Slæmt högg Koepka í Ryder-bikarnum blindaði áhorfanda á öðru auga Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. október 2018 11:30 Brooks Koepka athugaði líðan áhorfandans. vísir/getty Áhorfandi sem fékk golfbolta í andlitið eftir upphafshögg bandaríska kylfingsins Brooks Koepka á fyrsta degi Ryder-bikarsins segist ekki geta séð með hægra auganu og íhugar að leita réttar síns. AFP greinir frá. Koepka missti upphafshöggið á sjöttu braut út af vellinum og boltinn fór í augað á hinni 49 ára gömlu Corine Remande sem ferðaðist alla leið frá Egyptalandi til þess að fylgjast með Ryder-bikarnum. „Læknar hafa tjáð mér að ég muni aldrei sjá framar með þessu auga,“ segir Remande í samtali við AFP en hún ætlar líklega að kæra til þess að eiga fyrir sjúkrahúsgjöldum. „Þetta gerðist svo hratt að ég fann ekki fyrir sársauka þegar að atvikið átti sér stað. Mér leið ekki eins og boltinn hefði farið í andlitið á mér en síðan fann ég fyrir blóðinu byrja að renna.“ „Ég fór í myndatöku á föstudaginn sem staðfesti að augntóftin hægra megin er brotin og augasteinninn sprakk,“ segir Corine Remande. Hún hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ryder-bikarsins í París fyrir að hafa ekki samband við hana og athuga líðan hennar. Sömuleiðis heldur Remande því fram að enginn hafi öskrað á áhorfendur og varað þá við þessu slæma höggi Koepka. Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Áhorfandi sem fékk golfbolta í andlitið eftir upphafshögg bandaríska kylfingsins Brooks Koepka á fyrsta degi Ryder-bikarsins segist ekki geta séð með hægra auganu og íhugar að leita réttar síns. AFP greinir frá. Koepka missti upphafshöggið á sjöttu braut út af vellinum og boltinn fór í augað á hinni 49 ára gömlu Corine Remande sem ferðaðist alla leið frá Egyptalandi til þess að fylgjast með Ryder-bikarnum. „Læknar hafa tjáð mér að ég muni aldrei sjá framar með þessu auga,“ segir Remande í samtali við AFP en hún ætlar líklega að kæra til þess að eiga fyrir sjúkrahúsgjöldum. „Þetta gerðist svo hratt að ég fann ekki fyrir sársauka þegar að atvikið átti sér stað. Mér leið ekki eins og boltinn hefði farið í andlitið á mér en síðan fann ég fyrir blóðinu byrja að renna.“ „Ég fór í myndatöku á föstudaginn sem staðfesti að augntóftin hægra megin er brotin og augasteinninn sprakk,“ segir Corine Remande. Hún hefur gagnrýnt forsvarsmenn Ryder-bikarsins í París fyrir að hafa ekki samband við hana og athuga líðan hennar. Sömuleiðis heldur Remande því fram að enginn hafi öskrað á áhorfendur og varað þá við þessu slæma höggi Koepka.
Golf Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira