Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2018 10:07 Sveinn Gestur Tryggvason í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra þegar aðalmeðferð fór fram í málinu. Stöð 2 Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. Sveinn hélt því fram að rannsakendur hefðu eytt miklu púðri í að rifja upp hluti sem gerðust ekki, valið atriði úr sumum skýrslum vitna og reynt að fá alla aðra til að rifja þau atriði upp.Sveinn Gestur hlaut sex ára fangelsisdóm í héraði í desember síðastliðnum fyrir að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar þar sem verjandi Sveins Gests krefst sýknu en til vara að refsingin verði milduð. Þá fer hann fram á að bótakröfum verði vísað frá en til að vara að þær verði mildaðar. Rifjaður var upp vitnisburður Sveins Gests í héraðsdómi í fyrra en hann sagðist hafa farið að heimili Arnars á Æsustöðum til að sækja verkfæri. Hann fór ásamt starfsmönnum garðþjónustufyrirtækis síns að heimilinu og hafði boðað Jón Trausta Lútherson að Æsustöðum. Ástæðan var sú að Jón Trausti hafði til umráða pallbíl sem nota átti til að ferja verkfærin. Jón Trausti lá undir grun og sat í gæsluvarðhaldi um tíma eins og Sveinn Gestur. Héraðssaksóknari ákærði á endanum Svein Gest og studdist við framburð vitnis sem lýsti því hvernig Sveinn Gestur hefði beitt Arnar ofbeldi án aðkomu Jóns Trausta.Sveinn Gestur Tryggvason var í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar. Líkamsárásin átti sér stað á Æsustöðum í Mosfellsdal í byrjun júní.Vísir/EyþórLýsir Arnari sem góðum vini Sveinn sagði að Arnar hefði verið góður vinur hans og um tíma starfsmaður garðþjónustufyrirtækisins. Hann hefði ekki getað unnið þar lengur því þeim Jóni Trausta kom ekki saman. Sveinn sagði fyrir héraðsdómi að Arnar hefði tekið á móti þeim æstur og undir áhrifum og hótað þeim öllu illu. Hann hefði farið inn í hesthús og komið til baka með sóp sem hann notaði til að brjóta rúður í bílum þeirra. Sveinn Gestur og félagar hefðu hörfað að afleggjaranum á Æsustöðum þar sem Jón Trausti beið. Arnar hefði svo hlaupið á móti þeim með járnstöng og Jón Trausti farið á móti honum með neyðarhamar. Jón Trausti og Arnar tókust á að sögn Sveins sem hefði ákveðið að hlaupa til móts við þá eftir að hafa hringt á neyðarlínu. Þar hefði hann skipað Jóni Trausta að sleppa Arnari úr hálstaki og tekið við Arnari, sest ofan á rasskinnar hans og haldið höndum hans fyrir aftan bak án þess að leggja þungann ofan á hann. Hann sagðist hafa gert það til að tryggja að Arnar myndi ekki standa upp aftur og ráðast á Jón Trausta. Sagði Sveinn Gestur að myndbönd sýndu fram á það að hann hefði ekki lagt þunga sinn ofan á bak Arnars.Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í héraði.vísir/vilhelmÁtti ekki von á að verða ákærður Framburður hans fyrir héraðsdómi var ekki talinn trúverðugur sökum þess að hann tók breytingum. Aðspurður hvers vegna hann hefði breytt framburði sínum við rannsókn málsins og ekki sagt strax frá aðkomu Jóns Trausta að árásinni sagðist hann hafa haldið að rannsókn lögreglu myndi leiða það í ljós. Þegar hún gerði það ekki ákvað hann að halda ekki hlífiskildi yfir Jóni Trausta og greina frá hans hlut. Hann viðurkenndi að hafa sagt ósatt um aðkomu Jóns Trausta til að halda hlífiskildi yfir honum. Honum hafi ekki dottið í hug að hann sjálfur yrði ákærður. Sveinn Gestur ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, í dómsal við meðferð málsins í héraði.Vísir/ErnirJón Trausti hefði sagt þá „punglausa“ Saksóknari sagði að honum hefði gefist tvö tækifæri til að skýra rétt frá. Sveinn Gestur fór sjálfur fram á nýja skýrslutöku fyrir Landsrétti til að skýra hlut sinn. Sveinn Gestur sagði fjölda vitna hafa ástæðu til að bera rangt upp á hann. Þau hefðu mögulega verið of langt frá atburðunum til þess að sjá þegar Jón Trausti hefði ráðist á Arnar. Þau hefðu því ekki getað séð hvað gerðist nákvæmlega. Hann sagði vitni annaðhvort ekki hafa séð þegar Jón Trausti tók Arnar niður eða kosið að segja ekki satt og rétt frá því. Spiluð voru Snapchat-myndskeið sem Sveinn Gestur tók upp á vettvangi. Þar sést hann liggja ofan á Arnari Jónssyni Aspar. Liggur Arnar þar við litla meðvitund og blóðugur í framan og heyrist Sveinn Gestur segja: „Grjóthaltu kjafti.“ Spilað var annað myndskeið þar sem Sveinn Gestur heyrist spyrja meðvitundarlausan Arnar hvort hann ætli „að vera með meiri kjaft núna?“ Þá heyrist Sveinn Gestur segja í næsta myndskeiði, þar sem myndavélinni er beint að blóðugum Arnari: „Svona fer þegar þú ógnar okkur með vopnum.“Lærði í sumarbúðum að blóta ekki Sveinn Gestur var ekki ánægður með þetta orðbragð sitt í myndskeiðunum og sagðist hafa lært það í sumarbúðum í Vatnaskógi að maður ætti ekki að blóta eða tala illa um náungann. Þetta hafi þó verið aðstæður sem hann var ekki vanur. Hann sagði að það væri mikill munur á því að missa eitthvað út úr sér og að gera einhverjum eitthvað. Hann sagðist ekki hafa kýlt hann eða tekið hann hálstaki. Hann sagðist ekki hafa meitt hann og ekki reynt að vera vondur við hann. Markmiðið hafi verið að halda honum rólegum þar til lögreglan kæmi á vettvang.Sveinn Gestur ítrekaði við aðalmeðferðina að hann hefði hringt í lögregluna og spurði hvers vegna í ósköpunum hann hefði gert það ef hann ætlaði að gera Arnari mein? Hann sagði einnig að Jón Trausti hefði kallað þá „punglausa“ fyrir að hafa ekki tekið þátt í árás Jóns Trausta á Arnar. Sveinn Gestur spurði einnig af hverju hann bað Jón Trausta um að sleppa Arnari ef hann ætlaði að ráðast á hann sjálfur? Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Jón Trausti segist hvorki hafa staðið hjá né hvatt Svein Gest áfram Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. 22. nóvember 2017 17:32 Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. Sveinn hélt því fram að rannsakendur hefðu eytt miklu púðri í að rifja upp hluti sem gerðust ekki, valið atriði úr sumum skýrslum vitna og reynt að fá alla aðra til að rifja þau atriði upp.Sveinn Gestur hlaut sex ára fangelsisdóm í héraði í desember síðastliðnum fyrir að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra. Dómnum var áfrýjað til Landsréttar þar sem verjandi Sveins Gests krefst sýknu en til vara að refsingin verði milduð. Þá fer hann fram á að bótakröfum verði vísað frá en til að vara að þær verði mildaðar. Rifjaður var upp vitnisburður Sveins Gests í héraðsdómi í fyrra en hann sagðist hafa farið að heimili Arnars á Æsustöðum til að sækja verkfæri. Hann fór ásamt starfsmönnum garðþjónustufyrirtækis síns að heimilinu og hafði boðað Jón Trausta Lútherson að Æsustöðum. Ástæðan var sú að Jón Trausti hafði til umráða pallbíl sem nota átti til að ferja verkfærin. Jón Trausti lá undir grun og sat í gæsluvarðhaldi um tíma eins og Sveinn Gestur. Héraðssaksóknari ákærði á endanum Svein Gest og studdist við framburð vitnis sem lýsti því hvernig Sveinn Gestur hefði beitt Arnar ofbeldi án aðkomu Jóns Trausta.Sveinn Gestur Tryggvason var í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar. Líkamsárásin átti sér stað á Æsustöðum í Mosfellsdal í byrjun júní.Vísir/EyþórLýsir Arnari sem góðum vini Sveinn sagði að Arnar hefði verið góður vinur hans og um tíma starfsmaður garðþjónustufyrirtækisins. Hann hefði ekki getað unnið þar lengur því þeim Jóni Trausta kom ekki saman. Sveinn sagði fyrir héraðsdómi að Arnar hefði tekið á móti þeim æstur og undir áhrifum og hótað þeim öllu illu. Hann hefði farið inn í hesthús og komið til baka með sóp sem hann notaði til að brjóta rúður í bílum þeirra. Sveinn Gestur og félagar hefðu hörfað að afleggjaranum á Æsustöðum þar sem Jón Trausti beið. Arnar hefði svo hlaupið á móti þeim með járnstöng og Jón Trausti farið á móti honum með neyðarhamar. Jón Trausti og Arnar tókust á að sögn Sveins sem hefði ákveðið að hlaupa til móts við þá eftir að hafa hringt á neyðarlínu. Þar hefði hann skipað Jóni Trausta að sleppa Arnari úr hálstaki og tekið við Arnari, sest ofan á rasskinnar hans og haldið höndum hans fyrir aftan bak án þess að leggja þungann ofan á hann. Hann sagðist hafa gert það til að tryggja að Arnar myndi ekki standa upp aftur og ráðast á Jón Trausta. Sagði Sveinn Gestur að myndbönd sýndu fram á það að hann hefði ekki lagt þunga sinn ofan á bak Arnars.Jón Trausti Lúthersson í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð málsins í héraði.vísir/vilhelmÁtti ekki von á að verða ákærður Framburður hans fyrir héraðsdómi var ekki talinn trúverðugur sökum þess að hann tók breytingum. Aðspurður hvers vegna hann hefði breytt framburði sínum við rannsókn málsins og ekki sagt strax frá aðkomu Jóns Trausta að árásinni sagðist hann hafa haldið að rannsókn lögreglu myndi leiða það í ljós. Þegar hún gerði það ekki ákvað hann að halda ekki hlífiskildi yfir Jóni Trausta og greina frá hans hlut. Hann viðurkenndi að hafa sagt ósatt um aðkomu Jóns Trausta til að halda hlífiskildi yfir honum. Honum hafi ekki dottið í hug að hann sjálfur yrði ákærður. Sveinn Gestur ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, í dómsal við meðferð málsins í héraði.Vísir/ErnirJón Trausti hefði sagt þá „punglausa“ Saksóknari sagði að honum hefði gefist tvö tækifæri til að skýra rétt frá. Sveinn Gestur fór sjálfur fram á nýja skýrslutöku fyrir Landsrétti til að skýra hlut sinn. Sveinn Gestur sagði fjölda vitna hafa ástæðu til að bera rangt upp á hann. Þau hefðu mögulega verið of langt frá atburðunum til þess að sjá þegar Jón Trausti hefði ráðist á Arnar. Þau hefðu því ekki getað séð hvað gerðist nákvæmlega. Hann sagði vitni annaðhvort ekki hafa séð þegar Jón Trausti tók Arnar niður eða kosið að segja ekki satt og rétt frá því. Spiluð voru Snapchat-myndskeið sem Sveinn Gestur tók upp á vettvangi. Þar sést hann liggja ofan á Arnari Jónssyni Aspar. Liggur Arnar þar við litla meðvitund og blóðugur í framan og heyrist Sveinn Gestur segja: „Grjóthaltu kjafti.“ Spilað var annað myndskeið þar sem Sveinn Gestur heyrist spyrja meðvitundarlausan Arnar hvort hann ætli „að vera með meiri kjaft núna?“ Þá heyrist Sveinn Gestur segja í næsta myndskeiði, þar sem myndavélinni er beint að blóðugum Arnari: „Svona fer þegar þú ógnar okkur með vopnum.“Lærði í sumarbúðum að blóta ekki Sveinn Gestur var ekki ánægður með þetta orðbragð sitt í myndskeiðunum og sagðist hafa lært það í sumarbúðum í Vatnaskógi að maður ætti ekki að blóta eða tala illa um náungann. Þetta hafi þó verið aðstæður sem hann var ekki vanur. Hann sagði að það væri mikill munur á því að missa eitthvað út úr sér og að gera einhverjum eitthvað. Hann sagðist ekki hafa kýlt hann eða tekið hann hálstaki. Hann sagðist ekki hafa meitt hann og ekki reynt að vera vondur við hann. Markmiðið hafi verið að halda honum rólegum þar til lögreglan kæmi á vettvang.Sveinn Gestur ítrekaði við aðalmeðferðina að hann hefði hringt í lögregluna og spurði hvers vegna í ósköpunum hann hefði gert það ef hann ætlaði að gera Arnari mein? Hann sagði einnig að Jón Trausti hefði kallað þá „punglausa“ fyrir að hafa ekki tekið þátt í árás Jóns Trausta á Arnar. Sveinn Gestur spurði einnig af hverju hann bað Jón Trausta um að sleppa Arnari ef hann ætlaði að ráðast á hann sjálfur?
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Jón Trausti segist hvorki hafa staðið hjá né hvatt Svein Gest áfram Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. 22. nóvember 2017 17:32 Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42 „Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Jón Trausti segist hvorki hafa staðið hjá né hvatt Svein Gest áfram Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar þá áverka sem leiddu hann til dauða. Sveinn Gestur Tryggvason hafði fyrr í dag sagt fyrir dómi að Jón Trausti bæri ábyrgð á áverkunum. 22. nóvember 2017 17:32
Sveinn Gestur í sex ára fangelsi Fyrir líkamsárás sem varð Arnari Jóni Aspar að bana í Mosfellsdal í júní. 18. desember 2017 09:42
„Þetta átti ekki að enda svona“ Allir samferðamenn Sveins Gests segja Arnar hafa ráðist að fyrra bragði á Svein Gest. 22. nóvember 2017 14:53
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent