Staðir, minni og vegferð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 2. október 2018 08:00 Innihald (Content) 2018 á sýningunni Affective Affinities tvíæringnum í São Paulo, Brasilíu. Mynd/Leo Eloy Myndlistarkonan Katrín Sigurðardóttir hafði stutta viðdvöl hér á landi fyrir skömmu, en verk hennar eru sýnd víða um heim. Katrín, sem býr í New York, er meðal þeirra listamanna sem eiga verk á São Paulo biennalnum í Brasilíu, en þeirri sýningu lýkur í desemberbyrjun. „Sýningarstjóri þeirrar sýningar er Gabriel Pérez-Barreiro sem valdi til þátttöku nokkra listamenn sem síðan völdu listamenn sem þeim þóttu áhugaverðir. Þannig að sýningin er mjög fjölbreytt. Þetta er sýning listamannanna frekar en sýning sýningarstjóranna,“ segir Katrín. „Claudia Fontes, sem er listamaður frá Argentínu en búsett í Bretlandi, valdi mig sem þátttakanda. Hún lagði fyrir mig og fleiri listamenn þema tengt bókmenntum, þýðingum og sagnagerð, meðal annars sögu eftir Edgar Allan Poe, The Purloined Letter. Sagan fjallar um týnt bréf og hvernig það er síðan leitað uppi og komið aftur til upprunalegs eiganda. Ég ákvað að leggja í sams konar leit og koma efniviði aftur til upprunastaðar síns. Ég varð mér úti um efni sem upprunnin eru í Brasilíu og hafa verið flutt inn til Bandaríkjanna og notuð í Bandaríkjunum. Ég bjó til listaverk úr þeim og sendi þau aftur til Brasilíu, á sýninguna.“"Mér finnst ekki að ég eigi heimili á einum stað, ég á heima á báðum stöðum,“ segir Katrín. Fréttablaðið/ErnirEfnin segja sögu Katrín er spurð hvers konar verk sé um að ræða og lýsir ferlinu: „Ég útvegaði mér pappír sem er framleiddur í Brasilíu úr brasilísku timbri. Þessi pappír er fyrst og fremst notaður til skrifta og til prentunar. Í sex mánuði skrifaði ég og teiknaði á pappírinn. Síðan setti ég hann í tætara og gerði úr honum pappamassa. Þennan massa setti ég í kassa úr timbri sem var notað í gangstígana við Coney Island í New York, sem eyðilögðust í fellibylnum Sandy. Ég gerði líkan af skóglendi á Atlantshafsströnd Brasilíu, á milli São Paulo og Rio de Janeiro, sem heitir Mata Atlantica, eða Atlantshafsskógurinn. Þetta var gert eftir gögnum frá landmælingum þeirra Brasilíumanna, þannig að þó að líkönin líkist frekar snævi þöktum fjöllum, þá er raunverulega um að ræða skóglendi. Pappírinn er bara svo fallega hvítur og ég vildi í báðum tilfellum láta efnin segja sína sögu og ekki hylja hana. En þannig er verkið hvort tveggja í senn skógur efnislega – þar sem bæði pappírinn og timbrið koma úr skógum Brasilíu, og svo er það líka mynd af skógi, því pappírinn er jú mótaður í form raunverulegs skógar. Þannig er ég einu sinni enn að vinna með staði, minni og vegferð hluta og manna um heiminn.“Ellefu, 2015. Skúlptúrar sem sýndir verða á sýningunni Nordic Impressions.Eftirmyndir af æskuheimili Um síðustu helgi lauk í Cleveland þríæringnum FRONT International þar sem Katrín var meðal þátttakenda, en þar vann hún með íslenskan leir og sýndi fjögur útilistaverk og ljósmyndir af þeim í Akron listasafninu. „Þessi verk snúast einnig um hráefni, flutning og staðsetningu,“ segir hún. „Ég hafði samband við bónda á Vesturlandi sem leyfði mér að taka leir úr jörð hjá sér. Leirinn var fluttur til Bandaríkjanna þar sem ég mótaði litlar hellur úr honum og setti í fjögur göt í jörðina í Cleveland og Akron. Þessar hellur eru þegar byrjaðar að brotna niður í jarðveginn og það er byrjað að vaxa yfir þær. Þannig að jörð sem var færð frá einum stað verður að jörð á öðrum stað.“ Katrín er meðal þátttakenda á yfirlitssýningu í Washington um listir á Norðurslóðum í 200 ár. Sýningin verður opnuð 9. október í Phillips Collection og þar sýnir Katrín þrjú verk. „Þetta er sögulega mikilvæg sýning og það er mikill heiður að taka þátt. Þar er ég að sýna þrjú verk sem eru eftirmyndir af húsinu sem ég ólst upp í, Lönguhlíð 11 í Reykjavík. Þar er þetta ákveðna hús tekið fyrir í smáatriðum.“Heima á báðum stöðum Katrín segir verk sín alltaf tengjast Íslandi að einhverju leyti. „Mér finnst ekki að ég eigi heimili á einum stað, ég á heima á báðum stöðum. Þegar ég gerði þetta verk sem er upprunnið á Vesturlandi og endar svo í jörð í Cleveland þá hugsaði ég um stærðirnar, augnablikið og þann tíma sem það tók þennan leir að verða til í jörðu á Íslandi og tímann sem það mun taka hann að brotna alveg niður í jörð í stórborg í Bandaríkjunum. Svo hugsaði ég um þetta örstutta augnablik þegar ég var að vinna með leirinn. Á sama hátt hugsa ég til þess að fyrst þegar ég fór til Bandaríkjanna fannst mér vera óralöng vegalengd á milli Bandaríkjanna og Íslands en núna finnst mér hún vera svo miklu minni. Það er eins og heimurinn sé að minnka.“ Myndlist Styttur og útilistaverk Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Myndlistarkonan Katrín Sigurðardóttir hafði stutta viðdvöl hér á landi fyrir skömmu, en verk hennar eru sýnd víða um heim. Katrín, sem býr í New York, er meðal þeirra listamanna sem eiga verk á São Paulo biennalnum í Brasilíu, en þeirri sýningu lýkur í desemberbyrjun. „Sýningarstjóri þeirrar sýningar er Gabriel Pérez-Barreiro sem valdi til þátttöku nokkra listamenn sem síðan völdu listamenn sem þeim þóttu áhugaverðir. Þannig að sýningin er mjög fjölbreytt. Þetta er sýning listamannanna frekar en sýning sýningarstjóranna,“ segir Katrín. „Claudia Fontes, sem er listamaður frá Argentínu en búsett í Bretlandi, valdi mig sem þátttakanda. Hún lagði fyrir mig og fleiri listamenn þema tengt bókmenntum, þýðingum og sagnagerð, meðal annars sögu eftir Edgar Allan Poe, The Purloined Letter. Sagan fjallar um týnt bréf og hvernig það er síðan leitað uppi og komið aftur til upprunalegs eiganda. Ég ákvað að leggja í sams konar leit og koma efniviði aftur til upprunastaðar síns. Ég varð mér úti um efni sem upprunnin eru í Brasilíu og hafa verið flutt inn til Bandaríkjanna og notuð í Bandaríkjunum. Ég bjó til listaverk úr þeim og sendi þau aftur til Brasilíu, á sýninguna.“"Mér finnst ekki að ég eigi heimili á einum stað, ég á heima á báðum stöðum,“ segir Katrín. Fréttablaðið/ErnirEfnin segja sögu Katrín er spurð hvers konar verk sé um að ræða og lýsir ferlinu: „Ég útvegaði mér pappír sem er framleiddur í Brasilíu úr brasilísku timbri. Þessi pappír er fyrst og fremst notaður til skrifta og til prentunar. Í sex mánuði skrifaði ég og teiknaði á pappírinn. Síðan setti ég hann í tætara og gerði úr honum pappamassa. Þennan massa setti ég í kassa úr timbri sem var notað í gangstígana við Coney Island í New York, sem eyðilögðust í fellibylnum Sandy. Ég gerði líkan af skóglendi á Atlantshafsströnd Brasilíu, á milli São Paulo og Rio de Janeiro, sem heitir Mata Atlantica, eða Atlantshafsskógurinn. Þetta var gert eftir gögnum frá landmælingum þeirra Brasilíumanna, þannig að þó að líkönin líkist frekar snævi þöktum fjöllum, þá er raunverulega um að ræða skóglendi. Pappírinn er bara svo fallega hvítur og ég vildi í báðum tilfellum láta efnin segja sína sögu og ekki hylja hana. En þannig er verkið hvort tveggja í senn skógur efnislega – þar sem bæði pappírinn og timbrið koma úr skógum Brasilíu, og svo er það líka mynd af skógi, því pappírinn er jú mótaður í form raunverulegs skógar. Þannig er ég einu sinni enn að vinna með staði, minni og vegferð hluta og manna um heiminn.“Ellefu, 2015. Skúlptúrar sem sýndir verða á sýningunni Nordic Impressions.Eftirmyndir af æskuheimili Um síðustu helgi lauk í Cleveland þríæringnum FRONT International þar sem Katrín var meðal þátttakenda, en þar vann hún með íslenskan leir og sýndi fjögur útilistaverk og ljósmyndir af þeim í Akron listasafninu. „Þessi verk snúast einnig um hráefni, flutning og staðsetningu,“ segir hún. „Ég hafði samband við bónda á Vesturlandi sem leyfði mér að taka leir úr jörð hjá sér. Leirinn var fluttur til Bandaríkjanna þar sem ég mótaði litlar hellur úr honum og setti í fjögur göt í jörðina í Cleveland og Akron. Þessar hellur eru þegar byrjaðar að brotna niður í jarðveginn og það er byrjað að vaxa yfir þær. Þannig að jörð sem var færð frá einum stað verður að jörð á öðrum stað.“ Katrín er meðal þátttakenda á yfirlitssýningu í Washington um listir á Norðurslóðum í 200 ár. Sýningin verður opnuð 9. október í Phillips Collection og þar sýnir Katrín þrjú verk. „Þetta er sögulega mikilvæg sýning og það er mikill heiður að taka þátt. Þar er ég að sýna þrjú verk sem eru eftirmyndir af húsinu sem ég ólst upp í, Lönguhlíð 11 í Reykjavík. Þar er þetta ákveðna hús tekið fyrir í smáatriðum.“Heima á báðum stöðum Katrín segir verk sín alltaf tengjast Íslandi að einhverju leyti. „Mér finnst ekki að ég eigi heimili á einum stað, ég á heima á báðum stöðum. Þegar ég gerði þetta verk sem er upprunnið á Vesturlandi og endar svo í jörð í Cleveland þá hugsaði ég um stærðirnar, augnablikið og þann tíma sem það tók þennan leir að verða til í jörðu á Íslandi og tímann sem það mun taka hann að brotna alveg niður í jörð í stórborg í Bandaríkjunum. Svo hugsaði ég um þetta örstutta augnablik þegar ég var að vinna með leirinn. Á sama hátt hugsa ég til þess að fyrst þegar ég fór til Bandaríkjanna fannst mér vera óralöng vegalengd á milli Bandaríkjanna og Íslands en núna finnst mér hún vera svo miklu minni. Það er eins og heimurinn sé að minnka.“
Myndlist Styttur og útilistaverk Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira