Call of Duty: Góð viðbót við langlífa seríu Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2018 10:30 Það er oft á tíðum jafnvel of mikið um að vera í CODBO4. Activision Call of Duty: Black Ops 4, eða Skyldan kallar: Myrkraverk 4, er góð viðbót við þessa langlífu leikjaseríu þó hann sé að mörgu leyti óhefðbundinn COD-leikur. Einspilunin er farin og mun meiri áhersla er lögð á fjölspilunarhluta leiksins. Besta viðbótin við leikinn er án efa Blackout, sem er svokallað Battle Royale, þar sem fjölmörgum spilurum er varpað inn á stórt svæði sem minnkar og þjappar spilurunum saman. Sá sem stendur síðast eftir ber sigur úr býtum. Sem áður er einnig hægt að drepa uppvakninga í massavís og spila hefðbundna fjölspilun. Þar hafa sömuleiðis verið gerðar jákvæðar breytingar. Það er vel hægt að segja að í raun séu þrír fjölspilunarleikir í CODBO4. Ég verð þó að segja að ég sakna svolítið einspilunarinnar, en þar er ég mögulega einn af fáum. Þó hún hafi sjaldan verið frábær, var hún alltaf mjög skemmtileg. Það er þó smá saga í CODBO4 en það er hægt að upplifa hana með því að spila þjálfunarhluta leiksins sem fjallar um mismunandi persónur leiksins og kennir spilurum á þær.Byrjum á því besta Samanborið við aðra Battle Royale leiki virkar Blackout mun hraðari þar sem það virðist auðveldara að finna vopn og annað. Hasarinn fer strax af stað og fjöldi spilara lækkar mjög hratt í fyrstu. Það hjálpaði líka til að ég virtist alveg hræðilega lélegur svo að leikirnir stóðu yfirleitt ekki lengi yfir hjá mér. Svo kom að því að mér tókst að vinna fyrstu solo-viðureignina með því að vera einn eftirstandandi af hundrað spilurum. Það er eiginlega skrítið en akkúrat á því augnabliki varð CODBO4 miklu betri leikur en hann hafði verið nokkrum mínútum áður. Skrítið. Það eru fjölmargar byssur að finna og velja úr í Blackout. Þá er hægt að finna kassa sem gefa spilurum ákveðna krafta í skamman tíma. Heilt yfir litið er Blackout hraður Battle Royale sem virkar vel og er alveg laus við eitthvað rugl eins og að byggja veggi og hallir. Það eru reyndar uppvakningar þarna, sem ég vissi ekki fyrr en einn þeirra réðst á mig. Mér hefur sjaldan brugðið jafn mikið. Activision hefur tekist vel að fínpússa Blackout og fyrsta tilraun þeirra við Battle Royale er að koma vel út. Þetta er fyrst og fremst mjög skemmtilegt, sem er mjög jákvætt. Nema einu sinni. Þá var þetta ekki skemmtilegt. Mér hafði sum sé tekist að laumast upp að spilara án þess að hann hefði hugmynd um að ég stæði við hliðina á honum. Ég tísti upphátt í raunheimum, skaut hann svo nokkrum sinnum í höfuðið og hélt að það væri nóg. Það var það ekki. Hinn spilarinn, sem hét Sveppi og er líklegast Íslendingur, sneri sér mjög hratt við og drap mig, nánast áður en ég náði að hætta að hlæja. Þá var CODBO4 ekki skemmtilegur.Hinir dauðu eru næstir Ég hef persónulega aldrei verið mikið fyrir uppviknahluta Black Ops leikjanna. Hins vegar þykir mér þetta skemmtilegt að þessu sinni. Búið er að bæta miklu við og þann hluta og gera margar breytingar. Þar má spila í gegnum tvær mismunandi sögur; Chaos og Aether, með mismunandi persónum. Aether fjallar um upprunalegu persónurnar úr World at War sem flakka á milli mismunandi korta úr mörgum COD-leikjum. Bæði snýst í raun um að það að fjórir spilarar reyna að lifa sem lengst af gegn sífellt stækkandi hjörðum uppvakninga. Þá má einnig spila í svokölluðu Rush-mode þar sem spilarar keppa við hvorn annan um stig með því að ganga frá sem flestum uppvakningum á stuttum tíma og án þess að verða fyrir skaða. Það er ótrúlega mikið um að vera þegar maður er að spila sig í gegnum uppvakningahluta leiksins og á köflum of mikið. Það er auðvelt að missa af því sem er að gerast í kringum mann en það hjálpar verulega að það er hægt að fara í gegnum smá þjálfun fyrst. Þar að auki er hægt að spila sérstaka leiki með vinum sínum þar sem hægt er breyta reglunum á fjölbreyttan hátt. Í stuttu máli sagt hef ég haft gaman af uppvakningum CODBO4 og það meira en í fyrri leikjunum.Smá keimur af Counter-Strike Hefðbundin fjölspilun CODBO4 er að mestu leyti einmitt það, hefðubundin. Þar má þó finna eina viðbót sem minnir óneitanlega á Counter-Strike. Sú viðbót heitir Heist og snýst um að spilarar keppa, sex á móti sex, um að ná peningum. Þegar viðureignin byrjar eru allir vopnaðir skammbyssum og engu öðru. Þeir fá svo peninga fyrir að standa sig vel og geta notað þá peninga til að kaupa betri vopn í næstu umferð og svo koll af kolli. Þetta felur reyndar oftar en ekki í sér að liðið sem vinnur fyrstu umferðina virðist vinna allar hinar líka en þetta er mjög skemmtilegt. Að öðru leyti er hægt að spila Team-Deathmatch, Control og ýmislegt fleira.Samantekt-ish Það virðist hafa gefist vel hjá Treyarch og Activision að leggja einspilunarhluta CODBO4 niður og einbeita sér að fjölspiluninni. Þar er nú nóg af nýjungum til að leika sér við. Blackout er krúnudjásn leiksins og virkar mjög vel. Það á þó eftir að koma í ljós hve duglegir frambjóðendur leiksins verða við að uppfæra og bæta við þann Blackout. Hve margir munu spila Blackout og hve lengi veltur mikið á því. Heilt yfir litið er samt ekki hægt að segja annað en að Black Ops 4 sé með betri Call of Duty leikjum undanfarinna ára. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Call of Duty: Black Ops 4, eða Skyldan kallar: Myrkraverk 4, er góð viðbót við þessa langlífu leikjaseríu þó hann sé að mörgu leyti óhefðbundinn COD-leikur. Einspilunin er farin og mun meiri áhersla er lögð á fjölspilunarhluta leiksins. Besta viðbótin við leikinn er án efa Blackout, sem er svokallað Battle Royale, þar sem fjölmörgum spilurum er varpað inn á stórt svæði sem minnkar og þjappar spilurunum saman. Sá sem stendur síðast eftir ber sigur úr býtum. Sem áður er einnig hægt að drepa uppvakninga í massavís og spila hefðbundna fjölspilun. Þar hafa sömuleiðis verið gerðar jákvæðar breytingar. Það er vel hægt að segja að í raun séu þrír fjölspilunarleikir í CODBO4. Ég verð þó að segja að ég sakna svolítið einspilunarinnar, en þar er ég mögulega einn af fáum. Þó hún hafi sjaldan verið frábær, var hún alltaf mjög skemmtileg. Það er þó smá saga í CODBO4 en það er hægt að upplifa hana með því að spila þjálfunarhluta leiksins sem fjallar um mismunandi persónur leiksins og kennir spilurum á þær.Byrjum á því besta Samanborið við aðra Battle Royale leiki virkar Blackout mun hraðari þar sem það virðist auðveldara að finna vopn og annað. Hasarinn fer strax af stað og fjöldi spilara lækkar mjög hratt í fyrstu. Það hjálpaði líka til að ég virtist alveg hræðilega lélegur svo að leikirnir stóðu yfirleitt ekki lengi yfir hjá mér. Svo kom að því að mér tókst að vinna fyrstu solo-viðureignina með því að vera einn eftirstandandi af hundrað spilurum. Það er eiginlega skrítið en akkúrat á því augnabliki varð CODBO4 miklu betri leikur en hann hafði verið nokkrum mínútum áður. Skrítið. Það eru fjölmargar byssur að finna og velja úr í Blackout. Þá er hægt að finna kassa sem gefa spilurum ákveðna krafta í skamman tíma. Heilt yfir litið er Blackout hraður Battle Royale sem virkar vel og er alveg laus við eitthvað rugl eins og að byggja veggi og hallir. Það eru reyndar uppvakningar þarna, sem ég vissi ekki fyrr en einn þeirra réðst á mig. Mér hefur sjaldan brugðið jafn mikið. Activision hefur tekist vel að fínpússa Blackout og fyrsta tilraun þeirra við Battle Royale er að koma vel út. Þetta er fyrst og fremst mjög skemmtilegt, sem er mjög jákvætt. Nema einu sinni. Þá var þetta ekki skemmtilegt. Mér hafði sum sé tekist að laumast upp að spilara án þess að hann hefði hugmynd um að ég stæði við hliðina á honum. Ég tísti upphátt í raunheimum, skaut hann svo nokkrum sinnum í höfuðið og hélt að það væri nóg. Það var það ekki. Hinn spilarinn, sem hét Sveppi og er líklegast Íslendingur, sneri sér mjög hratt við og drap mig, nánast áður en ég náði að hætta að hlæja. Þá var CODBO4 ekki skemmtilegur.Hinir dauðu eru næstir Ég hef persónulega aldrei verið mikið fyrir uppviknahluta Black Ops leikjanna. Hins vegar þykir mér þetta skemmtilegt að þessu sinni. Búið er að bæta miklu við og þann hluta og gera margar breytingar. Þar má spila í gegnum tvær mismunandi sögur; Chaos og Aether, með mismunandi persónum. Aether fjallar um upprunalegu persónurnar úr World at War sem flakka á milli mismunandi korta úr mörgum COD-leikjum. Bæði snýst í raun um að það að fjórir spilarar reyna að lifa sem lengst af gegn sífellt stækkandi hjörðum uppvakninga. Þá má einnig spila í svokölluðu Rush-mode þar sem spilarar keppa við hvorn annan um stig með því að ganga frá sem flestum uppvakningum á stuttum tíma og án þess að verða fyrir skaða. Það er ótrúlega mikið um að vera þegar maður er að spila sig í gegnum uppvakningahluta leiksins og á köflum of mikið. Það er auðvelt að missa af því sem er að gerast í kringum mann en það hjálpar verulega að það er hægt að fara í gegnum smá þjálfun fyrst. Þar að auki er hægt að spila sérstaka leiki með vinum sínum þar sem hægt er breyta reglunum á fjölbreyttan hátt. Í stuttu máli sagt hef ég haft gaman af uppvakningum CODBO4 og það meira en í fyrri leikjunum.Smá keimur af Counter-Strike Hefðbundin fjölspilun CODBO4 er að mestu leyti einmitt það, hefðubundin. Þar má þó finna eina viðbót sem minnir óneitanlega á Counter-Strike. Sú viðbót heitir Heist og snýst um að spilarar keppa, sex á móti sex, um að ná peningum. Þegar viðureignin byrjar eru allir vopnaðir skammbyssum og engu öðru. Þeir fá svo peninga fyrir að standa sig vel og geta notað þá peninga til að kaupa betri vopn í næstu umferð og svo koll af kolli. Þetta felur reyndar oftar en ekki í sér að liðið sem vinnur fyrstu umferðina virðist vinna allar hinar líka en þetta er mjög skemmtilegt. Að öðru leyti er hægt að spila Team-Deathmatch, Control og ýmislegt fleira.Samantekt-ish Það virðist hafa gefist vel hjá Treyarch og Activision að leggja einspilunarhluta CODBO4 niður og einbeita sér að fjölspiluninni. Þar er nú nóg af nýjungum til að leika sér við. Blackout er krúnudjásn leiksins og virkar mjög vel. Það á þó eftir að koma í ljós hve duglegir frambjóðendur leiksins verða við að uppfæra og bæta við þann Blackout. Hve margir munu spila Blackout og hve lengi veltur mikið á því. Heilt yfir litið er samt ekki hægt að segja annað en að Black Ops 4 sé með betri Call of Duty leikjum undanfarinna ára.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira