Þrír sjást bera eld að Laugalækjarskóla Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. október 2018 18:45 Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í nótt en mildi þykir að eldurinn hafi ekki náð inn í skólann. Til skoðunar er hvort klæðning hússins standist reglugerð. Tilkynning um eld í Laugalækjarskóla barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á öðrum tímanum í nótt og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk aukavaktar sem boðuð var út. Slökkvistarf tók um fjórar klukkustundir en eldurinn logaði í klæðningu utan á byggingu skólans og þurftu slökkviliðsmenn að rífa hana frá til þess að slökkva eldinn. Aðstoðarskólastjóri segir það hafa verið óskemmtilegt að mæta til vinnu í morgun.Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri LaugalækjarskólaVisir/Stöð 2„Þetta er bara ömurlegt. Þetta lítur mjög illa út að utan,“ sagði Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla, þegar fréttastofa skoðaði aðstæður við skólann í dag. Það þykir mildi að eldurinn hafi ekki borist inn í skólann en bæði hurð og gluggar eru nærri þar sem eldurinn logaði. „Eldurinn fór ekki inn en reykur fór bara hérna inn í bókasafnið en þetta hefði getað farið verr,“ segir Sólveig. Samkvæmt heimildum fréttastofu sést á upptökum öryggismyndavéla skólans í nótt að þrír einstaklingar komu að því að bera eld að skólanum og styðst lögreglan við þær upptökur í rannsókn sinni á tildrögum eldsvoðans. Fulltrúar frá brunaeftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skoðuðu aðstæður í dag og kanna meðal annars hvort klæðning utan á skólanum standist reglugerð. Vísir„Ekki finnst mér það nú, því að hönnun hússins var unnin í samráði við brunahönnuð á sínum tíma og það var gert ráð fyrir svokallaðri klæðningu í flokki I, sem er tregbrennanleg klæðning. En hér er bara einhverskonar krossviðarrenningar og pappi sem augljóslega hefur brunnið mjög vel,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ef byggingarefni hefði verið samkvæmt reglugerð hefði eldurinn ekki breiðst út með þessum hætti. „Ef að þetta er rétt gert og efnin eru óbrennanleg eða tregbrennanleg, þá nær sér aldrei upp sjálfberandi eldur,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Þrír eru grunaðir um að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í nótt en mildi þykir að eldurinn hafi ekki náð inn í skólann. Til skoðunar er hvort klæðning hússins standist reglugerð. Tilkynning um eld í Laugalækjarskóla barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á öðrum tímanum í nótt og var allt tiltækt lið sent á vettvang auk aukavaktar sem boðuð var út. Slökkvistarf tók um fjórar klukkustundir en eldurinn logaði í klæðningu utan á byggingu skólans og þurftu slökkviliðsmenn að rífa hana frá til þess að slökkva eldinn. Aðstoðarskólastjóri segir það hafa verið óskemmtilegt að mæta til vinnu í morgun.Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri LaugalækjarskólaVisir/Stöð 2„Þetta er bara ömurlegt. Þetta lítur mjög illa út að utan,“ sagði Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla, þegar fréttastofa skoðaði aðstæður við skólann í dag. Það þykir mildi að eldurinn hafi ekki borist inn í skólann en bæði hurð og gluggar eru nærri þar sem eldurinn logaði. „Eldurinn fór ekki inn en reykur fór bara hérna inn í bókasafnið en þetta hefði getað farið verr,“ segir Sólveig. Samkvæmt heimildum fréttastofu sést á upptökum öryggismyndavéla skólans í nótt að þrír einstaklingar komu að því að bera eld að skólanum og styðst lögreglan við þær upptökur í rannsókn sinni á tildrögum eldsvoðans. Fulltrúar frá brunaeftirliti Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins skoðuðu aðstæður í dag og kanna meðal annars hvort klæðning utan á skólanum standist reglugerð. Vísir„Ekki finnst mér það nú, því að hönnun hússins var unnin í samráði við brunahönnuð á sínum tíma og það var gert ráð fyrir svokallaðri klæðningu í flokki I, sem er tregbrennanleg klæðning. En hér er bara einhverskonar krossviðarrenningar og pappi sem augljóslega hefur brunnið mjög vel,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ef byggingarefni hefði verið samkvæmt reglugerð hefði eldurinn ekki breiðst út með þessum hætti. „Ef að þetta er rétt gert og efnin eru óbrennanleg eða tregbrennanleg, þá nær sér aldrei upp sjálfberandi eldur,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31 Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Segir nánast hægt að fullyrða að kveikt hafi verið í Laugalækjarskóla Kennsla fer fram í dag. 2. október 2018 07:31
Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt. 2. október 2018 06:12