Brasilískir bændur vilja Bolsonaro í forsetastólinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2018 08:00 Jair Bolsonaro á fjölda stuðningsmanna í Brasilíu. vísir/epa Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. Í tilkynningu frá þrýstihópnum sagði að hann myndi sameinast um að tryggja að „spilltir frambjóðendur“ kæmust ekki til valda. Samkvæmt Reuters eru áhrif hópsins töluverð þar í landi. Hinn mjög svo umdeildi og íhaldssami Bolsonaro mælist með tíu prósentustiga forskot á sinn helsta keppinaut samkvæmt könnun sem Ibope birti í gær. 31 prósent sagðist mundu kjósa Bolsonaro í fyrstu umferð kosninganna en 21 prósent hyggst kjósa Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Fái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða mun þurfa að kjósa aftur á milli tveggja efstu. Samkvæmt könnun Ibope myndu Bolsonaro og Haddad báðir fá 42 prósenta fylgi svo ljóst er að önnur umferð kosninga gæti orðið afar spennandi. Í síðustu könnun mældist Bolsonaro með 38 prósent gegn 42 prósentum Haddads og er því að sækja á. Bolsonaro hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir umdeildar skoðanir. Árið 2015 sagði hann að konur og karlar ættu ekki að fá jöfn laun vegna þess að konur verða óléttar. Þá hefur hann verið kenndur við andúð á samkynhneigðum. Í viðtali við Playboy árið 2011 sagði hann að hann væri ófær um að elska samkynhneigðan son og bætti við að hann myndi frekar vilja að sonur sinn léti lífið í slysi. Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Þrýstihópur brasilískra bænda lýsti í gær yfir stuðningi við framboð Jairs Bolsonaro til forseta. Í tilkynningu frá þrýstihópnum sagði að hann myndi sameinast um að tryggja að „spilltir frambjóðendur“ kæmust ekki til valda. Samkvæmt Reuters eru áhrif hópsins töluverð þar í landi. Hinn mjög svo umdeildi og íhaldssami Bolsonaro mælist með tíu prósentustiga forskot á sinn helsta keppinaut samkvæmt könnun sem Ibope birti í gær. 31 prósent sagðist mundu kjósa Bolsonaro í fyrstu umferð kosninganna en 21 prósent hyggst kjósa Fernando Haddad, frambjóðanda Verkamannaflokksins. Fái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða mun þurfa að kjósa aftur á milli tveggja efstu. Samkvæmt könnun Ibope myndu Bolsonaro og Haddad báðir fá 42 prósenta fylgi svo ljóst er að önnur umferð kosninga gæti orðið afar spennandi. Í síðustu könnun mældist Bolsonaro með 38 prósent gegn 42 prósentum Haddads og er því að sækja á. Bolsonaro hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir umdeildar skoðanir. Árið 2015 sagði hann að konur og karlar ættu ekki að fá jöfn laun vegna þess að konur verða óléttar. Þá hefur hann verið kenndur við andúð á samkynhneigðum. Í viðtali við Playboy árið 2011 sagði hann að hann væri ófær um að elska samkynhneigðan son og bætti við að hann myndi frekar vilja að sonur sinn léti lífið í slysi.
Birtist í Fréttablaðinu Brasilía Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira