Prins Jóló er sjúkur jólapervert Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. október 2018 07:00 Prins Jóló hatar ekki jólin og heldur þau heilög með góðum gestum á jólagiggi 15. desember. Fréttablaðið/Anton Brink Prins Póló er kominn í jólafílinginn – Póló er orðið Jóló og jólatónleikar komnir á dagskrána – 15. desember er dagurinn. Það er ekki seinna vænna að koma sér í fílinginn núna. „Málið er það að ég er sjúkur jólapervert. Það hefur farið svona mishátt – við byrjuðum í hljómsveitinni Rúnk þar sem við gáfum út jólaplötu um aldamótin. Þetta gerði ég með góðu fólki eins og Benna Hemm Hemm, Hildi Guðnadóttur, hinum annálaða Borko, Óbó og fleiri meisturum. Síðan þá hef ég alltaf búið til eitt og eitt jólalag þannig að ég á uppsafnaðan góðan lager af jólalögum. Í öllum hljómsveitum sem ég hef verið í hef ég alltaf haft þá reglu að semja eitt jólalag – bara svona upp á fílinginn. Þessi jólalög fara mishátt – sum mjög lágt. Svo vill líka til að ég verð í bænum þarna í kringum jólin þannig að ég athugaði hvort ég gæti ekki hent í eitt jólagigg,“ segir Prinsinn alveg í skýjunum af jólafíling enda er hann kominn með Gamla bíó undir giggið og einvalalið fólks með sér til að gera þetta sem jólalegast.Benni Hemmi Hemm verður í jólabandinu.„Ég ætla að gera þetta í dálítið óhefðbundnum búningi. Benedikt Hermann Hermannsson, Benni Hemm Hemm, hann ætlar að vera með mér á píanói – hann er alveg geðsjúkur píanisti – einn af okkar fremstu píanistum. Örn Eldjárn gítarvirtúós verður þarna að búa til þykkan hljóðvegg með gítarnum. Svo verður Margrét Arnardóttir á harmonikku. Þetta er bandið sem ég hef búið til úr þessum hirðingjum. Þetta er gott band enda er þetta fólk annálaðir öðlingar og snillingar. Þetta miðast allt við það að mesta pressan fari af mér yfir á þau – mitt hlutverk er að fanga jólaandann á sviðinu og svo fæ ég þessa snillinga til að leika lögin mín í hátíðlegum útsetningum.“ Prinsinn vill undirstrika það að þetta verða bara hans eigin lög sem verða leikin – líklega mun Jólahjól til dæmis ekki fá að heyrast þetta kvöld. „Ég er ekkert bara að fara að taka einhver helvítis jólalög, ég myndi aldrei snerta einhver jólalög eftir aðra enda hef ég algjöra óbeit á coverlagadrasli … en það er bara út af því að ég gæti aldrei lært þau – þetta er bara minnimáttarkennd í mér. Mér finnst jólalög alveg fín. En ég ætla fyrst og fremst að taka lög Prins Póló og svo eitthvað af þessum jólalögum sem ég hef verið að semja í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þarna verði einhvers konar húllumhæ – einhver atriði eða annað segist Prinsinn ekki alveg vera viss. „Ég veit ekkert – það verður eiginlega að ráðast. Hvort við sitjum á gólfinu, stöndum á borðum eða stöndum á haus, það verður allt að koma í ljós. En þetta verður allavegana eins og ég hugsaði með mér, „helgislepja með hátíðarbragði“. Þó er hann ansi hræddur um að það verði eitthvað af jólaskrauti – líklega tré á sviðinu og fleira. „Það þarf að efla sjónrænu hliðina enn frekar, enda eru jólin sjónrænt ævintýri. Þar sem maður er nú líka Breiðhyltingur hugsa ég að ég láti Breiðholtsseríuna ekki vanta – það verða Breiðholtsseríur, ég get lofað því.“ Miðasala er hafin á Tix.is. Það verða bara þessir einu tónleikar þannig að fólk verður að stökkva til og næla sér í miða vilji það ekki koma að lokuðum dyrum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Prins Póló er kominn í jólafílinginn – Póló er orðið Jóló og jólatónleikar komnir á dagskrána – 15. desember er dagurinn. Það er ekki seinna vænna að koma sér í fílinginn núna. „Málið er það að ég er sjúkur jólapervert. Það hefur farið svona mishátt – við byrjuðum í hljómsveitinni Rúnk þar sem við gáfum út jólaplötu um aldamótin. Þetta gerði ég með góðu fólki eins og Benna Hemm Hemm, Hildi Guðnadóttur, hinum annálaða Borko, Óbó og fleiri meisturum. Síðan þá hef ég alltaf búið til eitt og eitt jólalag þannig að ég á uppsafnaðan góðan lager af jólalögum. Í öllum hljómsveitum sem ég hef verið í hef ég alltaf haft þá reglu að semja eitt jólalag – bara svona upp á fílinginn. Þessi jólalög fara mishátt – sum mjög lágt. Svo vill líka til að ég verð í bænum þarna í kringum jólin þannig að ég athugaði hvort ég gæti ekki hent í eitt jólagigg,“ segir Prinsinn alveg í skýjunum af jólafíling enda er hann kominn með Gamla bíó undir giggið og einvalalið fólks með sér til að gera þetta sem jólalegast.Benni Hemmi Hemm verður í jólabandinu.„Ég ætla að gera þetta í dálítið óhefðbundnum búningi. Benedikt Hermann Hermannsson, Benni Hemm Hemm, hann ætlar að vera með mér á píanói – hann er alveg geðsjúkur píanisti – einn af okkar fremstu píanistum. Örn Eldjárn gítarvirtúós verður þarna að búa til þykkan hljóðvegg með gítarnum. Svo verður Margrét Arnardóttir á harmonikku. Þetta er bandið sem ég hef búið til úr þessum hirðingjum. Þetta er gott band enda er þetta fólk annálaðir öðlingar og snillingar. Þetta miðast allt við það að mesta pressan fari af mér yfir á þau – mitt hlutverk er að fanga jólaandann á sviðinu og svo fæ ég þessa snillinga til að leika lögin mín í hátíðlegum útsetningum.“ Prinsinn vill undirstrika það að þetta verða bara hans eigin lög sem verða leikin – líklega mun Jólahjól til dæmis ekki fá að heyrast þetta kvöld. „Ég er ekkert bara að fara að taka einhver helvítis jólalög, ég myndi aldrei snerta einhver jólalög eftir aðra enda hef ég algjöra óbeit á coverlagadrasli … en það er bara út af því að ég gæti aldrei lært þau – þetta er bara minnimáttarkennd í mér. Mér finnst jólalög alveg fín. En ég ætla fyrst og fremst að taka lög Prins Póló og svo eitthvað af þessum jólalögum sem ég hef verið að semja í gegnum árin.“ Aðspurður hvort þarna verði einhvers konar húllumhæ – einhver atriði eða annað segist Prinsinn ekki alveg vera viss. „Ég veit ekkert – það verður eiginlega að ráðast. Hvort við sitjum á gólfinu, stöndum á borðum eða stöndum á haus, það verður allt að koma í ljós. En þetta verður allavegana eins og ég hugsaði með mér, „helgislepja með hátíðarbragði“. Þó er hann ansi hræddur um að það verði eitthvað af jólaskrauti – líklega tré á sviðinu og fleira. „Það þarf að efla sjónrænu hliðina enn frekar, enda eru jólin sjónrænt ævintýri. Þar sem maður er nú líka Breiðhyltingur hugsa ég að ég láti Breiðholtsseríuna ekki vanta – það verða Breiðholtsseríur, ég get lofað því.“ Miðasala er hafin á Tix.is. Það verða bara þessir einu tónleikar þannig að fólk verður að stökkva til og næla sér í miða vilji það ekki koma að lokuðum dyrum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Lítill rappari á leiðinni Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira