forstjóra Vegagerðarinnar til byggðarráðs Norðurþings kemur fram að göngin séu ekki á forræði Vegagerðarinnar. Stofnunin muni þar af leiðandi ekki þjónusta göngin og afskiptum af þeim verði formlega hætt frá og með 1. nóvember næstkomandi. „Við lítum svo á að við megum ekki þjónusta göngin, þau eru ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð leyfð um þau. Þess vegna má vegagerðin ekki nota opinbert fé til að þjónusta þau,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og bætir við: „Við fengum bara það hlutverk að byggja göngin og við höfum lokið því verki.“ „Ríkið á þessi göng, það er ekkert að fara að breytast. Ríkið kostaði þessu til og nú þarf að leysa úr því hvernig á að þjónusta þau,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, og lætur þess getið að hann ætli ekki að taka við göngunum. Fyrrgreint erindi Vegagerðarinnar var til umræðu í byggðarráði Norðurþings 15. október síðastliðinn og í bókun ráðsins um málið segir að útilokað sé að sveitarfélagið muni taka að sér rekstur og viðhald ganganna.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Fréttablaðið/Auðunn„Málið er komið í einhvern hnút sem enginn virðist vita hvernig eigi að leysa,“ segir Kristján um stöðu málsins. Hann segir það sitja fast í einhverri ráðuneytapólitík í fjármála-, atvinnuvega- og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Göngin voru upphaflega á forræði atvinnuvegaráðuneytisins en um uppbygginguna á Bakka og fjármögnun hennr voru sett sérstök lög árið 2013. Áætlaður kostnaður við gangagerðina var upphaflega 1,8 milljarðar en síðar kom í ljós að kostnaðurinn var stórlega vanáætlaður. Ekki var til að mynda gert ráð fyrir neinum kostnaði við hönnun ganganna. Því fékk Vegagerðin aukaframlög í fjárlögum fyrir árin 2015 og 2016 og heildarkostnaður við byggingu ganganna var hátt á fjórða milljarð. Sú þjónusta sem enginn virðist bera ábyrgð á lýtur, að sögn Kristjáns, fyrst og fremst að því að halda veginum opnum um vetrartímann. Þar fari um stórir bílar og ævintýralega þungir. Þeir sjái um að flytja hráefni milli athafnasvæðisins á Bakka og hafnarsvæðisins og akstursskilyrðin þurfi því að vera góð. „Það væri bara alveg agalegt ef þetta yrði til þess að það þurfi að fara að keyra efni á smærri bílum og í gegnum bæinn með tilheyrandi ónæði og slysahættu,“ segir Kristján. Hann tekur fram að þótt göngin séu á hafnverndarsvæði séu þau öllum opin sem fara þurfi um iðnaðarsvæðið á Bakka. Til framtíðar sjái menn einnig fyrir sér frekari umferð um veginn og göngin enda mikið um þungaflutninga að austan til dæmis með eldisfisk og fleira. „Við höfum hugsað okkur gott til glóðarinnar til framtíðar um að vegurinn muni með tíð og tíma tengjast 85 þjóðveginum og þá verði hægt að rúlla sér þarna niður eftir beina leið, þannig að þetta er ekki bara einhver vegur sem er eingöngu ætlaður PCC,“ segir Kristján og bendir á að farið hafi verið yfir alla framkvæmdina með ESA og gæta þurfi að öllu sem flokkast geti til ívilnana til fyrirtækisins. Ekki náðist í neinn þeirra ráðherra sem haft gæti málið á sínu borði í gær en starfsmenn umræddra ráðuneyta sem Fréttablaðið náði tali af bentu ýmist á önnur ráðuneyti eða sögðust ekki þekkja til málsins. Síðdegis í gær náðist í Sigtrygg Magnason, aðstoðarmann Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem sagði málið til skoðunar milli ráðuneytanna þriggja. Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Enginn kannast við að eiga eða bera ábyrgð á rekstri jarðganga sem kostuðu hátt á fjórða milljarð úr ríkissjóði og eru hluti stórrar ríkisframkvæmdar vegna stóriðjuuppbyggingarinnar á Bakka við Húsavík. Í bréfi forstjóra Vegagerðarinnar til byggðarráðs Norðurþings kemur fram að göngin séu ekki á forræði Vegagerðarinnar. Stofnunin muni þar af leiðandi ekki þjónusta göngin og afskiptum af þeim verði formlega hætt frá og með 1. nóvember næstkomandi. „Við lítum svo á að við megum ekki þjónusta göngin, þau eru ekki hluti af þjóðvegakerfinu og engin almenn umferð leyfð um þau. Þess vegna má vegagerðin ekki nota opinbert fé til að þjónusta þau,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, og bætir við: „Við fengum bara það hlutverk að byggja göngin og við höfum lokið því verki.“ „Ríkið á þessi göng, það er ekkert að fara að breytast. Ríkið kostaði þessu til og nú þarf að leysa úr því hvernig á að þjónusta þau,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, og lætur þess getið að hann ætli ekki að taka við göngunum. Fyrrgreint erindi Vegagerðarinnar var til umræðu í byggðarráði Norðurþings 15. október síðastliðinn og í bókun ráðsins um málið segir að útilokað sé að sveitarfélagið muni taka að sér rekstur og viðhald ganganna.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings. Fréttablaðið/Auðunn„Málið er komið í einhvern hnút sem enginn virðist vita hvernig eigi að leysa,“ segir Kristján um stöðu málsins. Hann segir það sitja fast í einhverri ráðuneytapólitík í fjármála-, atvinnuvega- og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Göngin voru upphaflega á forræði atvinnuvegaráðuneytisins en um uppbygginguna á Bakka og fjármögnun hennr voru sett sérstök lög árið 2013. Áætlaður kostnaður við gangagerðina var upphaflega 1,8 milljarðar en síðar kom í ljós að kostnaðurinn var stórlega vanáætlaður. Ekki var til að mynda gert ráð fyrir neinum kostnaði við hönnun ganganna. Því fékk Vegagerðin aukaframlög í fjárlögum fyrir árin 2015 og 2016 og heildarkostnaður við byggingu ganganna var hátt á fjórða milljarð. Sú þjónusta sem enginn virðist bera ábyrgð á lýtur, að sögn Kristjáns, fyrst og fremst að því að halda veginum opnum um vetrartímann. Þar fari um stórir bílar og ævintýralega þungir. Þeir sjái um að flytja hráefni milli athafnasvæðisins á Bakka og hafnarsvæðisins og akstursskilyrðin þurfi því að vera góð. „Það væri bara alveg agalegt ef þetta yrði til þess að það þurfi að fara að keyra efni á smærri bílum og í gegnum bæinn með tilheyrandi ónæði og slysahættu,“ segir Kristján. Hann tekur fram að þótt göngin séu á hafnverndarsvæði séu þau öllum opin sem fara þurfi um iðnaðarsvæðið á Bakka. Til framtíðar sjái menn einnig fyrir sér frekari umferð um veginn og göngin enda mikið um þungaflutninga að austan til dæmis með eldisfisk og fleira. „Við höfum hugsað okkur gott til glóðarinnar til framtíðar um að vegurinn muni með tíð og tíma tengjast 85 þjóðveginum og þá verði hægt að rúlla sér þarna niður eftir beina leið, þannig að þetta er ekki bara einhver vegur sem er eingöngu ætlaður PCC,“ segir Kristján og bendir á að farið hafi verið yfir alla framkvæmdina með ESA og gæta þurfi að öllu sem flokkast geti til ívilnana til fyrirtækisins. Ekki náðist í neinn þeirra ráðherra sem haft gæti málið á sínu borði í gær en starfsmenn umræddra ráðuneyta sem Fréttablaðið náði tali af bentu ýmist á önnur ráðuneyti eða sögðust ekki þekkja til málsins. Síðdegis í gær náðist í Sigtrygg Magnason, aðstoðarmann Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem sagði málið til skoðunar milli ráðuneytanna þriggja.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent