Íslenska stúlknalandsliðið í hópfimleikum fékk brons á EM í hópfimeikum í Portúgal.
Íslenska liðið náði ekki að fylgja eftir frábærum æfingum á gólfi í undankeppninni og fékk mun lakari einkunn þar heldur enn helstu keppinautarnir, Svíar.
Íslenska liðið gerði glæsilegar dýnuæfingar og trampólínið fór mjög vel fyrir utan eitt fall. Svíarnir gerðu hins vegar nær óaðfinnalegar æfingar á öllum áhöldum og fóru með öruggan sigur.
Þegar upp var staðið náðu Danir betri dansi heldur en íslenska liðið og stálu silfrinu, íslensku stelpurnar þurftu að sætta sig við brons.
Einkunnir Íslands:
Gólf 20,000
Dýna 16,650
Trampólín 15,900
Tottenham
Newcastle